Valsblaðið - 24.12.1970, Page 62

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 62
60 VALSBLAÐIÐ I>aS er ekki von að Þorsteini Friðþjófs- syni lítist á, þegar mótherjinn er kominn með bolta í stað höfuðs! þegar rætt er við menn, sem eru um það bil að hætta, að spyrja þá hvaða leikur sé þeim minnisstæðastur, þó ég viti að því er nánast ómögulegt að svara. Já, víst er það nokkuð erfitt. Þó held ég að leikurinn gegn Benfica hér heima sé mér minnisstæðastur allra leikja, sem ég hef leikið. Ég held að allir hljóti að sjá að nánari útskýring á því hvers vegna, sé óþörf. En það eru einnig tveir aðrir leikir, sem eru mér sérstaklega minnisstæðir. Það eru úr- slitaleikirnir gegn Keflvíkingum um íslandsmeistaratitilinn 1966. Þessir tveir leikir hafa algera sérstöðu hjá mér af öllum þeim leikjum gegn ís- lenzkum liðum, sem ég hef leikið. Öll sú spenna er var í þessum leikjum og allt það óvænta er gerðist, líður manni seint úr minni. Nú fleira en leikirnir sjálfir er manni minnisstætt. Ferð- irnar sem ég hef farið til útlanda, bæði með Val og landsliðinu, hafa margar verið mjög skemmtilegar. Tvær ferðir verða mér sérstaklega minnisstæðar. Fyrsta ferðin, sem ég fór var til Noregs með 2. flokki 1957. Sú ferð var afburða skemmtileg og sennilega verður hún, þegar lengra líður, sú minnisstæðasta af ferðum mínum í sambandi við knattspyrnu. Þá var ferðin með landsliðinu til Ber- múda mjög skemmtileg! í þeirri ferð sá maður svo margt, sem maður hefur ekki séð áður og ef til vill ekki vitað að væri til. — Eftir alla þá reynslu, sem þú hefur fengið sem knattspyrnumaður og félagi í Val, er þá ekki eitthvað sérstakt, sem þú álítur að betur mætti fara, annað hvort í sambandi við fé- lagsstarfið eða þá þjálfun og annað, er viðkemur liðinu beint. Sjálfsagt er ýmislegt, sem betur mætti fara, en þó er eitt sem mig langar að nefna sérstaklega. Ég álít, að skilyrðislaust eigi að vera tveir þjálfarar með meistaraflokk og helzt alla flokka. Það er svo mikil vinna að þjálfa meistaraflokkinn fyrir einn mann, að óhugsandi er, að hann kom- ist yfir það svo vel sé. Nú er fyrir- komulagið þannig, að meistaraflokkur og 1. flokkur æfa saman. í 1. flokki eru margir sem einungis eru að leika sér en ekki með keppni fyrir augum. Mín skoðun er sú, að taka eigi út á- kveðinn hóp fyrir meistaraflokk og æfa hann sér. Síðan eigi að gera 1. flokk að alvöru flokki, en ekki hálf- gerðu elliheimili eins og verið hefur hjá öllum félögum til þessa. Það nær engri átt að 2. flokkur sé varalið fyr- ir meistaraflokk, bæði er það, að leik- mennirnir eru ungir og svo hafa þeir nóg á sinni könnu í hinum ýmsu mót- um 2. flokks. 1. flokkur á að vera vara- lið meistaraflokks og í því liði eiga að vera leikmenn, sem gengið hafa upp úr 2. flokki, en komast ekki í m.fl. strax. Auðvitað getur verið að einn og einn leikmaður 2. flokks sé svo góður að hann eigi skilyrðislaust heima í meistaraflokki, þá á hann að vera þar, en ekki samtímis í 2. fl. Að leika bæði í mfl. og 2. fl. er svo mikið, að það getur hreinlega eyðilagt ó- harðnaða pilta, þótt góðir séu. Svo er annað sem mig langar til að hægt væri að gera, sem ef til vill hljómar ein- kennilega, en það er að félagið sjálft komi upp skápum fyrir leikmenn mfl. þar sem geymdir væru æfingabúning- ar þeirra, skór og það, sem með þarf á æfingum. Síðan sæi félagið um að halda skóm og búningum hreinum og burstuðum. Það hefur alltaf pirrað mig mikið að sjá suma menn sífellt í óhreinum skóm með einhverjum reimaslitrum í, óhreinum og ljót- um æfingabúningum o. s. frv. Menn halda kannski, að þetta sé sér- vizka eða pjatt, en ég álít það mikilvægt atriði að allir séu hreinir og þokkalegir á æfingum, ekki síður en í leik. En sjálfsagt er þetta of dýrt fyrir félagið til að hægt sé að fara fram á þetta. — Nú hefur þú verið í landsliðinu síðustu 2—3 árin, hvað er þitt álit á þeim vetraræfingum, sem haldið hefur verið uppi hjá landsliðinu undanfarin ár? Já, það er rétt, ég var valinn í landsliðið þegar ég var orðinn svo þungur og fullorðinn, að mér fannst jafnvel ástæða til að fara að hætta. Sannarlega hefði ég viljað fá tæki- færi með landsliðinu, þegar ég var upp á mitt bezta, en svona er þetta stundum skrýtið. En hvað vetraræf- ingunum viðkemur, þá er það mitt álit, að ákveðinn hópur manna hefur nokk- uð gott af þeim, en félögin sem eiga flesta menn í hópnum, líða fyrir það og heildin hefur ekkert gagn af þeim. Annars held ég að þær hafi ekkert bætt knattspyrnuna í heild, en aftur á móti hefur landsliðið sennilega batn- að. Fyrir okkur, sem höfum verið í þessum vetraræfingum landsliðsins, hefur álagið verið of mikið. Fyrir ut- an að leika 25 leiki á ári með félagi sínu í hinum ýmsu mótum, hafa svo 30—40 vetraræfingaleikir bætzt við. Þetta er allt of mikið. Maður fær hálf- gerðan leiða á öllu saman. Er eitthvað að lokum, sem þú villt segja? — Ja bara það, að ég hef áhuga á að starfa áfram fyrir Val, þótt ég hætti sem leikmaður og ég vona að not verði fyrir mig. — S-dór. Kominn heim Svo sem kunnugt er, tók Hermann Gunn- arsson að sér að þjálfa lið Akureyringa á s.l. keppnistímabili, auk þess sem hann lék með liði þeirra. En Hermann er einn af allra snjöllustu knattspyrnumönnum vorum nú. Hann hefur leikið með meist- araflokki Vals um árabil og verið þar einn snjallasti leikmaðurinn. Það var því mikill missir liði Vals, er hann fluttist norður yfir heiðar. Nú er Hermann kom- inn aftur til Vals og er honum vissulega vel fagnað. Velkominn heim Hermann og heill hild- ar til.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.