Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 37

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 37
35 ust þau er dó á barnsaldri. Elinborg lézt 9. desember 1902. Síðari kona Eyvindar er Sesselja, ættuð úr Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Jóhann Daníels- son og Kristín Eldjárnsdóttir. Þau giftust 1905. En á þetta land fluttu þau tveim árum síðar og bjuggu þar 5 ár. Nú eru þau búsett í Riverton. Börn þeirra eru: 1. Jónas, giftur dóttur Jóhannesar frá Engimýri við Riverton, Tómassonar landnema þar, Jónassonar: 2. Egilsína Guðlaug; 3. Elinborg Guð- rún; 4. Páll; 5. Jóna Sigríður; 6. Jóhann Kristinn dó ungur. Eyvindur er prýðilega vel gefinn, orð- hagur bæði og verkhagur, viðræðisgóður og skemti- legur. Landnemi, N. V. 2. Kristján Kristjánsson. — Foreldrar hans voru Kristján bóndi í Kvígindisdal í Reykjadal í Þingeyj- arsýslu (af Illugastaðaætt) og Guðfinna hans fyrsta kona. Kona Kristjáns Kristjánssonar var Herborg Jónsdóttir bónda á Víðirhóli á Hólsfjöllum, Árnasonar bónda á Staðarlóni í Axarfirði, Árnason- ar bónda í Brekku í Núpasveit síðar í Þórunnarseli í Kelduhverfi og bygði upp báða þá bæi eftir móðu- harðindin 1783—4. Móðir Herborgar var Kristín Eiríksdóttir bónda í Hafrafellstungu í Axarfirði, Sigvaldasonar bónda s. st., Eiríkssonar bónda á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, Styrbjarnarsonar bónda s. st. En móðir Kristínar var Herborg, Sig- urðardóttir bónda á Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Móðir Jóns á Víðirhóli föður Herborgar var Guð- björg Jónsdóttir bónda á Snartarstöðum í Núpa- sveit. Bróðurson Jóns á Snartarst'öðum var Frið- rik, faðir þeirra nafnkunnu bræðra: Árna kaup- manns, Friðbjörns, Friðjóns og Olgeirs. Einnig í nánari ætt við Herborgu, er hinn góðkunni rithöf- undur, Friðrik Guðmundsson í Mozart Sask., er skemtilegastar “Endurminningar’’ hefur skrifað. Herborg var gáfuð kona og miklum kvennkostum gædd. Kristján var glaðlyndur, greindur vel, oft orðheppinn og findinn í tilsvörum. Þau hjón voru nokkuð við aldur er þau tóku þetta land og bjuggu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.