Valsblaðið - 24.12.1970, Side 50

Valsblaðið - 24.12.1970, Side 50
48 VALSBLAÐIÐ Hvaö er að, meistaraflokkur? Frímann Helgason leitar svara lijá meistaraflokks mönnum í knattspyrnu og þjálfara þeirra Margir munu þeir Valsmenn hafa verið, sem uggandi voru vegna frammistöðu meistaraflokks félagsins á liðnu sumri, eða allt þangað til lokið var fyrri umferð íslandsmótsins. Það atvik kom fyrir að Valur varð neðstur í Reykjavíkurmótinu, sem ekki hefur skeð í 40—50 ár eða lengur. Þetta hélt áfram alla byrjun íslandsmótsins, lið- ið tapaði leik eftir leik, og mátti sjá það ýmist í neðsta eða næstneðsta sæti töflunnar. Þetta var Valsmönnum ekki sársaukalaust, og fyrir leikmenn og þjálfara hafa þetta að sjálfsögðu ver- ið miklir þrautatímar. Vafalaust hafa margir reynt að gera sér grein fyrir af hverju þetta stafaði, og viljað fá sína skýringu á fyrirbærinu. Á það var bent að félag- ið hefði mjög góða aðstöðu til þess að þjálfa upp góða leikmenn, og enginn gat borið á móti því. En eitthvað var það sem að amaði, sem ekki átti skylt við þjálfunaraðstöðu. Vafalaust hefur hver og einn svarað fyrir sig, og þá ekki að efa að svörin hafa verið ærið misjöfn. Ritstjórn „Vals“ var meðal þeirra hópa, sem vildi fá svör við spurn- ingunni: „Hvað var að“ og lagði þessa spurningu fyrir 15 leikmenn, sem léku flesta leiki með meistara- flokki í sumar, og svöruðu þeir henni hver og einn, í góðu tómi, eftir líflega æfingu, síðast í september. Það skemmtilega við svör þessi er það, að yfirleitt koma þeir ekki fram með neinar ásakanir á neina sérstaka aðila, nema þá óbeint á sjálfa sig. Þeir voru líka sammála um það, að þjálf- arinn ætti þar enga sök, síður en svo, en það er oft sem mönnum þykir þægi- legt að kenna honum um ef illa geng- ur. Hvað er það þá? Þessu leitast þeir við að svara, og leysa þar með gátuna um það „hvað var að“: Alexander Jóhannesson: Ég held, að aðalástæðan til þess hve illa gekk til að byrja með, hafi verið sú, að margir ungir menn voru reynd- ir í liðinu, en það þarf tíma til þess, að fá þá til að samlagast þeim eldri sem fyrir eru. Það er því ósköp eðlilegt að erfiðlega gangi til að byrja með, með- an verið er að yngja liðið upp. Þegar liðsmenn fóru að ná saman fór allt að ganga betur, og ég tel að það megi bú- ast við að þetta lið nái góðum ár- angri á komandi árum. Ég álít að þetta sé ekki neinum sérstökum að kenna, þetta gerist alltaf þegar miklar breytingar verða í kappliðum. Að mínu áliti var vel æft allan tímann. Ásgeir Arnbjörnsson: Liðið náði ekki saman fyrr en á miðju sumri. Það var þungi í leik- mönnum vegna þess hve illa gekk í byrjun. Ég kom það seint í liðið að ég á erfitt með að gera mér fulla grein fyrir því sem gerðist áður en ég var settur í liðið. Bergsveinn Alfonsson: Það var dálítið skrýtið hvað kom yfir liðið í byrjun keppnistímabilsins, það var eins og það væri einhver drungi yfir því, það vantaði allan á- huga úti á vellinum. Það var ekki nógu mikil elja lögð í það sem verið var að gera, ekki nógu mikill kraftur til þess að láta eitthvað skemmtilegt ske. Mér Þó hef ég verið í saumaklúbb, eins og allar aðrar konur, hef verið í honum síðan ég fluttist til Reykjavíkur. Svo hef ég verið í kvenfélagi, sem kennt er við Vestmannaeyjar og heitir „Heima- ey“. Lítið félag og skemmtilegur hóp- ur, og þar eru mörg verkefni, eins og allsstaðar. Finnst þér að konur íþróttamanna eigi að setja sig inn í þeirra mál, og vera þeim þá til aðstoðar ef mögulegt er ? — Endilega. Ég held að það sé betra fyrir þá sjálfa, ef þær hafa meiri skilning á hlutunum, og áhugamálum þeirra. Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að á þessu sé gagnkvæmur skilningur, og svo er gott að geta talað um hugð- arefni sín við konuna sína, það er a. m. k. mín reynsla. Hvað vilt þú svo segja að lokum, Ingibjörg? Ég vildi svo enda þetta samtal með örfáum orðum, sem Einar Björnsson beindi til mín á hátíðlegri stund hér á heimili okkar. Hann sagði við mig: „Það eru svo ótal margir verri staðir til hér í Reykjavík, sem eiginmaður- inn gæti verið á, en á Hlíðarenda.“ Þetta hefur setið í huga mínum síðan. Ég held, að það væri gott fyrir marg- ar konur að hugleiða þessi orð Einars, og þá sérstaklega þær sem eiga erfitt með að sætta sig við allan þann tíma sem eiginmaðurinn eyðir í félagsstörf, æfingar og leiki, sagði þessi geðþekka kona að lokum. fannst þó að stig og mörk gæfu ekki rétta mynd af gangi leikjanna. Ég held líka að menn hafi ekki áttað sig á þeim öru breytingum, sem verið var að gera á liðinu. Menn fundu sig ekki í nýju stöðunni og svo var breytt aft- ur. Allur fyrri hlutinn af keppnis- tímabilinu var leit að liðinu, og svo kom að því að við fórum að skora mörk og liðið fór að mótast. Einstak- lingarnir tóku að vaxa og þroskast og fá hið nauðsynlega sjálfstraust, og svo er það gamla sagan að þegar vel geng- ur eykst áhuginn. Birgir Georgsson: í fyrstu hélt maður að þetta væri þjálfarans sök, og voru þessi mál rædd á fundum, og komu fram til- lögur um ýmsar breytingar. Það sem aðallega var að, var sú staðreynd að menn náðu ekki saman, þegar út í leikinn kom. Það virtist vanta þann neista úti á vellinum, sem þurfti til að sigra, það vantaði baráttuviljann, og inní þetta blandaðist svo óheppni eins og í leik Vals við KR og Vest- mannaeyinga. Mikill aldursmunur var á leikmönn- um, og áttum við erfitt með að skilja hver annan, en svo kom þetta, er leið á sumarið, og nú er ég mjög bjart- sýnn með framtíðina, og það kæmi mér ekki á óvart þótt Valur blandaði sér í baráttuna um efstu sætin í deild- inni á næstu 2—3 komandi árumf ásamt Akranesi. Halldór Einarsson: Ég álít að aðalástæðan til þess hve- illa gekk til að byrja með hafi verið sú, hve margir leikmenn voru notað- ir eða yfir 20 alls. Ekkert lið mótast með stöðugum mannabreytingum, en það var ef til vill ill nauðsyn. Það náðist aldrei verulega jákvæður leikur útúr þessum liðum, sem verið var að setja saman fyrr en langt var liðið á sumarið. Ég álít að ekki hafi verið illa æft í vor og sumar, og að hugur hafi verið í mönnum. Það er yfir okkur svolítil óheppni, leikir tapast með einu marki, og við erum óheppnir með skot. Það má líka kalla mikið áfall fyrir liðið að fjórir af beztu leikmönnum okkar frá því í fyrra, og það þeir sem skoruðu mörkin yfirleitt, falla út, eru ekki með lengur, og nýir menn að koma inn ungir og ómótaðir. Ég álít að félagsleg samheldni með- al leikmanna hafi verið í góðu lagi í sumar. Úr því sem komið er, get ég ekki annað sagt en að ég sé mjög bjart- sýnn með þetta lið. Halldór Sigurðsson: Höfuðástæðan fyrir því hve illa gekk til að byrja með, var sú hve-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.