Valsblaðið - 24.12.1970, Page 57

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 57
VALSBLAÐIÐ 55 Ágfúst Ögrnundsson veit livað hann ætlar að g:era. Hvað getur markmaður gert? — Ekkert. Mér finnst persónulega að ég hafi orðið allur stæltari, sérstaklega í fótum og í öxlum, enda farið sérstaklega í að styrkja þessa vöðva, og- komin allt önn- ur bygging á þetta. Mér finnst alveg sjálfsagt að deildir Vals, og þá sérstaklega handknattleiks- deildin og knattspyrnudeildin noti þetta ■og þá sérstaklega knattspyi'nudeildin á veturna með þrem æfingum á viku og svo fyrir okkur á sumrin, og svo þurf- um við að taka eina æfingu helzt á keppnistímabilinu í hverri viku til að halda þessu við. Ólafur Jónsson: Því er ekki að neita, að maður verð- ur sterkari og betur undir átökin búinn eftir að hafa verið í þessum lyfting- um. Svo er annað mál hvort það má vera eins stíft og við tókum það í sumar, því við æfðum lyftingarnar í tvo mánuði án þess að hreyfa bolta. Ég held að við höfum líka lært að með lyftingum þurf- um við að æfa boltameðferðina líka. Lyftingar geta vissulega haft ágæt áhrif á vissa vöðva. Persónulega finnst mér að ég hafi náð vöðvastyrk í vissa vöðva sem ég hafði ekki áður, t. d. í hand- leggjunum, sem gerir mér mögulegt að skjóta úr stöðu, þar sem ekki er mögu- legt að nota allan bolinn í kastið. Ég álít, að við höfum haft mjög gott af þessum lyftingum. Síðan Reykjavík- ui'mótið byrjaði höfum við ekki haft neinar æfingar í lyftingum, en ég hef þá skoðun, að okkur sé alveg óhætt að taka eina slíka æfingu í viku, en svo er það að ég tel að við verðum að hafa möguleika til að hvíla okkur svolítið, þar sem líka er um einn kappleik að ræða á viku. Varðandi íslandsmótið úti í sumar, vil ég segja að við vorum betur undir það búnir að taka á móti mót- herjunum í sumar, en við annars höfum verið. Við lögðum niður æfingar í lyft- ingum eftir mótið, og það kemur fram að við höfum ekki sýnt eins sterka vörn í því móti sem við gerðum í útimótinu. Þetta ætlum við að reyna að laga núna. Ég álít að við eigum að halda þessu áfram, og þó að það sé annað mál, þá finnst mér að knattspyrnumennirnir í Val ættu að taka þetta upp. Það þarf að fella þetta sem haganlegast saman, að enginn verði þreyttur á þessu og allt vei'ði notað til þess, að hinn létti leikur, sem maður á í raun og' veru að sýna, fái að njóta sín. Bergur Guðnason: Mér fannst þetta bera mjög góðan árangur, þó að við værum ekki með þetta nema stuttan tíma. Við gerðum allt til að skipuleggja þetta sem bezt. Þetta var nú heldur óþægilegur tími um mitt sumarið, sem þýddi það, að menn gátu ekki mætt nógu vel, og þó má segja, að það hafi verið ótrúlega gott. Ég held, að lyftingar þurfi að stunda með varúð, því margir eru þannig byggð- ir, að lyftingar geti verið hættulegar. Fyrir hinn venjulega mann, sem ég tel okkur flesta vera, þá tel ég það ákaf- lega mikið atriði og þá sérstaklega hvað snertir hina sálrænu hlið, því hún eflist svo, að menn halda, að þeir séu tvíefldir, þó svo hinn líkamlegi árangur sé ekki svo ýkjamikill. Oryggi og sjálfstraust er þýðingarmikið, þegar tveir takast á. Ég tel því tvímælalaust að þessar lyft- ingar hafi skapað þennan sigur, sem við unnum í sumar, og þá fyrst og fremst á sálfræðinni. Hitt dreg ég ekki í efa, að líkamlegur styrkur margra jókst, og maður sá stórstígar framfarir hjá ýmsum mönnum, og þá ef til vill helzt hjá þeim, sem eru meira kyrrsetu- menn. Þeir hafa ekki aðstöðu til að taka á eins og margii' erfiðismenn verða að gera. Persónulega fannst mér ég bæta við mig krafti og þreki eða svo mikið, að mér fannst ég vera búinn að fá nóg eftir þennan tíma, því þá fannst mér ég vera klaufskari með boltann, sem byggist ef til vill meira á því, að við snertum hann ekki á löngu tíma- bili. Ég er ánægður í alla staði með þessar lyftingar, en við verðum að fara varlega með þetta, og það er nauðsyn að það sé kunnáttumaður, sem leiðbein- ir við lyftingarnar. Ef þróunin verður sú, að við æfum kerfisbundið allt árið sem það verður sjálfsagt, því þetta er allt á framfara- braut, og þá efast ég ekki um það að lyftingar á ákveðnu tímabili séu æski- legar sem undirbúningsþjálfun, og mér kæmi það ekki á óvart, þó að hægt væri að skjóta þeim inní á keppnistímabilinu svona við og við til þess að vita hvar þeir væru staddir, en fyrir alla muni að leggja ekki svo mikla áherzlu á þetta, að boltinn gleymist. En sem sagt, ég er mjög ánægður með þetta, mér Bjarni Jónsson „hátt uppi“ og skorar. finnst meiri alvara á bak við þetta, og menn tóku þessar æfingar mjög alvar- lega, og það er nú einu sinni svo, að leikinn verður að taka alvarlega, ef árangur á að nást. Jón Ivarlsson: Ég byrjaði af miklum krafti að æfa lyftingarnar og fyrirfram var gert ráð fyrir, að þær hefðu góð áhrif. Ég dró nú úr þessum æfingum vegna þess að ég var í knattspyrnu líka og náði því ekki þeim árangri, sem ég bjóst við upphaflega og ætlaði mér að ná. Það einkennilega vildi þó til, að meðan ég stundaði lyftingarnar skoraði ég mörk í knattspyrnunni, en þegar ég hætti að æfa skoraði ég ekki mark! Ég er alls ekki nógu ánægður með árangur minn núna, og það kemur greinilega í ljós, að mig vantar skothörku, sem maður hefði átt að fá af lyftingunum. Það er greinilegt að sú undirstaða, sem margir fengu í sumur, hefur lyft þeim mjög hátt og má þar nefna Gunn- stein Skúlason, sem jaðrar nú við lands- liðið. Ég tel því að sjálfsagt sé að æfa lyftingarnar, sérstaklega þó yfir sum- artimann og jafnvel að auka það frá því, sem það var í sumar. Ég tel, að árangur hafi komið greini- lega fram í íslandsmótinu úti og þá sérstaklega í úrslitaleiknum við F. H., þar sem vörnin var mjög sterk. Hvað mig snertir, þá skal það játað, að ég hef

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.