Valsblaðið - 24.12.1970, Page 60

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 60
58 VALSBLAÐIÐ Sigurilór Sigurdórsson: Skórnir lagSir framarlega a hilluna Þegar Frímann Helgason kom meS þá tillögu, að upphefja þátt í þessu blaði, þar sem spjallað yrði við íþróttafólk úr Val er væri að hætta íþróttaiðkun með keppni fyrir augum, þótti okkur hinum í ritnefndinni hún of snjöll til þess að um hana þyrfti nokkuð að ræða frekar, heldur aðeins hefjast handa og láta þáttinn byrja í þessu tölublaði. En þeir Frímann Helgason og Einar Björnsson eru slóttugir og ég nýgræðingurinn í ritnefndinni varaði mig ekki á þeim. Þeir samþykktu nefnilega strax með 2 atkvæðum gcgn 1 að fela mér að skrifa þennan fyrsta þátt. En eins og allir hljóta að sjá, er það erfiðara að finna nýjum þætti það form, sem hentar með það fyrir augum að slíkir þættir verði á blaðinu framvegis, en að skrifa um eitthvert efni skylt því, sem áður hefur verið birt. Pað er einfaldlega hægt að lesa eldri blöð og gera eins. Þegar aðeins er hægt að taka fyrir tvo íþróttamenn í blaðinu í einu, og blaðið kemur ekki út nema einu sinni á ári, hlýtur það að vera viðkvæmnisverk að ákveða hvaða fólk á að taka fyrir og hverju á að sleppa. Allir sem Ieggja Val lið á íþróttavellinum eru afreksmenn fyrir félagið og því má segja með réttu, að þeir eigi allir rétt á því að á þá sé minnzt í þessum þáttum. En ég held að engum sé gert rangt til þó að nú á haustmánuðum 1970 finnist manni helzt tvennt af okkar ágæta íþróttafólki eiga það skilið að rætt sé við það í þessum nýja þætti um íþróttafólk, sem er að hætta. Ég held að allir Valsmenn viðurkenni það með okkur í ritstjórninni að af okkar frægu Valkyrjum gnæfi Sigríður Sigurðardóttir uppúr þeim öllum á liðnum áratug, eða allt þar til hún hætti keppni á síðasta ári. Og mér segir svo hugur einnig, að Þorsteinn Friðþjófsson, sem nú gerir því skóna að hætta keppni, eigi frekast knatt- spyrnumanna okkar heima í þessum þætti. Þess vegna völdum við þetta fólk í fyrsta þáttinn um þá sem eru að hætta keppni. Spjulluö rii) Sigríöi Sigurð- urdóttur. þehhtustu hund- hnuttleihshonu lundsins „Ætli maður standist freistinguna að byria aftur“ Hvort það var af tilviljun eður ei, þá er það staðreynd, að mfl. kvenna í Val tapaði íslandsmótinu eftir 6 ára sigurgöngu, um leið og Sigríður Sigurðardóttir hætti að leika í liðinu. Lítið vildi Sigga gefa út á þetta, þegar ég nefndi þetta í upp- hafi samtals okkar er hér fer á eftir. — Ég held, að þetta hafi bara ver- ið tilviljun, sagði hún — og ég er viss um, að liðið hefur haft mjög gott af því að tapa mótinu. Það er engum hollt að geta gengið að því vísu að sigra eins og við höfum get- að gert undanfarin 6 ár. Slíkt veldur kæruleysi og maður fer að slaka á, enda er ég viss um, að þetta tap í fyrra verður til þess að Vals-liðið verður aldrei betra en í komandi Is- landsmóti. — Einhverntíman heyrði ég, Sigga, að þú hafir ekki byrjað í Val? — Það er alveg rétt, ég byrjaði í lítið dulrænu brosi. Það er eins og þær hafi hugboð, jafnvel vissu um að enn eitt dásamlegt ævintýri sé að gerast. Eini herramaðurinn, sem þarna var inni fór svolítið hjá sér, þorði