Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 64

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 64
62 VALSBLAÐIÐ mínum dómi átti það 10. sætið skilið samkvæmt styrkleika. Okkur íslendingunum gafst svo kostur á að sjá keppnina um 8 efstu sætin og það verður manni ógleym- anlegt. Þegar horft var á þessi beztu lið heims í handknattleik leika, kom bezt í ljós hve íslenzkur handknatt- leikur hafði dregizt aftur úr. Það sem einkenndi leik þessara liða, sér í iagi liðanna frá A-Evrópu, var „blokker- ingar“ og svo ein eða tvær afburða langskyttur og markvarzla eins og hún bezt getur orðið. Sem dæmi um þetta er lið heimsmeistaranna frá Rúmeníu, með sinn þjóðar dýrling Grúía sem aðalmann. Allir hinir leikmennirnir í liðinu voru sífellt að ,,blokkera“ fyr- ir hann í sókninni og virtist sem þeir reyndu ekki markskot, nema ef þeir komust óvaldaðir inná línu, sem var frekar sjaldan. Sem dæmi um hvernig þeir Rúmenar notuðu Grúía má nefna, að í keppninni skoraði hann yfir 30 mörk, en næst markahæsti maður liðs- ins skoraði ekki nema 11 og aðrir mun færri mörk. Þó ég nefni hér lið heims- meistaranna, má segja að þetta hafi verið samnefnari fyrir öll A-Evrópu- liðin, þau áttu öll sinn „Grúía“. Hins- vegar var júgóslavneska liðið hið skemmtilegasta sem ég sá í keppninni fyrir þá sök hve hratt og létt það lék og síðast en ekki sízt fyrir hinn stór- kostlega markvörð sinn Arslanagic. Hann er án nokkurs vafa bezti hand- knattleiksmarkvörður heims í dag. Það er vart hægt að lýsa því, er maður horfði á hann verja 10 vítaköst í röð í 2 leikjum, eða öll vítaköst þessara leikja. Eða í leiknum við Dani um 5.—6. sætið er hann æ ofan í æ varði skot dönsku leikmannanna hvort held- ur var af línu eða þá langskot úr opn- um færum og hvað eftir annað greip hann boltann rétt eins og knattspyrnu- markvörður. Það þarf meira en meðal markvörð til að fá Jörgen Petersen til að hætta við skottilraun úr opnu færi, en hann var hættur að reyna í þessum Ieik eftir að 5 skot hans í röð höfðu verið varin, þar af eitt vítakast. Urslitaleikurinn sjálfur var eins og vera bar hápunktur keppninnar. Hið stóra hús, sem lokakeppnin fór fram í, var setið eins og frekast var unnt er úrslitaleikurinn fór fram. Að sjálf- sögðu bar mest á rúmensku og þýzku áhorfendunum, er komnir voru til að hvetja sína menn. Sungnir voru rúm- enskir og þýzkir söngvar, jafnvel þjóðsöngvar, meðan á leiknum stóð. Fánum var veifað, hvatningarópin glumdu og söngvarnir gullu, meðan hinn, mérliggur við að segja, hrikalega spennandi leikur fór fram. Það var ekki nóg með að aldrei munaði nema einu eða tveim mörkum á annan hvorn veginn, heldur varð að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit og sú stund, er flauta tímavarðarins gall til merkis um leikslok, rennur sennilega engum úr minni, er sáu. Leikmenn liðanna féllu uppgefnir í gólfið eftir þá miklu raun, sem þessi langi leikur var þeim. Rúmenarnir grátandi af gleði, A-Þjóðverjarnir vonsviknir, vitandi sig eins og allir sáu, betra liðið í leiknum, en verða þó að tapa með einu marki. Þá þustu rú- mensku áhorfendurnir hundruðum eða þúsundum saman inn á leikvöllinn, veifandi þjóðfána sínum, syngjandi rúmenska þjóðsönginn og hlæjandi og grátandi af gleði. Þetta var allt ein- hvernveginn svo allt öðruvísi en mað- ur nokkru sinni áður hafði séð eða gert sér í hugarlund, að þessi mynd stendur mér fyrir hugskotssjónum eins og hún hefði gerzt rétt áðan. En hvers virði var þátttaka íslenzka landsliðsins í þessari heimsmeistara- keppni. Mitt álit er, að ef íslenzka lið- ið hefði ekki komizt í lokakeppnina og ekki fengið að sjá það sem er að ger- ast í handknattleiknum hjá beztu þjóðum heims, hefði íslenzkur hand- knattleikur aldrei borið þess bætur. En til þess að sá lærdómur, er menn fengu í þessari keppni, komi okkur að gagni verða menn að draga réttar ályktanir og viðurkenna að