Valsblaðið - 24.12.1970, Page 66
64
VALSBLAÐIÐ
göngu, iðkaði hnefaleik og lagði stund
á vöðvafræði með óvenjulegri ná-
kvæmni og athygli.
Matti bæði vissi það og fann, að
hann var síztur bræðra sinna, ekki
aðeins vegna aldursmunar, heldur og
ekki sízt vegna þess, að þeir voru allir
efni í afburðamenn í íþróttum. Það
sem mestu réði um framfarir Matta
var metnaðurinn, — óslökkvandi
metnaður hans. Hann gaf þó aðeins
von um sæmilegan meðalmann. Árið
um kring æfði Matti sig á akri föður
síns, þúsund sinnum endurtók hann
stökkin, köstin og hlaupin, hann
reyndi fjölda aðferða, þar.til sú rétta
var fundin, sú, sem hæfði vöðva- og
iíkamsbyggingu hans.
Werner fór að veita því athygli, hve
Matti sonur hans kastaði vel knetti og
datt þá í hug, að kastgreinarnar
lægju einna bezt fyrir honum. Hann
var þess og fljótlega áskynja, að
Matti náði einna lengst í spjótkastinu.
Hann hvatti hann þá til að leggja sér-
staka alúð við þá grein. Þrátt fyrir
það náðu bræður hans þó mun betri
árangri í spjótkasti en Matti. Samt
gafst hann ekki upp, hann kastaði og
kastaði, handleggurinn fór að bólgna,
en áfram hélt hann að kasta, eins og
ekkert hefði í skorizt. Loksins kom að
því, að hann varð að fara til læknis.
Hann fékk umbúðir um handlegginn
og ströng fyrirmæli um það, að leggja
spjótið á hilluna, a. m. k. um stundar-
sakir.
En það var erfitt fyrir Matta að
hlýða þessum fyrirmælum, hann gat
ekki stillt sig, hann vildi halda áfram
að kasta, og halda kastfiminni við.
Handleggurinn hélt áfram að bólgna,
sársaukinn jókst stöðugt og varð að
kvöl, en Matti lét eins og ekkert væri,
hann kastaði áfram, því að metnaður-
inn varð öllu öðru yfirsterkari.
Dag nokkurn gerðist atvik, sem
virtist ætla að hafa örlagaríkar af-
leiðingar í för með sér. Matti var að
æfa sig í spjótkasti, og spjótið flaug
Iengra en nokkru sinni áður. En um
leið og hann sleppti hendinni af spjót-
inu féll hann við og lá afskræmdur og
viðþolslaus af kvölum. Handleggurinn
hékk máttvana niður með síðunni,
einna líkast því, sem hann væri brot-
inn. Þetta var síðasta kast Matta í
möi'g ár, handleggur spjótkastarans
15 ára gamla var það skaddaður, að
frá þeim degi hefur hann verið und-
inn og aldrei komizt í samt lag aftur.
Þrjú löng ár liðu. Það virtist aug-
ljóst, að Matti Jarvinen væri úr sög-
unni sem spjótkastari. Hann var kall-
aður í herinn, en í finnska hernum er
lögð mikil áherzla á allskonar íþróttir.
Það kom í ljós við æfingarnar, að
Matti var mjög góður spretthlaupari,
en þó enn betri stökkvari. Það eina,
sem hann gat ekki, var að kasta.
En í herþjónustu verður að gera
ýmislegt annað en gott þykir og í
finnska hernum varð Matti Jarvinen
að æfa köst, hvort sem honum líkaði
það betur eða verr. Hann tók spjótið
í hönd og hóf að æfa eftirlætisíþrótt
sína og þótt handleggurinn væri bæði
undinn og stífur var sársaukinn horf-
inn og það skipti mestu máli.
Áhuginn fyrir spjótkastinu jókst
nú á ný, metnaðurinn var sá sami og
þetta ásamt óbifandi elju og ástund-
un varð til þess, að Matti fann eigin-
lega upp nýja aðferð, sem hentaði
handlegg hans betur.
Með þessari aðferð tókst Matta að
sigra alla beztu spjótkastara verald-
ar og auk þess að setja hvert heims-
metið á fætur öðru. — Árið 1929, þeg-
ar Matti stóð á tvítugu, tók hann þátt
í fyrstu keppni sinni á ævinni og
kastaði þá 59,03 m. Strax þetta sama
ár tók hann þátt í tíu mótum, bar sig-
ur úr býtum á finnska meistaramótinu
og sigraði í landskeppni við Svía,
kastaði 65,52 m. Bezti árangur hans
þetta ár var 66,65 metrar.
Sumarið 1930 fór hann ásamt
finnska methafanum í spjótkasti,
Pentila, til Ungverjalands, til þess að
keppa við hinn fræga ungverska
spjótkastara, Béla Szebes.
