Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ 11 Ör skýrslu Skíðadeildar I skýrslunni segir, að starfsemin hafi verið með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Snjóleysi olli þvi að skíða- ferðir eru ekki margar, og þegar gaf skemmti fólk sér vel. Flestar voru ferðimar farnar í sambandi við við- byggingu skálans, enda mest áherzla lögð á það. Unnið var að þvi að koma upp nýju hitakerfi í skálann, er það loft- hitun, sem virðist góð upphitun. Ýmislegl er þó ógert í sambandi við miðstöðina, en það verður leyst áður en langt um liður. Á starfsárinu var rafstöðin tekin niður til viðgerðar, og gekk viðgerð- in vel. Þá var endumýjað allt rafkerfi skálans, og var það mikið verk og mjög kostnaðarsamt, og það svo, að framkvæmdasjóður okkar tæmdist í það verk að mestu leyti, en þetta varð ekki umflúið. PÁSKAR Páskamir voru með svipuðu sniði og undanfarið, nema páskamótið féll niður sökum snjóleysis. Páskahaldið fór fram samkvæmt venju. Famar voru gönguferðir um næsta ná- grenni. Kvöldvökur vom haldnar, sungið og spilað. Því miður varð lit- ið af skíðaferðum, þvi ekkert var rnn snjó að ræða og má segja að það hafi rignt næstum alla páskana. Þá skyggði það nokkuð á páskahaldið, að nágrannar okkar Valsmanna, Vík- ingar, urðu fyrir þvi hörmulega óláni að skálinn þeirra brann til kaldra kola á páskadagskvöldið. Var þá frestað fyrirhugaðri kvöldvöku og skjótt bmgðið við þeim til hjálpar. Var farið upp eftir með nauðsynleg tæki, svo sem slökkvitæki og sjúkra- kassa. Þegar komið var á staðinn var skálinn alelda og vonlaust með slökkvistarf. Skálabúar sluppu allir út án teljandi meiðsla, yfirhafna- lausir, en mjög kalt var í veðri. Var Víkingum boðið húsaskjól i Valsskál- anum, þar sem þeim var hjúkrað og veitt kaffi eins og hægt var að veita. Vikingar dvöldu nokkuð fram yfir miðnætti, þar til þeir vom sóttir og ekið í bæinn. NÝBYGGING Vinnan við nýbygginguna hefur gengið snurðulaust til þessa, en bú- ast má við að eitthvað dragi úr fram- kvæmdum sökum efnis- og fjár- skorts, en slíkt má ekki henda, þvi áríðandi er að koma byggingunni i það form, að hægt sé að nýta hana til fulls. Mörgu er ólokið við bygg- inguna og verður það ekki gert nema f jármagn sé fyrir hendi. Stjóm deild- arinnar leitaði eftir fjármagni á starfsárinu og fékk það, en það er löngu uppurið. Svo gera þarf ráð- stafanir eftir meim fé. Búið er að mestu leyti að klæða skálann að inn- an. Búið er að leggja raflögn, en eft- ir er að tengja hana. Þá er búið að rífa þilið á milli nýja og gamla skál- ans og þilja eldhúsið frá salnum. Eftir er að ganga betur frá glugginn, setja gólf- og loftlista, hurð út frá eldhúsi, ganga frá vatnslögn o. fl. o. fl. En síðast en ekki sízt smiða eld- húsinnréttinguna. Það má segja að starfsliðið hafi verið fremur fámennt þetta árið, tveir og þrír menn um helgar og nokkrum helgum sleppt úr, þar sem vinna hefur verið svo mikil í bænum, að menn hafa ekki viljað sleppa þeirri næturvinnu, sem þeim hefur verið boðin. En það má segja, að hver frístund, sem fengizt hefur, hafi verið notuð í þágu skál- ans. Vonum við stjómarmeðlimir deildarinnar, að betur megi ganga með bygginguna næsta starfsár og íjárhagur deildarinnar batni, svo unnt sé að ljúka við hana sem fyrst. FJÁRMÁL Eins og komið hefur í ljós af fram- angreindu, er deildin í mikilli fjár- þröng, og er henni því nauðsynlegt að afla sér tekna á allan þann hátt sem fyrirfinnst. Hefur stjómin i því skyni keypt hin svokölluðu bílmerki, og er salan á þeim þegar hafin. Þá hefur hún ennfremur tekið til sölu happdrættismiða ISl. Ársgjöld hafa aldrei verið innheimt í deildinni fram að þessu, en nú standa til breyt- ingar, þar sem svo margir óska að gerast meðlimir deildarinnar, og hafa þó nokkrir þegar greitt gjöld sín frá fyrra ári. Stjómin er búin fyrir löngu síðan að útbúa spjaldskrá yfir meðlimi sína, og er allt tilbúið til innheimtu. Reiknað er með að hafa ársgjaldið fimmtíu til sjötíu og fimm krónur og er þá meiningin að hver Skíðaskáli Vals, með hinar lokkandi snæviþöktu hliðar allt um kring.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.