Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 23

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 23
VALSBLAÐIÐ 21 Fríniann Hfílgason: Filippus Guðmundsson sjötíu og iimm ára Á síðasta ári átti Filippus Guð- mundsson sjötíu og fimm ára afmæli, en hann var einn af stofnendum Vals og sá af þeim sem gaf félagi okkar nafn. Þó hann hafi hætt nokkuð fljót- lega að stunda knattspyrnu og að taka þátt í félagsmálum Vals hefur hann þó alltaf fylgzt með félaginu, og glaðzt og hryggzt með því, þegar vel eða illa hefur gengið. í þá daga mun ekki hafa þótt mikið vit í því, að leika sér öll kvöld, þegar menn höfðu stofnað heimili, og einmitt árið sem hann kvæntist, sagði hann skilið við knattspyrnuna sem þátttakandi. Ungur tók hann að nema múraraiðn hjá föður sínum, og ekki hafði hann lengi unnið að múrverki, þegar hann stofnar ásamt nokkrum öðrum Múr- arafélag Reykjavíkur. Filippus hefur staðið fyrir múrverki á mörgum stór- hýsum borgarinnar, eins og t. d.: Landsspítalinn, Elliheimilið Grund, Landssímahúsið, Arnarhvoll, Lands- smiðjan, og auk þess byggt fjölda íbúðarhúsa, og annarra húsa. Það má því segja að hann hafi sett svip á borgina okkar, með handaverkum sín- um, á sinni löngu starfsævi. Og hann gerði meira en að múra steinhús, hann vann stundum að því að kljúfa grástein í Öskjuhlíðinni á vetrum og byggði svo hús úr því á sumrum. Hann var og einn þeirra sem byggðu, hjuggu til stórgrýti í hafnar- garða borgarinnar á sínum tíma, og var það ekki neitt liðléttingaverk. Þegar Filippus var spurður að því hvort þetta hefði ekki verið erfitt, svaraði hann: Maður fann ekkert fyr- ir því, og svo hvíldi maður sig á því að fara í knattspyrnu á kvöldin! Fyrir mig var það svo mikil til- breyting að skipta svona allt í einu, að það verkaði eins og hvíld. Við byrj- uðum að vinna kl. 6 á morgnana og hættum yfirleitt ekki fyrr en um sex- leytið á kvöldin. Þá var haldið heim og borðað og siðan farið á æfingu“. Filippus var fæddur í Árbæjarhjá- leigu í Holtum 13. marz 1894 og kom til Reykjavíkur aldamótaárið. Hann hefur alla tíð verið stálsleginn til heilsunnar, hress, kátur og léttur í lund. Þreklegur maður og afkastamik- ill, og nú nýtur hann ellinnar í fjöl- mennum niðjahópi, og unir glaður við sitt. í tilefni af þessum tímamótum í lífi Filippusar, þótti okkur í blað- stjórninni sjálfsagt, þótt seint sé, að fá hann til að segja örlítið frá af- skiptum sínum af íþróttum og Val, og gefum honum hér með orðið: Þegar ég var ungur drengur var ekki mikið um íþróttir. Þó var nokkuð almennt að farið var í „kýlubolta“ eins og það var kallað, en hvað mig snertir þá fór ég fljótlega í Væringjasveitina sem hér var stofnuð og þar voru mörg verkefni fyrir drengi á minum aldri. Þar voru skotæfingar, leikfimi, og fleiri íþróttir og stjórnaði Axel Tuliníus þessu, og þótti mér mikið til þessara æfinga koma. Axel var mikill afbragðsmaður, sannur leiðtogi fyrir unglinga. Við vorum þarna með stóra riffla og þótti gaman. Ég var orðinn þó nokkuð viss í að hitta. Ég fékk mér líka góða loftbyssu og notaði hana til æfinga, en svo kom það fyrir að eitt sinn geigaði skotið hjá mér og haglið lennti inn um gluggann hjá landlækn- inum. Kom þá í blöðunum, að honum hefði verið sýnt banatilræði, skotið