Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 50
48
og bjuggu á Víðirhóli. Kona hans er Ástríður Ein-
arsdóttir frá Árnanesi. Magnús hefir nú keypt land-
nám Percy C. Jónassonar; en hann býr nú á Víðir-
hóli, föðurleifð sinni. Hefir hann nú þrjú löndin
undir til starfrækslu. Af landnámi sínu hefir hann
heyskapinn. Hann er atorkumaður mikill við bú-
skapinn. Og Ástríður stendur honum að hlið með
ráðum og dáðum, og á þar góðan hlut að því horfi
er stefnt hefir verið að til framsóknar. Og drengir
þeirra eru að færast á legg hver af öðrum, og eru
að verða atorkumenn og ramir að afli. Einar, sem
er þeirra elztu, hefir gengið á kennaraskóla og
kennir nú á barnaskóla (Vestri skóla).
Kaupandi Hudson's Bay, N. E. 8.
Unnsteinn Vilberg S. Eyjólfsson. — Hann er son-
ur Sigurðar Eyjólfssonar, sem hér verður getið
(S. V. 16). Hann keypti þetta land af Hudson’s
Bay félaginu, en tók ekki heimilisrétt á landi; því
er hann hafði aldur til landtökuréttar, voru öll
þau lönd tekin hér í nánd við hann, er honum
þóttu nýtileg. Unnsteinn er vel gefinn maður,
prýðilega vel greindur, athugull, stiltur og gætinn;
er drengskaparmaður og hinn prúðasti í allri fram-
komu. Kona hans er Vilfríður dóttir Haralds
Hólm og Helgu Gunnlaugsdóttur, er getið verður
hér síðar (N. E. 31). Vilfríður er miklum kven-
kostum gædd, gáfuð og prýðilega mentuð. Er og
heimili þeirra hjóna eitt hið myndarlegasta frum-
býli. Þau giftu sig 17. júní 1924. Börn þeirra eru:
1. Edward Ragnar; 2. Sesselja Grace: 3. Kathleen
Helga Rósa.
Landnemi S. E. 10
Steindór Árnason. — Faðir hans var Árni bóndi
á Flagvellu, Steindórssonar bónda á Flagvellu,
Þórðarsonar. Móðir Steindórs Árnasonar var Sig-
ríður Jónsdóttir bónda á Syðri-Rauðalæk í Holtum,
Hólmfastssonar. Hennar móðir var Arndís. Móðir
Árna Steindórssonar var Sigríður Árnadóttir bónda
í Háholti, Eiríkssonar bónda á Víkingslæk, Mar-
teinssonar. En móðir Sigríðar Árnadóttur var Guð-