Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 63

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 63
VALSBLAÐIÐ 61 Sigurdór Sigurdórsson: H eimsmeistarakeppnin í handknattleik 1970 „Háskóli þeirra er áhuga hafa á handknattleik“ Eftir að hafa fylgzt með handknattleik á íslandi í 10—15 ár, hefði ég- ekki að óreyndu trúað því, að hægt væri að læra jafnmikið á jafn skömmum tíma f hand- knattleik og raun har vitni, er mér gafst kostur á að fylgjast með lokakepimi heims- meistarakeppninnar í handknattleik, er fram fór í Frakklandi í febrúar—marz sl. Það var samdóma álit okkar íslenzku íþróttafréttamannanna og raunar allra Jreirra Islendinga, er með þessari keppni fylgdust, að hún hefði verið okkur háskóii f hand- knattleik. Maður hafði haldið að ineð því að liingað hafa á undanförnum árum komið flest beztu handknattleikslið heims, bæði félaga- og landslið, þá hefði maður séð eitt það bezta sem til er í íþróttinni. Þegar menn lialda slíkt, hrökkva þeir ef til vill enn meira við en ella, er þeir komast að raun um að þeir hafa vaðið í villu og svíma. Að sjálfsögðu fórum við íslending- arnir fyrst og fremst til að fylgjast með árangri íslenzka landsliðsins, er þarna var í hópi 16 beztu liða heims. Fyrsti leikur íslenzka liðsins var gegn því liði er oftast liða hefur komið í veg fyrir framgang íslenzka landsliðs- ins í HM, Ungverjum. Það kom í ljós, þegar á þann leik leið, að íslenzka liðið var óheppið að lenda í fyrsta leiknum gegn Ungverjunum vegna þess að svo miklir voru yfirburðir þeirra, að ís- lenzka landsliðið fékk þai’na hreinlega lost, er menn komust að því, þrátt fyr- ir þann bezta undirbúning er hugsan- legt var að íslenzka landsliðið gæti fengið, hve langt íslenzka liðið stóð að baki beztu liðunum. Við íslenzku blaðamennirnir vorum jafn fáfróðir og aðrir íslendingar um hvað var að ger- ast í handknattleiknum hjá beztu þjóðunum, að við símuðum heim, að aldrei hefðum við séð neitt í líkingu við ungverska landsliðið og spáðum því HM-titlinum. Þeir urðu þó síðar að láta sér nægja 8. sætið. Svona var nú fáfræði okkar mikil. Ungverjar unnu, eins og menn ef til vill muna, íslendinga 19:9 og var sá sigur sízt of stór. Næsti leikur íslenzka liðsins var svo við erkióvin okkar á íþróttasviðinu, Dani. Danir urðu númer 6 í þessari heimsmeistarakeppni og ég held því fram, að þar hafi átt sér stað einn af þeim atburðum, er gerir mönnum kleift að trúa á kraftaverkin. Danska liðið var mjög áþekkt því íslenzka að styrkleika, en hvert kraftaverkið á fætur öðru gerði það að verkum að liðið náði að leika um 5.—6. sætið, en þá komst það líka niður á jörðina, er Júgóslavar unnu Dani 29:12 og var sá sigur sízt of stór miðað við styrk- leika liðanna. En gegn íslendingum gekk allt í hag fyrir Dani, en ekkert heppnaðist hjá íslenzka liðinu. Til að mynda kom upp mjög tvísýnn kafli, er staðan var 13:11 Dönum í vil. Þá var allt á niðurleið hjá danska liðinu. Menn rifust og skömmuðust og reynd voru ótímabær skot 7—8 sinnum, en því miður tókst íslenzka liðinu ekki að skora meðan á þessum slæma kafla stóð hjá danskinum. Eftir leikinn sagði hinn reyndi danski landsliðs- maður Verner Gaard, að svo vel þekkti hann danska landsliðið, að hefði ís- lenzka liðinu tekizt að skora þarna, þá hefði það sigrað, því þá hefði danska liðið brotnað niður. En Danir unnu leikinn 19:13. Áð- ur en lengra er haldið ber að geta um það sem gleymdist í upphafi, að ís- lenzka liðið lék í D-riðli ásamt Ung- verjum, Dönum og Pólverjum. Síðasti leikur íslenzka liðsins í riðlinum var svo gegn Pólverjum og þá loks náði ís- lenzka liðið að rétta úr kútnum eftir hrakfarirnar gegn Ungverjum og Dönum og vinna Pólverjana 21:18 og með þessum sigri tryggði íslenzka lið- ið sér rétt til að keppa um 9—12 sæt- ið í keppninni. Þegar þetta hafði tekizt hjá íslenzka liðinu fór það ásamt þeim íslending- um, sem komnir voru til Frakklands, til að fylgjast með liðinu, til Parísar, því þar átti lokakeppnin að fara fram. íslendingar léku um 9.—12. sætið við Japani, Rússa og Frakka. Fyrsti leik- urinn var gegn Japönum og verður að telja úrslit þess leiks til eins af stóru slysunum í íslenzkri landsleikjasögu. Það uppgötvaðist nefnilega þegar þrír stundarf jórðungar voru liðnir af leiknum, að íslenzka liðið var betra lið en þá var markatalan 20:12 fyrir Japani, en á þeim eina stundarfjói'ð- ungi, sem eftir var, tókst ekki að vinna upp nema 7 mörk af þeim átta sem vantaði til að jafna, svo úrslitin urðu 20:19 fyrir Japan. Hverjum þessi klaufaskapur var að kenna skal látið liggja á milli hluta. Það kom í ljós að japanska liðið kunni aðeins eina leikaðferð, en það kunni hana til hins ýtrasta og gat framkvæmt hana á eins miklum hraða og mönnum er frekast unnt. Þegar það loks rann upp fyrir landanum, hvernig hægt væri að stöðva sókn Japananna, var það svo einfalt að maður getur ekki varizt brosi. Ráðið var að láta „senterinn“, sem í þessu tilfelli var Sigurbergur Sigsteinsson úr Fram, leika tveim til þrem skrefum framar, þar með var ekki hægt fyrir japanska liðið að út- færa leikkerfi sitt og það átti ekkert annað í pokahorninu, það kom í ljós í þessum leik og þeim næstu sem maður sá liðið leika. Nú íslenzka liðið lék þar næst gegn Sovétmönnum, sem urðu í 9. sæti í keppninni en hefði samkvæmt styrk- leika átt að vera í 8-liða hópnum frem- ur en Danir og jafnvel Svíar. Þótt ís- lenzka liðið léki sinn bezta leik í ferðinni gegn Sovétmönnum, dugði það ekki til sigurs, því Sovétmenn sigruðu 19:15. Síðasta leik sinn í ferð- inni lék íslenzka liðið svo gegn gest- gjöfunum Frökkum og vann nokkuð auðveldan sigur 19:12 og þar með hafnaði íslenzka liðið í 11. sæti, en að Þetta er góð kennslumynd um það hvernig- liinar svokölluðu „blokkeringar“ og opnanir fyrir stórskyttumar eða gegnumbrotsmennina voru notaðar í auknum mæli á síðustu HM. Hér sést hinn kunni ungverski handknattleiksmaður Fenjö „blokkera" Ólaf Jónsson algerlega frá að komast til lijáipar Sigurbergi í vörninni í leik íslands og Ungverjalands í síðustu HM.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.