hefði verið inn um gluggann hjá hon- um! Eftir það skaut ég aldrei af loft- byssu. Þetta Væringjalíf okkar var ákaf- lega skemmtilegt, við nutum þess að ganga um bæinn fylktu liði, en þannig var það alltaf, þegar við fórum á æf- ingasvæðin, eða vorum á gönguæf- ingum. Við gengum alltaf undir fána og ég naut þess heiðurs að vera fána- beri sveitarinnar. Mér er alltaf minn- isstætt þegar við gengum að vetrar- lagi suður í Hafnarfjörð og lentum þar í blindbyl. Við vorum í okkar sér- staka búningi, sem ekki gat kallazt neinn skjólbúningur: Stuttar brækur, þunnur bolur og flaksandi skikkja. Við fengum húsaskjól stutta stund í Kópavogi, en svo var haldið áfram og göngunni lokið eins og til stóð. Ekkert varð okkur meint af þessu ferðalagi, enda átti þetta að vera til að herða okkur upp, og það var það sannarlega. Fyrstu kynni mín af KFUM voru 1902, að mér var komið til séra Frið- riks Friðrikssonar, sem átti að kenna mér. En ég kunni ekki að meta þetta, var latur að læra og skrópaði þegar ég gat. Ekki batnaði þegar hann bauð mér að kenna mér undir skóla, ef ég væri duglegur. Mér fannst þetta ó- mögulegt, að hraustur strákur sem gat unnið og aflað sér aura, sæti inni öllum stundum og blaðaði í bókum. Ég kom ekki eftir það til náms hjá Frið- riki! Síðar fór ég og nam hjá systur hans um nokkurt skeið, og var það í rauninni allur minn skólalærdómur. Síðar sá ég auðvitað eftir þessari fá- vizku minni og hef gert það æ síðan. Tengslin við séra Friðrik og KFUM Filippus Guðmundsson, nafngjafi Vals. héldu áfram, þrátt fyrir þessa náms- tregðu mína, og þótti mér ákaflega gaman að vera þar og starfa. Friðrik var okkar trausti og góði leiðtogi og fór vel á með okkur. Þó minnist ég eins atviks þar sem okkur greindi svo- lítið á. Þetta var á þeim tíma þegar við vorum að ryðja völl fyrsta sum- arið. Ilann hefur sjálfsagt verið ákaf- ur i það að völlurinn yrði sem fyrst tilbúinn, og segir eitt sinn við okkur að nú verði engar æfingar fyrr en völlurinn sé ruddur. Mér leizt ekki á þetta og segi nokkuð ákveðinn: Eng- ar æfingar. Það er ekki hægt að drepa Val með þessu, en Týr og Hvat- ur lognast útaf með þessu. Hann átt- aði sig strax á þessu, að drengjunum var leikurinn nauðsyn, og að hann varð að vera með. Áhugi minn fyrir knattspyrnunni kom fyrir alvöru, þegar Guðbjörn Guðmundsson kom með boltann, sem hann fann niðri í ísafoldarprent- smiðju. Að vísu höfðum við strák- arnir sparkað áður, ýmsu sem við köll- uðum bolta, þarna í KFUM-poi’tinu, en það komst ekki í hálfkvisti við bolt- ann hans Bjössa. En hann skapaði líka aukin vandamál hjá okkur, sem hinir gerðu ekki. Nú fóru að hrökkva í sundur rúður í KFUM-húsinu, ná- kvæmnin var ekki á marga fiska, og þá var rokið til að skjóta saman í rúðu, og kom það oftast í minn hlut að setja hana í sem húsagerðarmanns. Einu sinni vildi svo illa til að boltinn fór í eldhúsgluggann og var setið þar að snæðingi. Fóru glerbrotin yfir matarborðið og eyðilagðist maturinn! Ég hafði mjög gaman af knatt- spyrnunni, strax í portinu hjá KFUM, og ekki síður þegar við komum út á Melana á svæðið sem við löguðum þar til, og varð að stórum velli, og meðan ég var í þessu má segja að ég hafi lifað fyrir þetta.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.