Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 54

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 54
52 VALSBLAÐIÐ Frímann Hvlyason: Þrekþjálfun — Grunnþjálfun en því er ekki að neita, að það er langt frá því að þau séu það. Það er varla að þau séu auglýst hvað þá meir og enginn kemur til að horfa á 1. flokks leik varla forráðamenn- irnir sjálfir, svo ef til vill er ekki hægt að ætlast til, að leikmennirnir séu neitt betri. Ef þetta hinsvegar breytist í þá átt að allir tækju þessi mót alvarlega, þá myndu leikmenn- irnir einnig gera það og þá yrði 1. flokkur ef til vill með sterkt lið, og yrði þá um leið B-lið felaganna eins og vera ber. Ragnar Ragnarsson: Bæði er alltof lítið gert fyrir 1. fl. og eins er breiddin ekki nógu mikil til að 1. flokkur geti átt sterkt lið. Það er nú að mínu viti alröng stefna að kalla á „gamla karla“ til að leika í 1. fl., menn, sem æfa ekki neitt nema ef til vill, þegar gott veður er á sumrin, þá koma þeir og leika sér. Það verður að gera 1. flokk þannig, að menn noti hann til að vinna sig upp í m.fl. Til þess að svo megi verða þarf að taka út 18—20 manna hóp fyrir m.fl. og hafa sér- stakan þjálfara fyrir hann og síðan annan fyrir 1. flokk. Það er of mikið fyrir einn mann að vera með báða flokkana. Síðan þarf að gera 1. flokksmótin að alvöru mótum, sem einhver veit um og þá má öruggt telja, að menn hætti ekki ef þeir komast ekki strax í meistaraflokk, er þeir ganga upp úr 2. flokki, eins og nú er. Þá myndu menn nota 1. flokk fyrir stökkbretti upp í mfl. eins og vera ber. Eins er ég sannfærður um að margir 2. fl. menn, sem hætta af fyrr greindum sökum, gera það vegna þess að 1. flokkur er ekki al- vöruflokkur og mönnum finnst næstum fyrir neðan sína virðingu að leika í honum, öðru vísi er varla hægt að skilja áhugaleysi þeirra á 1. flokki. Ég nefndi áðan „gamla karla“, sem væru valdir í 1. flokk. Það er auð- skilið, að menn vilji halda áfram að leika sér eftir að þeir eru hættir æfingum og keppni í alvöru, en fyrir þá á að stofna „old boys“ flokk, en ekki að nota þá í 1. fl. því meðan það er gert, taka menn flokkinn varla alvarlega. VALSFÉLAGAR! Sif þiA minnixf láiinnn æ(lin|!ja, vina i‘<Va félngn, þá muniiV eflir Minningargjóði Krintjánn IIelfiannnur. MiiiiiinffarNpJöliI sjáiVsius fást í RákaJbúiV Rrngn. 1 þeim félögum, sem byggja tilveru sína á keppni, ef svo mætti segja, eru gerðar kröfur til vissrar þjálfunar. I fyrsta lagi vegna þess, að það er hættu- legt fyrir óþjálfaðan mann að taka þátt í keppni, í öðru lagi munu allir sammála um það, að vel þjálfað lið hefur meiri sig- urmöguleika í keppninni. Ekki er að efa að í öllum félögum bærist sá ótti, að þjálfuninni sé ábótavant og að betur þurfi að gera, ef árangur á að nást. Forráðamenn félaganna eru oft ugg- andi um sinn hag vegna þess, að þeir hafa það á undirvitundinni að ekki sé nógu samvizkulega að því staðið. Þeir hafa veitt ath.ygli manninum, sem ekki kemur reglulega á æfingar. Þeir sjá og vita, að hann verður veikur hlekkur í liðinu, og þeir vita að engin keðja er sterkari en hennar veikasti hlekkur. Þeir hafa veitt athygli manninum, sem að vísu kemur á æfingar en tekur aldrei á, reynir aldrei verulega á sig. Hann heldur, að það sé nóg, að hann hafi gert skyldu sína. Það geta verið nokkrir í sama liði sem þjálfa á þennan hátt. Þegar svo kemur út í erfitt keppnistímabil, get- ur farið svo að þeir missi snerpuna, sem þeir kalla, og jafnvel áhugann, segja að þeir séu komnir í ofþjálfun. Þeir vita ekki eða gera sér ekki grein fyrir því, að þeir komust aldrei í þjálfun og eru nú að líða fyrir það að hafa aldrei tekið á á æfingum. Forráðamenn félaganna hafa veitt því eftirtekt, að lið þeirra gefur oftast eftir í síðari hálfleik, þeir vita af hverju það er, en það er eins og flestir leik- mannanna geri sér ekki grein fyrir ástæðunni. Ástæðan er einfaldlega sú, að liðið í heild er ekki í nógu góðri þjálf- un. Um þetta ræða forustume.nnirnir sín í milli, en þeir eiga allt undir vilja, skilningi og áhuga leikmannanna. