Valsblaðið - 24.12.1970, Side 16

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 16
14 VALSBLAÐIÐ hún um nauðsyn þess að farið væri meira í Skíðaskála félagsins og gat reynzlu sinnar í því efni. Ungur efnilegur maður úr þriðja flokki, Birgir Þórarinsson, ræddi um skyldur félaganna sjálfra við deild- ina og stjórnendur hennar, þeir yrðu að styðja stjórnina í störfum meira en verið hefði, það gæfi meiri árang- ur í leik. Hvatti hann til ferða í Skíðaskálann og að í framtíðinni yrði meira gert af þeim en verið hefur. Hann sagði ennfremur að unga fólkið, sem starfaði að þessum málum í Val, gæti komið sjálft með skemmtiatriði á fundi sem efnt yrði til og þyrfti að gera meira að. Það mætti efna til „plötukvölda“ í félagsheimilinu við og við á vetrum. Kristján Þorvaldsson ræddi um möguleika á því að félagar í yngri flokkunum gætu selt getraunamiða og á þann hátt aðstoðað við að afla fjár til starfsemi handknattleiksins í Val. Ungur maður, Jóhann Ingi Gunn- arsson, ræddi um aðstoð leikmanna sjálfra við þjálfarann í sambandi við æfingagjöldin og innheimtu þeirra miða. Vildi hann að tveir og tveir önnuðust þetta á vissum tímabilum og svo væri skipt um og aðrir tækju þá við. Kaup á slíkum miðum ætti að vera svo sjálfsögð, að engin vinna ætti að vera í því að innheimta þá og afhenda þá svo þjálfaranum í lok æfinganna. Honum fannst ófært, að þjálfarinn væri að elta þetta um all- an salinn. Hann áleit, að strákarnir í flokknum ættu að fylgjast betur með því sjálfir hvernig gengi störf og fjáraflanir. Þá tóku til máls þær Bergljót Da- víðsdóttir og Björg Guðmundsdóttir og ræddu þær vandamál Meistara- flokks kvenna o. fl. og sagðist vel. Á fundinum ríkti mikill áhugi og góður andi, enda var hann allfjöl- mennur og var unga kynslóðin þar nokkuð í meirihluta og má segja, að andi æskunnar hafi svifið þar yfir vötnunum á mjög jákvæðan hátt. St j órnarkosning: Formaður var kjörinn: Guðmundur Frímannsson og meðstjórnendur voru kosnir: Geirarður Geirarðsson, Þórð- ur Sigurðsson, Birgir Harðarson og Hákon Guðmundsson. í varastjórn voru kosnir: Stefán Bergsson, Stefán Gunnarsson og Guð- björg Egilsdóttir. Fundarstjóri var: Garðar Jóhanns- son og fundarritari Hákon Guðmunds- son. Áhorfendamet í knattspyrnu er talið að vera 200,000. Var það á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro, þegar Uruguay vann Brasilíu 2:1 í úrslitaleik í H. M. 1950. Ur skýrslu badmintondeildar Orn Ingólfsson hosinn formuðnr. Badmintondeild Vals hélt aðalfund sinn 18. nóv. s.l. og flutti Örn Ing- ólfsson skýrslu stjórnar. Reikningar voru einnig lagðir fram og hefur fjárhagur deildarinnar stórbatnað frá fyrra ári. Fara hér á eftir orðréttir kaflar úr skýrslunni: Stjórn sú, sem nú lætur af störf- um, var kjörin á síðasta aðalfundi deildarinnar og skipti þannig með sér verkum. Sigurður Tryggvason, formaður. Örn Ingólfsson, varaformaður. Ormar Skeggjason, ritari. Hilmar Pietsch, gjaldkeri. Þorvaldur Jónasson, meðstj. Varamenn voru kosnir Jón Gísla- son og Jafet Ólafsson. Um áramótin flutti form. Sigurður Tryggvason af landi brott. Starfsemi stjórnarinnar bar þess vegna keim af þessum losaraskap hluta þessa starfsárs, sem meðal annars kemur fram í því að leiga á völlum full- nýttist ekki. Þó ber þess að gæta, að tímar deildarinnar eru ekki allir á sem hentugustum tíma dagsins. Fulltrúi í stjórn Badmintonsam- bands íslands var kjörinn Örn Ing- ólfsson. Þjálfari yngri flokka deildarinnar var Rafn Viggósson, og þakkar stjórnin honum sérstaklega fyrir störf hans. Hið árlega innanfélagsmót deildar- innar vár haldið í marz í íþróttahús- inu og tóku þátt í því 44 í fjórum aldursflokkum. Sigurvegarar í ein- stökum flokkum urðu sem hér segir. Sveinaflokkur: Jóhann Möller Þorsteinn Sigurðsson Drengjaf lokkur: Hrólfur Jónsson Einar Kjartansson Unglingaf lokkur: Stefán Sigurðsson Sigurður Haraldsson Karlaflokkur: Ormar Skeggjason Örn Ingólfsson Hinn góðkunni Valsmaður Úlfar Þórðarson gaf til verðlauna tvo badmintonspaða, sem sigurvegarar í sveinaflokki skyldu hljóta. Eins og að framan greinir unnu þann flokk þeir Jóhann Möller og Þorsteinn Sig- urðsson, og voru þeim afhentir spað- arnir við setningu badmintonmóts íþróttahátíðarinnar. Stjórn deildar- innar færir Úlfari Þórðarsyni beztu þakkir fyrir velviljann og skilning á framgangi badmintoníþróttarinnar. Þátttaka Valsmanna í opnum mót- um var mun minni nú en síðastliðið ár, og mun helzta ástæðan fyrir því vera sú ákvörðun síðasta þings B. S. í. að fella niður 1. flokk og láta alla keppa í einum flokki. Frá fyrsta leik Vals í íslandsmótinu í handknattleik 1970. Hermann Gunnarsson fer léttilega „inn úr horni“ hjá Fram og skorar.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.