einskis að spyrja, þakkaði gott við- mót, góðgjörðir, og kvaddi þessar elskulegu „Valsekkjur“. Ármanni, og það var nokkuð sögu- legt, miðað við það, sem á eftir kom. Það var árið 1958 að ég fór á tvær útihandknattleiksæfingar hjá Ár- manni, og ég held, að ég hafi sjald- an upplifað neitt hræðilegra í sam- bandi við handknattleik. Mig minnir, að ég hafi komið einu sinni eða tvisvar við boltann á hvorri æfingu, og eftir síðari æfinguna hét ég því að koma aldrei nálægt þessari vit- leysu framar. — Það hefur þá þurft meira en lítið til að fá þig til að hefjast handa á ný? -— Það sem á eftir hefur komið er allt Árna Njálssyni að kenna. — Eða þakka. — — Jæja, ef þú vilt frekar hafa það þannig. Á þessum árum vorum við Árni nágrannar, áttum bæði heima á Grettisgötunni og einmitt þetta haust byrjaði Árni að þjálfa 2. fl. kvenna í Val og hann hreinlega dreif mig með sér á æfingu og þar með sat ég föst í þessu. Ég æfði svo með 2. fl. þetta haust, en fór í mfl. um áramótin, en hann var þá end- urvakinn eftir að hafa legið niðri um skeið. Nú, þetta var nú ekki neinn dans á rósum hjá okkur Vals- stelpunum til að byrja með. Ég held, að við höfum unnið einn leik þetta keppnistímabil. En þetta lið varð svo kjarninn í því liði, sem hefur verið að vinna íslandsmótið lengst af síðan 1961 eða 7 sinnum alls á 9 árum. — Og nú ertu hætt? — Já, og þó, ég veit það ekki. Ég skal segja þér, mig blóðlangar að byrja aftur að æfa. Ég ákvað að hætta eftir leikina gegn pólsku stúlkunum í Evrópukeppninni í Sigríður Sigrurðardóttlr, þessi valkyrja, sem vafalaust á eftir að koma traust og: kraftmikil í raðir forustumanna og' leið- beinentla í félaginu. fyrra, en ég lék samt einn leik eftir það, fyrri leikinn gegn Fram í ís- landsmótinu. Nú finnst mér þetta ekki hægt. Maður á allar sínar beztu vinkonur í Val, og nú hefur maður misst allt samband við stelpurnar, og svo finnst mér endilega eitthvað vanta, þegar maður er allt í einu hættur að fara á æfingar eftir að þetta hefur verið manni allt í 12 ár. Ég veit bara ekki hvort ég stenzt freistinguna að byrja aftur. Ég vildi þó frekast að stofnaður yrði flokk- ur fyrir okkur, sem erum hættar, í líkingu við „old boys“ flokkana í öllum félögum. Það þarf endilega að fá hann Tóta til að sjá um þetta. — En segðu mér nú annað, hefur þú ekki leikið alla landsleikina í kvennahandknattleik síðustu 10 ár- in? — Jú, það held ég bara. Ég hef leikið 12 landsleiki frá því 1961. — Hvaða leikur eða leikir eru þér minnistæðastir af þessum 12 lands- leikjum? — Alveg tvímælalaust þegar við unnum Norðurlandamótið hér heima 1964. Ég á hálf bágt með að gera upp á milli þeirra leikja, sem við lékum í mótinu, en sennilega er nú síðasti leikur mótsins milli Noregs og Danmerkur minnistæðastur allra leikjanna í mótinu, því hann réð úr- slitum um að við urðum Norður- landameistarar. Ég man alltaf hvernig okkur leið, stelpunum á bekkjunum, meðan að sá leikur fór fram, það var alveg hræðilegt, og svo gleðin, þegar honum lauk með sigri Norðmanna og við orðnar Norð- urlandameistarar. — Og svo varzt þú kjörin íþrótta- maður ársins eftir þetta.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.