Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 9

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ 7 Reykjavíkur- og Haustmeistarar í II. flokki. Aftari röð frá vinstri: Halldór Einarsson, Berg- sveirin Alfonsson, Friðjón Guðmundsson, fyrirliði, Jón Ágústsson, Ágúst ögmundsson, Sig- urður Jónsson og Sigurgoir Jónsson. Fremri röð: Þorlákur Lárusson, Þórir Erlendsson, Sveinn Rúnar, Gunnsteinn Skúlason og Hermann Gunnarsson. meiningin að hafa blöðrusölu eins og áður, en það fórst fyrir, vegna þess að ekki fengust nógu margir til að vinna að því. LOKAORÐ Mér var augljóst, þegar ég varð við beiðni Páls Guðnasonar, að taka að mér formennsku deildarinnar, að það yrði aðeins til að bjarga vand- ræða ástandi. Þvi ég var of ókunn- ugur hinu fjölþætta starfi deildar- innar, þar sem ég hafði ekki komið nálægt þvi um árabil. Það, sem hef- ur bjargað þessrnn málum, er, að góðir menn völdust i deildina og þjálfarastöðurnar, og þakka ég þeim góða samvinnu. Á þessu stutta tima- bili, sem ég hef starfað, hef ég rekið mig á margt sem þarf að lagfæra og bæta, til dæmis þurfa stjórnarmeð- limir að skipa með sér verkum, þann- ig að allir verði meira aktivir, en verkin hlaðist ekki á nokkra menn, en aðrir sjáist lítið til starfa, eða sleppi mikið til alveg. Valur verður að nota alla þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru, því starfið er svo margþætt og tímafrekt, að nokkrir menn anna því ekki, það verður að gera það eins og sagt er: „Margar hendur vinna létt verk“. Er við lítum til baka og a thugum árangur sumarsins, hjá meistara- flokki sérstaklega, þá er nauðsynlegt að knattspyrnumenn þessa flokks og I. flokks slaki ekki á æfingum í vet- ur, því næsta sumar verður hörð keppni í deildinni. Þetta vona ég að menn athugi vel og starfi eftir því. Félagsstjórn og deildarstjórn geta hér lagt hönd á plóginn með þvi að út- vega góðan og reyndan þjálfara fyr- ir meistara-, I. og II. flokk, og jafn- vel III. flokk. Þjálfara þýðir ekki að tala um nema menn fjölmenni á æf- ingar og leggi sig fram við æfing- amar. Ég lýk svo máli mínu með ósk um að ykkur, félagar góðir, takist fljótlega að lyfta „Val“ í heiðurs- sess íslenzkrar knattspymu. Hér hefur Hermann gert Heimi erfitt fyrir og skorað. Hermann lengst til liægri. > :-ý: ^ V .

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.