Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 70

Valsblaðið - 24.12.1970, Síða 70
Aftari röð frá hægri: Kíkharöur Jónsson þjálfari, Björn Lárusson, Andrés Ólafsson, Teitur Þórðarson, Jón Alfredsson, Haraldur Sturlaugsson, Guðjón Guðmundsson, Matthías Hallgrímsson, Guðmundur Sigurðsson form. knattsp.deildar. Fremri röð frá hægri: Pröstur Stefánsson, Benidikt Vaitýsson, Jón Gunnlaugsson, Davíð Ólafsson, Einar Guðleifsson, Guðjón Jóhannesson, Kúnar Vil- hjálmsson, Eyleifur Hafsteinsson. Til hamingju með sigrana I. A.: íslandsmeistarar — Fram: Bikarmeistarar Eftir 10 ára fjarveru er íslands- bikarinn aftur kominn í efstu hillu verðlaunagripasafns íþróttabanda- lags Akranes. Sigur Skagamanna í 1. deildarkeppninni í ár var fyllilega sanngjarn og það mun samdóma álit allra þeirra, er með keppninni fylgd- ust, að lið þeirra hafi verið bezt leik- andi lið landsins í sumar. Menn þótt- ust merkja það strax í fyrra, er hið unga lið Skagamanna kom í 1. deild eftir árs dvöl í 2. deild, að mikils væri af því að vænta og boðaði liðið það strax í fyrra, er það hafnaði í 2. sæti 1. deildar, og nú rættust spár manna þegar liðið varð íslandsmeist- ari. Þótt þetta sé mikill sigur fyrir leikmenn liðsins, er sigurinn þó ef- laust sætastur fyrir þjálfarann Rík- arð Jónsson. Meðan hann lék með hinu svokallaða „gullaldarliði" þeirra Skagamanna, var hann jafnframt þjálfari þess og á áratugnum 1950— 1960 varð liðið 6 sinnum íslands- meistari. Margir sögðu þá, að það væri fyrst og fremst að þakka því hve frábær knattspyrnumaður Rík- harður var, og eflaust er mikið til í því. En án vafa hafa þjálfarahæfi- leikar Ríkharðs ekki átt þar minni hlut að máli. Nú hefur hann enn bet- ur sannað þjálfarahæfileika sína með því að lið hans er orðið Islandsmeist- ari, án þess að neinn „Ríkharður eða Þórður" leiki með. Bikarkeppni K. S. 1 1970. Á síðastliðnu keppnistímabili knatt- spyrnukeppninnar varð hlutur reyk- vískra knattspyrnumanna næsta rýr, að því er til hinna almennu lands- mála tók. Aðeins eitt íslandsmót vannst. Það var V. fl. Vals, sem hnekkti „alslemmu“ landsbyggð- arinnar. Hinsvegar réttist hlut- ur Reykvíkinga verulega eftir sig- ursæl úrslit Fram í Bikarkeppni KSÍ. Lék Fram þar úrslita- leik við ÍBK og hafði betur eftir snörp átök. Þetta er í fyrsta skipti, sem Fram sigrar í Bikar- keppninni og er liðið vissulega mjög vel að sigrinum komið. Framliðið stóð sig yfirleitt með ágætum á ár- inu, og varð m. a. í öðru sæti í Knattspyrnumóti íslands. Valsblaðið óskar Fram til ham- ingju með Bikarsigurinn Fremri röð frá hægri: Baldur Scheving, Arnar Guðlaugsson, Einar Árnason, Kristinn Jörundsson, Erlendur Magnússon, Ásgreir Elíasson, Snorri Hauksson, Gunnar Guðmundsson. Aftari röð frá hægri: Guðmundur Jónsson þjálfari, Kúnar Gíslason, Ómar Ara- son. Marteinn Geirsson, Þorbergur Atlason, Hörður Helgason, Sigurbergur Sigsteinsson, Jóhannes Atlason fyrirliði, Helgi Kiima- son og Hilmar Svavarsson form. knd. i I J

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.