Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 50

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 50
48 og bjuggu á Víðirhóli. Kona hans er Ástríður Ein- arsdóttir frá Árnanesi. Magnús hefir nú keypt land- nám Percy C. Jónassonar; en hann býr nú á Víðir- hóli, föðurleifð sinni. Hefir hann nú þrjú löndin undir til starfrækslu. Af landnámi sínu hefir hann heyskapinn. Hann er atorkumaður mikill við bú- skapinn. Og Ástríður stendur honum að hlið með ráðum og dáðum, og á þar góðan hlut að því horfi er stefnt hefir verið að til framsóknar. Og drengir þeirra eru að færast á legg hver af öðrum, og eru að verða atorkumenn og ramir að afli. Einar, sem er þeirra elztu, hefir gengið á kennaraskóla og kennir nú á barnaskóla (Vestri skóla). Kaupandi Hudson's Bay, N. E. 8. Unnsteinn Vilberg S. Eyjólfsson. — Hann er son- ur Sigurðar Eyjólfssonar, sem hér verður getið (S. V. 16). Hann keypti þetta land af Hudson’s Bay félaginu, en tók ekki heimilisrétt á landi; því er hann hafði aldur til landtökuréttar, voru öll þau lönd tekin hér í nánd við hann, er honum þóttu nýtileg. Unnsteinn er vel gefinn maður, prýðilega vel greindur, athugull, stiltur og gætinn; er drengskaparmaður og hinn prúðasti í allri fram- komu. Kona hans er Vilfríður dóttir Haralds Hólm og Helgu Gunnlaugsdóttur, er getið verður hér síðar (N. E. 31). Vilfríður er miklum kven- kostum gædd, gáfuð og prýðilega mentuð. Er og heimili þeirra hjóna eitt hið myndarlegasta frum- býli. Þau giftu sig 17. júní 1924. Börn þeirra eru: 1. Edward Ragnar; 2. Sesselja Grace: 3. Kathleen Helga Rósa. Landnemi S. E. 10 Steindór Árnason. — Faðir hans var Árni bóndi á Flagvellu, Steindórssonar bónda á Flagvellu, Þórðarsonar. Móðir Steindórs Árnasonar var Sig- ríður Jónsdóttir bónda á Syðri-Rauðalæk í Holtum, Hólmfastssonar. Hennar móðir var Arndís. Móðir Árna Steindórssonar var Sigríður Árnadóttir bónda í Háholti, Eiríkssonar bónda á Víkingslæk, Mar- teinssonar. En móðir Sigríðar Árnadóttur var Guð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.