Valsblaðið - 24.12.1970, Page 32

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 32
30 VALSBLAÐIÐ Einnr ttjiirnsson: Páll Guðnason, fimmtugur Páll Guðnason. ÞAÐ leikur ekki á tveim tungum, að Valur hefur á löngum starfs- ferli, tæp 60 ár, átt mörgum vöskum drengjum og dugmiklum fé- lögum á að skipa. Hefur þar einu gilt, hvar í fylking þeir stóðu, hvort heldur í stöðu stafnbúans, miðskips- manna eða skutverja. Öllum var þeim Valur jafnkær og allir hafa þeir sameiginlega og í samtaka starfi þokað félaginu jafnt og þétt fram á leið, og mun svo enn verða. Einn þeirra, sem hér á hlut að, er Páll Guðnason bankafulltrúi, sem á þessu ári fyllti fimmta áratuginn. Páll Guðnason er fæddur í Reykja- vík 22. júní 1920. Á þeim tíma árs, sem dagur er lengstur á lofti og nóttlaus voraldarveröld ríkir. Birta og heiðríkja sólstöðunnar hefur líka endurspeglazt í leik og störfum Páls fyrir Val, frá því hann sem 10 ára drengur gerðist þar félagi árið 1930. Páll var áhugasamur ungur dreng- ur, sem af dugnaði og elju lagði sig fram við æfingar og tók mikinn þátt í keppni fyrir félagið í yngri flokkunum og náði góð- um árangri. Síðar, er hann eltist gerðist hann þjálfari og reynd- ist þar dugmkill og árvakur leiðtogi hinna yngri félaga. Að þessu starfi, sem bæði var ábyrgðarmikið og eril- samt, vann hann um árabil og naut þar mikillar hylli þeirra, er nutu og vaxandi athygli hinna eldri, sem sáu í honum þann stafnbúa, sem koma skyldi. Um árabil var Páll fulltrúi Vals í KRR og formaður þess um skeið. 1 KRR var Páll Guðnason góð- ur fulltrúi félagsins og með honum og öðrum ráðsmeðlimum var örugg samvinna. 1 stjórn Vals átti Páll og sæti um mörg ár, fyrst sem unglinga- leiðtogi og síðar sem formaður, um fimm ára skeið samfleytt. Öll störf Páls fyrir Val einkennd- ust af samvizkusemi, hvort heldur var að leiðbeina ungum drengjum fyrstu skref þeirra á vellinum, hafa forystu á hendi um unglingastarfið, stýra málefnum félagsins í heild eða hafa forystu um sameiginleg mál- efni knattspyrnunnar í Reykjavík, innan KRR. Trúr í störfum, sanngjarn í sam- vinnu, trygglyndur félagi og vinur, bjartsýnn og reifur hversu sem stríð- ið þá og þá var blandið, þannig er Páll Guðnason. Megi birta og heiðríkja Jónsmessu- næturinnar endast Páli sem lengst og megi Valur enn um fjölda ára njóta starfskrafta hans, fórnfýsi og trúmennsku. Páll á nú sæti í stjórn Fulltrúaráðs Vals. Páll er kvæntur Paulu Andreu Jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Séra Friðrik segir frá: .... Ég kom út að vagninum einum fimm mínútum áður en hann átti að fara. Enginn vagnstjóri var þar kominn og vagninn var auður. Ég ætlaði mér að standa á afturpalli vagnsins, því ég var að reykja stóran vindil, sem presturinn hafði gefið mér. Ég fór inn í vagninn og sá þar tvo pilta sitja fremst hvorn gegn öðrum. Ég sá, að þeir voru kenndir og fékk allt í einu löngun til að tala við þá. Ég kastaði vindlinum og gekk inn og settist við hliðina á hinum eldri, sem leit út fyrir að vera liðlega tvítugur. Hinn pilturinn var miklu yngri, en hann sat í horninu og svaf. Ég var ekki viss um hve vel sá stærri tæki í það, ef ég um leikjunum. í fyrri leiknum jafnar Valur á síðustu stundu, en í síðari leiknum er Valur kominn með eitt mark yfir, en á síðustu mínútun- um er dæmd vítaspyrna á Val, og Sigurður Dagsson ver, og á því urð- um við íslandsmeistarar. Svona glöggt var þetta, og ég held, að ég þyrði ekki að hætta heilsu minni í svipaða spennu öðru sinni. Ég vil svo að lokum segja það, að ég hef átt margar ánægjustundir í mínu kæra félagi, og að ég ber það fyrir brjóstinu meira en margt annað. Og ég vildi óska, að ég væri yngri til að taka á mig störf fyrir félagið, og ég er reiðubúinn þrátt fyrir allt að hjálpa til og liðsinna, eftir því sem heilsan og kraftar leyfa. Valsmenn og við hér í blaðstjórn- inni þökkum Birni öll hans óeigin- gjörnu störf fyrir félagið um leið og honum er árnað heilla með afmælið. Friðrik Friðriksson. ávarpaði hann. Svo sagði ég eins og við sjálfan mig: „En sú rigning úti“. Regnið streymdi niður eins og hellt væri úr fötu. Hann svaraði því og játti þessari stað- reynd. Ég gerði þá athugasemd um bleyt- una á götunni, og svo var samtalið byrj- að. Ég færði mig upp á skaftið og fór að tala um þá, sem saurguðu sjálfa sig á unga aldri og hve sorglegt það væri að sjá unglinga út úr fulla eins og piltinn á móti okkur. „Já“, hann sagði að það væri hræðilegt. Ég sagði: „Já, en þessir vesalingar eru oft tældir út í þetta af eldri félögum, það er samvizkulaust“. „Já“, sagði hann, „Það er samvizkulaust“. Ég sagði: „Þekkir þú þennan dreng þarna?“ „Já, ég held nú það, við vinnum saman á „lager“ í Nörregade“. „Voruð þið að drekka saman?“ „Já“, svaraði hann. „Þá fellur þú undir dóminn um samvizkuleysið, sem við vorum sammála um áðan“, sagði ég. „Hvernig gat mér dottið í hug, að hann væri svona mikill „hænuhaus"? Ég er næstum algáður". „Já, ég sé það, en það var Ijótt af þér, að koma honum til að drekka“, sagði ég — Fólk var nú smátt og smátt að koma og setjast inn í vagninn. Pilturinn sagðist heita Georg Andersen og hinn héti Emil Jensen. — Nú kom ökumaðurinn. í þess- um svifum vaknaði Emil og fór að kasta upp. Fólk fór að mögla. Ég sagði Georg að hann yrði að fara með hann fram á opna pallinn, svo að hann gæti kastað upp niður á götuna. Ég hjálpaði honum til að drasla honum út. Þegar við vorum komn- ir út á pallinn, kom fargjaldsstjórinn hamslaus og tók óþyrmilega í handlegg- inn á Emil og vippaði honum niður á götuna. Hann datt þó ekki, en stóð eins og ringlaður. Það kom líka fát á Georg, og vagninn var að komast á hreyfingu. Ég sagði við Georg: „Þú mátt ekki skilja piltinn eftir svona, þú verður að fara út og hjálpa honum“. „Já, líklega“, sagði hann og svo stukkum við báðir út. „Ég

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.