Finnarnir fóru sigurvissir til þess-
arar keppni og voru staðráðnir í því,
að sýna heiminum það svart á hvítu,
að þeir væru jafnfærir um að halda
forystunni í spjótkasti sem í þolhlaup-
um, en um þetta leyti voru Finnar
langbeztu þolhlauparar heims eins og
margir vita. — í Ungverjalandi var
mikil hitabylgja, er finnsku íþrótta-
mennirnir komu þangað og þeim
fannst hitinn draga úr sér allan mátt
og viljaþrek. Það benti því allt til þess
að sigurinn myndi falla Ungverjanum
í skaut, þar sem hann var vanari þess-
um mikla hita.
Áhorfendur voru margir, er keppn-
in fór fram og að sjálfsögðu hvöttu
þeir landa sinn mikið, það var varla
nokkur sál, sem hvatti finnsku íþrótta-
mennina. Þeir voru einmana og vina-
snauðir í framandi landi, án þess að
hafa samúð nokkurs manns. Það leik-
ur varla á tveim tungum, að hvatning-
aróp áhorfenda geta örvað keppendur
mjög í jafnri keppni.
Béla Szebes kastaði spjótinu fyrst-
ur og náði góðum árangri, svo góðum,
að hver frægur kastari hefði getað
verið sæmdur af. Og hrifning áhorf-
enda var mikil, þeir klöppuðu landa
sínum lof í lófa, rétt eins og sigurinn
væri þegar unninn, en margt átti eftir
að gerast í þessari keppni. Pentilá
kastaði næstur og Matti síðastur.
Hann var yngstur keppenda, en jafn-
framt sá rólegasti. Hann virtist vera
í fullkomnu jafnvægi, þótt í harðri
keppni væri, og hann lét sig engu
skipta, hvort áhorfendur voru með
honum eða móti. Atrenna Matta var
létt og fjaðurmögnuð, hreyfingarnar
báru þess vitni, að hér var um íþrótta-
mann að ræða, sem ástæða var til að
veita athygli, enda biðu áhorfendur
milli vonar og ótta um, hvort spjótið
flygi ekki langt fram yfir kastmark
Ungverjans. —
En þeir þurftu ekkert að óttast, því
að spjótið féll eftir 40 metra, fluglaust
til jarðar, og þeir gátu ekki stillt sig
um að brosa, — brosa að þessum út-
lenda keppanda, sem kastaði ekki
nema á við krakka.
En Matta sjálfum var ekki hlátur
í huga, því að um leið og hann kast-
aði spjótinu með svitablautri hend-
inni hafði hann á einhvern hátt fest
hana í kastgripi spjótsins, svo að um
leið og það flaug úr hendi hans rifn-
aði heil flyksa af holdi og skinni úr
hendinni og dró úr flugi spjótsins.
Blóðið fossaði úr sárinu, svo að kalla
varð í skyndi á lækni mótsins, til að
stöðva blóðrásina og binda um sárið.
— Hvorki keppendur, áhorfendur né
starfsmenn væntu nokkurs framar af
hinum unga Finna í þessari keppni.
Að þeirra áliti var þætti hans lokið í
mótinu.
Þegar röðin kom aftur að Matta,
gekk dómarinn samt til hans og spurði
hann til vonar og vara, hvort hann
ætlaði að kasta aftur. Já, Matti ætlaði
að reyna. Með blóðugri hendinni tók
hann um grip spjótsins, hljóp atrennu-
brautina á enda og kastaði spjótinu
lengra en keppinautar hans höfðu
gert.
Áhorfendur rak í rogastanz. Á
þessu hafði enginn átt von, og þetta
kast kom eins á óvart og þruma úr
heiðskíru lofti. Þarna var á ferðinni
maður, sem eitthvað gat og meira en
það. Hann var gæddur óbifandi stál-
vilja — hann lagði allt í sölurnar fyrir
frægð hinna fjarlægu heimkynna
sinna.
En þetta kast Matta var ekki
neinn úrslitasigur. í næstu umferð
var Pentilá orðinn beztur og Szebes
tók forystu strax á eftir. Finnarnir
neyttu allrar orku sinnar til að halda
uppi heiðri þjóðar sinnar, en allt kom
fyrir ekki. Ungverjinn virtist ósigr-
andi. Áhorfendur klöppuðu, stöppuðu
og æptu: Szebes sigrar! Szebes sigr-
ar! Fagnaðarlætin glumdu um leik-
vanginn og' þeir voru sannfærðir um
sigur landa síns.
Þá kom að síðustu umferðinni.
Szebes kastaði, en bætti ekki afrek
sitt og Pentilá ekki heldur. Matti
Járvinen, særði Finninn var einn eft-
ir. En hvers mátti vænta af honum?
Einskis. Það var fyrirfram ákveðið,
enda sannfæring allra áhorfenda.
Landar Szebes föðmuðu hann að sér
*•