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur á undanförnum árum reynt að kafa nokkuð dýpra í þessi mál en venja er, og má benda á þrekmælingar þær, sem framkvæmdar voru á keppnistíma- bilinu 1968—69, í sambandi við grunn- þjálfun og í framhaldi af henni þrek- þjálfun. Við þrekmælingar kom fram at- hyglisverður árangur. Á s.l. sumri lögðu handknattleiksmenn Vals stund á lyftingar, með það fyrir augum að styrkja líkama sinn og efla, og þá fyrst og fremst þá vöðva og vöðvasamstæður, sem veikastar voru. Sú heppni var yfir þeim að Páll Ei- ríksson æfir og starfar með þeim nú, og veitti þeim tilsögn í þessu. Þegar Páll var við læknanám í Banda- ríkjunum, en það var hann um nokkurra ára skeið, lagði hann stund á lyftingar og lærði þá íþróttagrein. Páll Eiríksson er enginn viðvaningur í íþróttum, hefur leikið um margra ára skeið með hand- knattleiksliði F. H. Keppt í landsliði Islands í handknattleik og í frjálsum íþróttum. Sem læknir þekkir hann lík- ama mannsins, og veit hvaða áhrif þjálf- un hefur á einstaklinginn. Kivtt viö Pál Eiríhsson, Imhni í tilefni af þessu báðum við Pál að segja okkur svolítið um lyftingar sem þátt í þrekþjálfun íþróttamanna, og fór- ust h.onum orð á þessa leið: Árið eftir stúdentspróf stundaði ég lyftingar og komst þá í kynni við hvaða þýðingu það hafði. Frjálsíþróttamenn höfðu þá um langt skeið notað lyftingar sem þátt í þrekþjálfun sinni, til að byggja upp þrek og kraft. Þegar ég byrjaði svo nám mitt í Bandaríkjunum, var sá háttur hafður á, að námsmenn urðu að taka einhverja íþróttagrein til að æfa með náminu, og urðum við að æfa þrisvar í viku. Ég valdi lyftingar, og naut kennslu í þeim og þjálfunar um leið. Eftir því sem ég kynntist þessu betur, sá ég hvaða þýð- ingu eða gildi það hafði fyrir þjálfun líkamans. Það má líka geta þess, að frjálsíþróttakonur æfa mjög lyftingar með góðum árangri, og ég vil bæta því við, að þær verða ekkert ólögulegri í vexti fyrir það, eins og sumir vilja halda fram, Áður en æfingarnar byrjuðu var get- an mæld, og byrjað á stökkum, og þó að slíkar mælingar segi ekki allt, þá kom það fljótt fram, að lyftingarnar gáfu vísbendingu um, að mikið gagn var að þessum æfingum. Síðan stundaði ég lyftingar á skólaárum mínum vestra og hef leitast við að afla mér fræðslu og þekkingar á þessari íþróttagrein. í þessu sambandi má ef til vill minnast á það, að ég er félagi í samtökum, sem þeir einir hafa aðgang að, sem liafa leikið í landsliði, eða alþjóðlegri keppni og forustumenn félaga, sem hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta atvikað- ist þannig, að ég var staddur í Bret- landi fyrir alllöngu síðan og kynntist þá enskum manni, sem hét Schaild og er heiðursborgari Leyton-borgar. Hann var forseti þessara samtaka, sem eru al- þjóðleg. Hann bauð mér að ganga í þessi alþjóðlegu samtök, þar sem ég hafði keppt fyrir ísland bæði í handknattleik og frjálsum íþróttum. Ég hef farið á eina tvo eða þrjá fundi í samtökunum, og í eitt skiptið voru t. d. fluttir þar mjög fræðilegir fyrirlestrar, og var einn þeirra um lyftingai', og hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.