Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 37
35
ust þau er dó á barnsaldri. Elinborg lézt 9. desember
1902. Síðari kona Eyvindar er Sesselja, ættuð úr
Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Jóhann Daníels-
son og Kristín Eldjárnsdóttir. Þau giftust 1905. En
á þetta land fluttu þau tveim árum síðar og bjuggu
þar 5 ár. Nú eru þau búsett í Riverton. Börn
þeirra eru: 1. Jónas, giftur dóttur Jóhannesar frá
Engimýri við Riverton, Tómassonar landnema þar,
Jónassonar: 2. Egilsína Guðlaug; 3. Elinborg Guð-
rún; 4. Páll; 5. Jóna Sigríður; 6. Jóhann Kristinn
dó ungur. Eyvindur er prýðilega vel gefinn, orð-
hagur bæði og verkhagur, viðræðisgóður og skemti-
legur.
Landnemi, N. V. 2.
Kristján Kristjánsson. — Foreldrar hans voru
Kristján bóndi í Kvígindisdal í Reykjadal í Þingeyj-
arsýslu (af Illugastaðaætt) og Guðfinna hans
fyrsta kona. Kona Kristjáns Kristjánssonar var
Herborg Jónsdóttir bónda á Víðirhóli á Hólsfjöllum,
Árnasonar bónda á Staðarlóni í Axarfirði, Árnason-
ar bónda í Brekku í Núpasveit síðar í Þórunnarseli
í Kelduhverfi og bygði upp báða þá bæi eftir móðu-
harðindin 1783—4. Móðir Herborgar var Kristín
Eiríksdóttir bónda í Hafrafellstungu í Axarfirði,
Sigvaldasonar bónda s. st., Eiríkssonar bónda á
Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, Styrbjarnarsonar
bónda s. st. En móðir Kristínar var Herborg, Sig-
urðardóttir bónda á Grímsstöðum á Hólsfjöllum.
Móðir Jóns á Víðirhóli föður Herborgar var Guð-
björg Jónsdóttir bónda á Snartarstöðum í Núpa-
sveit. Bróðurson Jóns á Snartarst'öðum var Frið-
rik, faðir þeirra nafnkunnu bræðra: Árna kaup-
manns, Friðbjörns, Friðjóns og Olgeirs. Einnig í
nánari ætt við Herborgu, er hinn góðkunni rithöf-
undur, Friðrik Guðmundsson í Mozart Sask., er
skemtilegastar “Endurminningar’’ hefur skrifað.
Herborg var gáfuð kona og miklum kvennkostum
gædd. Kristján var glaðlyndur, greindur vel, oft
orðheppinn og findinn í tilsvörum. Þau hjón voru
nokkuð við aldur er þau tóku þetta land og bjuggu