íslenzkur handknattleikur hefur dregizt aftur úr og átaks er þörf. Eins ættu menn að hafa séð það í keppninni að við verð- um að nota alla okkar hæfustu þjálf- ara, þegar undirbúningur landsliðs- ins okkar hefst fyrir næstu HM. Sví- ar voru með heilan her manna í kring- um sitt lið, þjálfara, aðstoðarþjálfara, lækna, menn er sendir voru til að ,,njósna“ um væntanlega andstæðinga o. s. frv. Fyrir íslenzka liðinu voru 4 menn. Þjálfari, landsliðsnefndarmað- ur og tveir fararstjórar. Mér datt í hug meðan við dvöldumst í Frakk- landi, að í hópi íslendinganna er fóru til að fylgjast með íslenzka liðinu voru menn eins og Karl Benediktsson, Reynir Ólafsson, Sigurður Jónsson fyrrum einvaldur landsliðsins, Guðjón Ólafsson fyrrum landsliðsmarkvörður, Björn Kristjánsson milliríkjadómari og fyrrum leikmaður í handknattleik, svo að nokkrir séu nefndir; en það kom aldrei fyrir í ferðinni að aðstoðar né ráðleggingar þeirra væri leitað af forráðamönnum íslenzka landsliðsins. Hefði nú ekki verið nær að kasta fyrir róða öllum fordómum og flokkadrátt- um og reyna í staðinn að sameina kraftana og nýta alla þá þekkingu, sem þessir menn hafa yfir að ráða? Ég dreg ekki í efa að þeir hefðu allir lagt sitt af mörkum, ef til þeirra hefði ver- ið leitað. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegra að allir þessir kraftar hefðu verið nýttir meðan á undirbúningi landsliðsins stóð hér heima, við erum svo fáir og smáir íslendingar að okk- Þeir svöruðu skorinort 1 tilefni af bindindisdeginum 1. nóv- ember s.l. spurði eitt dagblaðanna í Reykjavík nokkra þjóðkunna íþrótta- menn þeirrar spurningar, hversvegna þeir væru bindindismenn. Hér birtast svör tveggja þeirra, sem spurðir voru, en þeir eru báðir í hópi beztu knatt- spyrnumanna vorra og þjóðkunnir á því sviði. Svör beggja eru ákveðin og ein- arðleg og vissulega til athugunar fyrir ýmsa kollega þeirra á knattspyrnusvið- inu; báðir eru leikmenn þessir utan Reykjavíkur. Annar í hópi íslands- meistaranna á Akranesi en hinn úr liði ÍBK og fyrrverandi Islandsmeistara. Matthías Hallgrímsson, knattspyrnumaður: „Ég ákvað, þegar ég var smástrákur, að bragða aldrei áfenga drykki, og ég hef staðið við það síðan. — Ég hef ekki einu sinni smakkað bjór í öllum þeim ferðum, sem ég hef farið með félögum mínum í knattspyrnu erlendis, og aldrei haft löngun til þess. — Ég tel það von- laust að ,ná einhverjum árangri í íþrótt- um, ef maður drekkur áfengi, og ég tel, að sigur okkar Akurnesinga í 1. deildar- keppninni í ár sé mikið því að þakka, að flestir okkar í liðinu bragða aldrei áfengi“. Guðni Kjartansson, knattspyrnumaður: „Ég er í íþróttum mér til ánægju og til að ná árangri, bæði líkamlega og and- lega. Maður, sem tekur þátt í flokka- iþróttum, getur og má ekki, sjálfs sín og félaga sinna vegna, drekka, því hann einn getur orðið þess valdandi með því að gera slíkt, að lið hans nái ekki settu marki, og þar með er hann búinn að eyðileggja allt það erfiði, sem hann og félagar hans eru búnir að leggja á sig við æfingar í marga mánuði. — Vín og íþróttir eiga lítið sameiginlegt, og ég hef meiri áhuga á íþróttum en víni, og þess vegna neyti ég þess ekki“. Leikaðferðin 8—1—1 Árið 1871 fór fyrsti landsleikurinn fram í knattspyrnu milli Englands og Skotlands. Til eru skrár yfir það hvernig leikmönnum var raðað upp og var það svona: England var með 8 framherja, 1 framvörð, 1 bakvörð og 1 markmann. Skotland: 6 fram- herja, 2 framverði, 2 bakverði og 1 markmann. ur veitir ekki af að nýta til fullnustu alla þá krafta og þekkingu, er við höfum yfir að ráða á íþróttasviðinu. Ég vona svo að þegar íslenzkt lands- lið tekur í næsta skipti þátt í heims- meistarakeppni verði öðru vísi að far- ið við undirbúning liðsins svo ekki verði rennt jafn blint í sjóinn og síð- ast og þá er ástæða til að ætla að bet- ur takist til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.