Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 49
47
arlagi. Sonu eiga þau þrjá og dætair tvær, Berg-
þóru og Agnesi, og eru báðar giftar. En synir þeirra
eru Eynrundur, Tómas og Þorvaldur. Árið 1930
brugðu þau hjón búi og fluttu til Gimli. En Eymund-
ur sonur þeirra keypti landið og býr þar. Kona hans
er Steinunn Guðmundsdóttir. Þau eru röskleg við
búskapinn. Börn þeirra eru: 1. Þorsteinn Sigurður;
2. Daníel Þórbern; 3. Anna Lovísa; 4. Agnes Mar-
grét; 5. Pálína Elinora.
Landnemi S. E. 7.
Guðmundúr J. Björnsson. — Faðir hans er Jón
Björnsson, er nam land í Framnesbygð. Guðmund-
ur er góður búmaður; er og hin snyrtilegasta um-
gengni á heimili hans. Hann er prúðmenni í allri
framkomu. Kona hans er Ragnhildur Sigurðar-
dóttir sjómanns á Reyni á Akranesi, Jónssonar.
Móðir hennar er Þuríður Árnadóttir bónda á Innra-
Hólmi á Akranesi, Þorvaldssonar bónda í Merki-
nesi, Oddssonar bónda í Vatnsholti í Flóa, Þor-
valdssonar á Þorkötlustöðum. En móðir Þuríðar
var Ragnhildur ísleifsdóttir. — Fimm börn eru
þeim fædd: 1. Arnold; 2. Franklín; 3. Jón; 4. Sigur-
þórp 5. Sólrún. Ragnhildur er hin mesta mynd-
arkona og skörulegasta.
Landnemi S. V. 7.
Þorsteinn Einarsson. — Hann er sonur Einars
Stefánssonar frá Ámanesi. Kona hans er Sigur-
borg, dóttir Þórarins Stefánssonar landnema í
Framnesbygð. Þau bjuggu aldrei á landinu, en
fluttust til Winnipeg. Þar eru þau búsett og eiga
börn. Nokkur þeirra eru að verða uppkomin.
Landnemi N. V. 7.
Emil Hornfjörð. — Hann er fóstursonur Jóns
Hornfjörð landnema í Framnesbygð. Hann vann
hér vel sínar landtökuskyldur. Með fósturforeldr-
um sínum flutti hann vestur að Leslie, Sask., og
býr þar á landi.
Landnemi N. E. 7.
Magnús Gíslason. — Hann er sonur Gísla Árna-
sonar og Dýrunnar, er námu land í Framnesbygð