Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 36
34
VALSBLAÐIÐ
Umsagnir
Hinar 17 ungu stúlkur og 2 farar-
stjórar komu til Noregs og Elverum
á mánudag, og var komið fyrir hjá
handknattleiksstúlkunmn í Leiret.
I gær voru þær úti á „strikinu“,
þar sem þeim var veitt mikil athygli
fyrir sitt óskiljanlega mál, glaðværð
sína og smekklega „einkennisbún-
ing“. Eins og allar ungar stúlkur,
höfðu þær mikinn áhuga fyrir búð-
argluggum, og heimsóttu verzlanir.
En með hinum frísku og frjáls-
legu stúlkum og gestgjöfum þeirra
tókst vinátta, og sést nokkuð af hópn-
um á myndinni fyrir ofan. (Stór
mynd fylgdi greininni).
Stiftstidende: Valur gegn styrktu
Veldre-liði: Sigríður Sigurðardóttir,
stjama liðsins og sú sem skoraði flest
mörkin í Norræna meistaramótinu
í Reykjavík, var hezti leikmaður vall-
arins. Hún skoraði 8 af hinum 11
mörkum liðs síns, sýndi mikinn
hreyfanleik og samleik og var sterk
í vöm.
Sigrún Guðmundsdóttir og hinn
viðbragðsfljóti markmaður sýndu
einnig mjög góðan leik. Valur á
margar efnilegar stúlkur í liðinu.
Þær em flestar nokkuð tmgar enn-
þá til þess að geta staðið sig móti
vemlegu toppliði.
Hamar Arbeiderblad: Eins og bú-
izt var við voru það hinar tvær
landsliðsstúlkur Vals sem vom alls
ráðandi í leiknum, þær Sigríður Sig-
mðardóttir og Sigrún Guðmunds-
dóttir. Þessar tvær stoðir Valsliðsins
sýndu skothæfni af alþjóðlegum
flokki, og þær höfðu einnig auga fyr-
ir linuleiknum. Þær sluppu hvað eft-
ir annað með sín „froskahopp“ frá
aukakastlínunni. -—■ Valur var mjög
geðþekkt lið, og stúlkumar sýndu
við og við, hvað þær geta í hand-
knattleik.
Stiftstidende: Sörskogbygde—Val-
ur 16 : 12. íslenzku stúlkumar komu
smátt og smátt í gang, og skomðu þá
nokkur mörk. En Sörskogbygda hafði
ömgga forystu í fyrri hálfleik 12:6.
I síðari hálfleik var settur sérstakur
vörður til að gæta Jorunn Tvedt, og
þá fór broddurinn af heimaliðinu.
úr blöðum
Valur lék mjög vel i fyrsta hluta
þessa hálfleiks og tókst að komast í
11 : 12, en Sörskogbygda átti meira
eftir og vann á góðum endaspretti
með 16 :12. Lið Vals var ágætt, en
það er nokkuð ójafnt. Hinar tvær
landsliðskonur Sigríður Sigurðardótt-
ir og Sigrún Guðmundsdóttir, báðar
Norrænir meistarar, vom langbeztu
leikmenn liðsins.
Hamar Arbeiderblad: Sörskog-
bygda vann fyrst og fremst fyrir
það, ao hinar tvær stjömur liðsins
voru einangraðar, í stórum köflum
leiksins. Það hindraði þær þó ekki
í því að verða markahæstar í þess-
um leik einnig. „Froskahopp“-skot-
inu fyrir utan varnarvegginn valda
þær svo vel, að ef þær sluppu frá
„verðinum“, var það ekki mikið sem
Oddny Bekk i markinu gat gert,
móti hinum óvæntu skotum.
Göteborgstidningen: 1 gær var hér
heimsókn af íslenzku kvennaliði í
handknattleik, frá Reykjavík á Is-
landi. Þessir langt að komnu gestir
léku við úrval frá Heim og Wasir-
ernas damesektioner og imnu þær
13 9 (5 : 4).
Heimaliðið lék vel i fyrri hálfleik
en hafði svo ekki næga orku í þeim
síðari.
Island, sem í ár vann óvænt Nor-
rænu meistarakeppnina fyrir konur,
skutu betur en stúlkumar frá Gauta-
borg, og sérstaklega veitti maður at-
hygli landsliðskonunni Sigriði Sig-
urðardóttur, hún skoraði 7 af mörk-
unum.
Göteborgsposten: íslenzka liðið
Valm vann samsteypuna með 13 : 9
(5 :4), sem veitti þó góða mótstöðu
í fyrri hálfleik. I siðari hálfleik tóku
gestimir þó sinn rétt og með meira
úthaldi og þó sérstaklega betri skot-
um tókst Val að vinna þægilegan
sigur. I liði gestanna var Sigráður
vSigurðardóttir bezt.
Göteborgsposten: Islenzka kvenna-
liðið Valur lék annan leik sinn hér
í Gautaborg á miðvikudagskvöld, og
var mótherjinn GKIK, sem tapaði
með 17 : 13 (9 : 7). I fyrri hálfleik
var sýndur góður handknattleikur af
og til, en slappaðist er á leikinn leið.
Gestimir lifðu hátt á bakvörðum sin-
um, þeir áttu 15 af þessum 17 mörk-
um. Þetta voru hræðilega skotharðir
bakverðir!
Hér hefur verið gripið niður í svo-
litlu af því sem skrifað var um leiki
flokksins á keppnisför hans um Nor-
eg og Sviþjóð.
Við lestur þessara umsagna í heild
er það athyglisvert hve mikið og oft
er að þvi vikið að íeland liafi orðið
Norðurlandameistari í handknatt-
leik á s.l. sumri. Gefur þetta til
kynna hvilika athygli það hefur vak-
ið um Norðurlöndin. F. H.
FERÐIST
ALDREI
ÁN
FERÐA-
TRYGGINGAR
FERÐA
SLYSA-
TRYGGING
ALM E N NA R
TRYGGINGAR HF.
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700