Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 16
14 VALSBLAÐIÐ hún um nauðsyn þess að farið væri meira í Skíðaskála félagsins og gat reynzlu sinnar í því efni. Ungur efnilegur maður úr þriðja flokki, Birgir Þórarinsson, ræddi um skyldur félaganna sjálfra við deild- ina og stjórnendur hennar, þeir yrðu að styðja stjórnina í störfum meira en verið hefði, það gæfi meiri árang- ur í leik. Hvatti hann til ferða í Skíðaskálann og að í framtíðinni yrði meira gert af þeim en verið hefur. Hann sagði ennfremur að unga fólkið, sem starfaði að þessum málum í Val, gæti komið sjálft með skemmtiatriði á fundi sem efnt yrði til og þyrfti að gera meira að. Það mætti efna til „plötukvölda“ í félagsheimilinu við og við á vetrum. Kristján Þorvaldsson ræddi um möguleika á því að félagar í yngri flokkunum gætu selt getraunamiða og á þann hátt aðstoðað við að afla fjár til starfsemi handknattleiksins í Val. Ungur maður, Jóhann Ingi Gunn- arsson, ræddi um aðstoð leikmanna sjálfra við þjálfarann í sambandi við æfingagjöldin og innheimtu þeirra miða. Vildi hann að tveir og tveir önnuðust þetta á vissum tímabilum og svo væri skipt um og aðrir tækju þá við. Kaup á slíkum miðum ætti að vera svo sjálfsögð, að engin vinna ætti að vera í því að innheimta þá og afhenda þá svo þjálfaranum í lok æfinganna. Honum fannst ófært, að þjálfarinn væri að elta þetta um all- an salinn. Hann áleit, að strákarnir í flokknum ættu að fylgjast betur með því sjálfir hvernig gengi störf og fjáraflanir. Þá tóku til máls þær Bergljót Da- víðsdóttir og Björg Guðmundsdóttir og ræddu þær vandamál Meistara- flokks kvenna o. fl. og sagðist vel. Á fundinum ríkti mikill áhugi og góður andi, enda var hann allfjöl- mennur og var unga kynslóðin þar nokkuð í meirihluta og má segja, að andi æskunnar hafi svifið þar yfir vötnunum á mjög jákvæðan hátt. St j órnarkosning: Formaður var kjörinn: Guðmundur Frímannsson og meðstjórnendur voru kosnir: Geirarður Geirarðsson, Þórð- ur Sigurðsson, Birgir Harðarson og Hákon Guðmundsson. í varastjórn voru kosnir: Stefán Bergsson, Stefán Gunnarsson og Guð- björg Egilsdóttir. Fundarstjóri var: Garðar Jóhanns- son og fundarritari Hákon Guðmunds- son. Áhorfendamet í knattspyrnu er talið að vera 200,000. Var það á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro, þegar Uruguay vann Brasilíu 2:1 í úrslitaleik í H. M. 1950. Ur skýrslu badmintondeildar Orn Ingólfsson hosinn formuðnr. Badmintondeild Vals hélt aðalfund sinn 18. nóv. s.l. og flutti Örn Ing- ólfsson skýrslu stjórnar. Reikningar voru einnig lagðir fram og hefur fjárhagur deildarinnar stórbatnað frá fyrra ári. Fara hér á eftir orðréttir kaflar úr skýrslunni: Stjórn sú, sem nú lætur af störf- um, var kjörin á síðasta aðalfundi deildarinnar og skipti þannig með sér verkum. Sigurður Tryggvason, formaður. Örn Ingólfsson, varaformaður. Ormar Skeggjason, ritari. Hilmar Pietsch, gjaldkeri. Þorvaldur Jónasson, meðstj. Varamenn voru kosnir Jón Gísla- son og Jafet Ólafsson. Um áramótin flutti form. Sigurður Tryggvason af landi brott. Starfsemi stjórnarinnar bar þess vegna keim af þessum losaraskap hluta þessa starfsárs, sem meðal annars kemur fram í því að leiga á völlum full- nýttist ekki. Þó ber þess að gæta, að tímar deildarinnar eru ekki allir á sem hentugustum tíma dagsins. Fulltrúi í stjórn Badmintonsam- bands íslands var kjörinn Örn Ing- ólfsson. Þjálfari yngri flokka deildarinnar var Rafn Viggósson, og þakkar stjórnin honum sérstaklega fyrir störf hans. Hið árlega innanfélagsmót deildar- innar vár haldið í marz í íþróttahús- inu og tóku þátt í því 44 í fjórum aldursflokkum. Sigurvegarar í ein- stökum flokkum urðu sem hér segir. Sveinaflokkur: Jóhann Möller Þorsteinn Sigurðsson Drengjaf lokkur: Hrólfur Jónsson Einar Kjartansson Unglingaf lokkur: Stefán Sigurðsson Sigurður Haraldsson Karlaflokkur: Ormar Skeggjason Örn Ingólfsson Hinn góðkunni Valsmaður Úlfar Þórðarson gaf til verðlauna tvo badmintonspaða, sem sigurvegarar í sveinaflokki skyldu hljóta. Eins og að framan greinir unnu þann flokk þeir Jóhann Möller og Þorsteinn Sig- urðsson, og voru þeim afhentir spað- arnir við setningu badmintonmóts íþróttahátíðarinnar. Stjórn deildar- innar færir Úlfari Þórðarsyni beztu þakkir fyrir velviljann og skilning á framgangi badmintoníþróttarinnar. Þátttaka Valsmanna í opnum mót- um var mun minni nú en síðastliðið ár, og mun helzta ástæðan fyrir því vera sú ákvörðun síðasta þings B. S. í. að fella niður 1. flokk og láta alla keppa í einum flokki. Frá fyrsta leik Vals í íslandsmótinu í handknattleik 1970. Hermann Gunnarsson fer léttilega „inn úr horni“ hjá Fram og skorar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.