Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 28
26
VALSBLAÐIÐ
„Valsmenn geta mikið meira
ef þeir sýna aga og vilja“
— segir Ingvar Elísson í stuttu rabbi
Það þótti nokkrum tíðindum sæta,
er það fréttist s.l. vor að Val hefði
borizt liðsauki i meistaraflokk, en
það var Ingvar Elísson frá Akranesi.
Hann fluttist til Reykjavíkur og
stundar hér rafmagns- og útvarps-
virkjastörf.
Þeir, sem hafa fylgzt með knatt-
spymunni nokkur undanfarin ár,
þekkja Ingvar af leikjum hans með
Akranesliðinu, en í þvá liði var hann
einn marksæknasti maðurinn, og
ógnvaldur hverri vörn sem móti lék.
Hann var alltaf hinn vinnuákafi
leikmaður, sem fylgdi fast eftir í
hverri sókn, og gaf það margt mark-
ið. Hann byrjaði ungur að iðka
knattspymu, og hefur leikið í gegn-
um alla flokka allt frá IV. og upp
í meistaraflokk, og orðið Islands-
meistari í III., II. og meistaraflokki.
Valsblaðinu þótti eðlilegt að ná
tali af Ingvari og heyra hvemig hon-
um félli vistin á þessu nýja „heim-
ili“, og hvemig honum litist á þessa
nýju félaga og framtíðarhorfur
meistaraflokks Vals. Að sjálfsögðu
var skyggnzt örlítið inn í knatt-
spymuferil Ingvars um leið, og var
það svipað og svo mörg ævintýri
ungra drengja, sem taka ástfóstri við
knöttinn og knattspymuna.
Hvenær byrjaðir þú að keppa í
knattspymu?
Þegar ég var 8 og 9 ára gamall
var ég í sveit, og gat þá ekki keppt.
En það mun hafa verið í fjórðá flokki
sem ég keppti í fyrsta sinni og var
þá raunar nýkominn úr sveit. Þetta
var í miðsumarsmóti, og höfðu strák-
amir keppt þrisvar við KR, og alltaf
skildu liðin jöfn. Ég fékk sem sagt
að taka þátt í fjórða leiknum í móti
þessu. Óheppnin elti okktu, þvi við
skoruðum hjá sjálfum okkur, og töp-
uðum á þvi marki!
Vegna dvalar minnar í sveit komst
ég ekki fastur i kapplið fyrr en á
öðru ári i þriðja aldursflokki. Þar
myndaðist samstilltur hópur, sem
hélt vel saman og tmnurn við ís-
landsmót í III. flokki 1957, og þegar
við unnum svo íslandsmótið í II.
flokki 1960 vom allir þeir sömu og
1957 nema einn.
Nokkuð minnistætt frá þessum
dögum?
Það væri þá helzt úrslitaleikimir
1 þessum tveim mótum sem við unn-
um, og þá helzt fyrir það að þeir
fóru báðir fram sama mánaðardag,
sama vikudag, sama félag og sömu
úrslit í báðum leikjum, en það vom
2 : 0, og félagið var Valur. Það verð-
ur mér líka minnistætt úr þessu
sama móti, er við gerðtnn jafntefli
við Fram. Það em aðeins 5 minútur
eftir þegar bakvörður okkar gerir
víti, og skorar Fram úr spymunni
1:0. Okkur fannst sem allt væri
tapað, en börðumst samt allt hvað
af tók og okkur tókst að jafna.
Aðeins einn leikur var eftir í riðl-
inum, og milli KR og Fram, og urðu
þau að gera jafntefli til þess að við
hefðum möguleika á úrslitaleiknum.
Okkur þótti til þess litlar likur, og
biðum við í ofvæni eftir úrslitunum.
Einn strákanna sagði mjög alvarleg-
ur, að sig hefði dreymt að Akranes
myndi vinna mótið, en því þorði
enginn að trúa. En hvað skeður: það
varð jafntefli, og á eftir fór svo leik-
urinn við Val og kærkominn íslands-
meistaratitill í II. flokki.
Hvenær lékst þú fyrst með meist-
araflokki?
Kom sem varamaður 1958, og lék
fyrst með meistaraflokki 1959, og
fyrir mig var þetta því stórt ár: Is-
landsmeistari í II. flokki og meistara-
flokki sama árið.
Ingvar Elisson í einvígi við Elias Hergeirs-
son. Ingvar virðist hafa „afgreitt" Þorstein
Friðþjófsson, og Ormar horfir á, en hvert
fer „þrætueplið"?
Hve marga landsleiki, félagsleiki?
Það munu vera nær 100 leikir í
félagskeppni, 3 landsleikir í A-liði og
2 í B-liði.
Ég held það hafi helzt verið vegna
þess að ég taldi einna mesta mögu-
leika þar. Félagið átti leikvelli,
íþróttahús og félagsheimili, annars
var það ekkert sérstakt sem dró mig
að Valsmönnum.
Og hvemig hefur þér fallið?
Ég var húinn að gera mér í hug-
arlund að knattspymumenn Vals
mundu mæta mikið betur og vera
fjölmennari en raun var á í fyrra-
sumar. Að vísu æfði II. flokkur yfir-
leitt ekki með, en það gerði hann
uppi á Skaga, en mér finnst það ekki
alveg afsökun, ég bjóst við meira
fjölmenni af eldri félögum.
Margir leikmenn Vals em ágætir
knattspymumenn, en ég held þvi
fram, að þeir hafi aldrei náð því
sem i þeim býr, stundum naumast
50% af getu sinni.
I þetta geta komið dældir eins og
gengur, en ég er enganveginn ánægð-
ur með sjálfan mig né heildina.
Ég hef það á tilfinningunni, að
áður hafi starfið í Val verið líflegra
en það er nú. En það á að vera hægt
að ná miklu meira út úr liðinu en
í sumar, ef það hefur áhuga og vilja
til að vinna saman, og ef það tekst