Valsblaðið - 24.12.1970, Page 34
32
VALSBLAÐIÐ
félagi“. Þetta var það fyrsta, sem
Theodór Óskarsson, hinn gamalkunni
Valsmaður sagði, er ég tók að inna
hann álits á Val og Vals-deginum.
Eins og fyrri daginn var mjög erfitt
að hemja hann til að fá svolítið viðtal
við hann, enda varð ég að taka það
á hálfgerðum hlaupum. Þess ber þó
að geta, að Theodór var þarna með
flokk ungra leikmanna úr hinu ný-
stofnaða íþróttafélagi Fylki, en þar
er hann einn helzti forráðamaður.
„Mitt álit á Vals-deginum er það,
að hann sé einhver snjallasta hug-
mynd, er komið hefur verið í fram-
kvæmd hjá félaginu. Þarna gefst for-
eldrum, sem ekki eru virkir félagar,
tækifæri til að kynnast félaginu,
starfi þess og aðbúnaði öllum. Auk
þess er ég viss um að margir for-
eldrar, sem koma til að sjá börn sín
leika á Vals-daginn, fá meiri áhuga
á eftir á því, sem börn þeirra eru að
gera, en því miður vill verða mikill
misbrestur á að foreldrar sýni hugð-
arefnum barna sinna tilhlýðilega
virðingu og áhuga. Mér finnst of
mikið af því að foreldrar ætlist til
þess að félögin sjái um uppeldi barna
þeirra, séu einskonar „barnapíur“ í
stað þess að taka virkan þátt í áhuga
barnanna í íþróttum.
— Þú segist vera fæddur Valsmað-
ur Teddi?
Já, ég hef verið í Val frá því ég
man eftir mér og hef leikið í öllum
aldursflokkum fyrir félagið.
Nú ertu samt orðinn einn af for-
ráðamönnum annars félags?
Já, það má segja það. Við stofnuð-
um íþróttafélagið Fylki í Árbæjar-
hverfinu og ég hef verið að starfa
fyrir það félag og auk þess verið
þjálfari fyrir yngri flokkana.
— Þú minntist áðan á að foreldr-
ar gerðu félögin að „barnapíum“, tel-
ur þú ekki að starf og leikir barna í
íþróttafélögum hafi uppeldislegt
gildi?
„Það getur haft það og hefur það í
flestum tilfellum, en það fer að öllu
leyti eftir leiðtogunum. Það segir
sig sjálft hversu vandasamt starf
leiðtoganna er og ef til þeirra starfa
veljast óhæfir menn, þá getur verið
verr farið en heima setið.
Nú var svo komið, að flokkur Fylk-
is var byrjaður leik við jafnaldra
sína úr Val og þar með var ekki hægt
að tefja Theodór lengur svo ég kvaddi
þennan ágæta Vals-mann og sneri mér
að næsta verkefni. — Sdór.
„Iþróttir eru sameigin-
legt áhugamál ungra og
gamalla“
itivtt viiJ hjónin Þorhjörn
tiuiJinnndsson oij Siijuri'ós
Siqurðardóttur
Þau sátu á graskantinum vestan
við malarvöllinn og fylgdust með
leik í 3. flokki, hjónin Þorbjörn Guð-
mundsson og Sigurrós Sigurðardóttir
og það var auðséð að þau áttu son í
öðru hvoru liðinu og við nánari at-
hugun kom í ljós að hann var í Vals-
liðinu. Einhvernveginn virtist mér á-
hugi þeirra hjónanna svo mikill, að
ég byrjaði á að spyrja þau hvort þau
sæju marga leiki sem sonur þeirra
tæki þátt í?
„Við sjáum þá alla, sem nokkur
möguleiki er að koma við að sjá og
mér finnst, sagði frúin, að það ættu
allir foreldrar að gera, því fyrir utan
það að vera góð útivist, ber foreldr-
um að mínum dómi að sýna áhugamál-
um barna sinna áhuga.“
Hvernig lýzt ykkur á þessa hug-
mynd með Vals-daginn?
„Prýðisvel. Hann er tvímælalaust
snjöll hugmynd, sem stuðlar að því
að tengja foreldrana áhugamálum
barna sinna. Það er stundum talað um
bilið milli kynslóða, segir Þorbjörn,
en mér finnst við hafa fundið í íþrótt-
unum sameiginlegt áhugamál, sem
tengir hina ungu og eldri saman,
þannig að hjá okkur er þetta bil milli
kynslóða ekki fyrir hendi.“
— Hafið þið verið félagar í Val?
„Nei, ég var í ÍR segir Þorbjörn
og ég í KR segir Sigurrós, en ég þekki
Val frá fyrri tíð, segir Þorbjörn
og vildi því alveg eins að sonur okk-
ar færi í Val. Og ég er viss um segir
Sigurrós að vera hans í Val hefur
gert honum mikið gott. Hann hefur
verið mjög ánægður með þjálfarann
og leiðtogana nú, og það er að sjálf-
sögðu fyrir mestu að hann sé ánægð-
ur í félaginu. Ég vil endilega hvetja
foreldra til að koma oftar á völlinn,
þegar börn þeirra eru að leika, hafa
báðir aðilar gagnoggamanafþví.seg-
ir Sigurrós og hún segir þetta af sann-
færingarkrafti. Við lítum á íþróttir
sem uppeldislegt atriði fyrir börn og
okkur finnst, að foreldrar eigi að ýta
undir áhuga barna sinna til að iðka
íþróttir sem er, að okkar dómi, eitt-
hvað það hollasta sem börn og ung-
lingar eyða tómstundum sínum í.
Innilega sammála þessum ágætu
hjónum kveðjum við og tökum undir
orð þeirra um að allir foreldrar hvetji
börn sín til að iðka íþróttir og sýni
þeim áhuga sinn með því að koma og
horfa á þá leiki, er börn þeirra eru
þátttakendur í. — S.dór.
„Mikill tími fer í íþrótt-
irnar, en honum er vel
varið“
svfjja hjónin FríiJa llall-
dórsdóttir oq Guótnundur
Jónsson
„Við reynum að fara eins oft á þá
leiki, er sonur okkar tekur þátt í og
við mögulega getum“, sögðu hjónin
Fríða Halldórsdóttir og Guðmundur
Jónsson, er við tókum þau tali, þar sem
þau fylgdust með syni sínum Jóni
Guðmundssyni leika knattspyrnu í 3.
fl. á Vals-daginn. Hann byrjaði í 5. fl.
og hefur leikið stanzlaust síðan með
Val og við höfum mjög góða reynslu
af veru hans í Val. Það fer að sjálf-
sögðu mikill tími í þetta hjá honum,
Sigrurrós Sigrurðardóttir og I»orbjörn Guðmimdsson.