Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 59
57
Hefur og háttprýði þeirra hjóna og stjórnsemi
heimilinu verið viðbrugðið. Því hefur líka efna-
hagur þeirra blessast, að þau hafa verið samhent
og samhuga í öllu því viðvíkjandi, svo þar hefur
aldrei verið skortur á neinu, er til bús hefur þurft að
hafa, hefur þó kostnaður verið mikill í því að fram-
fleyta fjölskyldunni, sem kostað hefur mikla ár-
vekni og ástundun. Bn Lára hefur verið hinn
mesti skörungur við búskapinn og sérlega lagin í
því að hafa alt í röð og reglu í sínum verkahring,
sem bó hefur verið umsvifameiri en flestra annara,
er sjá má þá litið er yfir barnatöluna hér að
framan. Má liún í einu orði teljast fyrirmynd í
húsfreyjustöðu. — En Björn hefur ekki liaft nema
aðra hendina til þess að vinna með. Þó hefur hann
getað mætt hverjum heilhentum meðalmanni að
flestum verkum. Hann var unglingur er hann misti
skot úr byssu í vinstri handlegginn, svo af varð að
taka upp við öxl. Var hann þá hætt kominn. En
með atfylgi góðra manna, — þó sérstaklega fyrir
fljót og viturleg úrræði kvennahetjunnar Ingibjarg-
ar móður hans, var honum komið í bát og róið
með hann frá heimili þeirra í Víðirnesbygð til Sel-
kirk. Þar var honum komið undir læknishendur.
Og þá var svo af honum dregið, að lífið virtist
blakta á bláþræði. En fyrir frábæra snild læknis-
ins urðu umskiftin önnur og fljótari en flesta hafði
dreymt um, og var það fögnuður í bygðina er það
fréttist að drengurinn væri á bezta batavegi, svo
hugþekkur var hann og þótti bera af öðrum ungum
sveinum í sínu umhverfi. Þegar hann hafði lokið
barnaskólanámi, gekk hann á kennaraskóla og
sóttist námið vel. Að því námi loknu kendi hann á
barnaskóla og fékk hið bezta orð á sig, fyrir góða
hæfileika í þeirri stöðu. Árið 1903, tók hann réttinn
á landinu og flutti á það ári síðar. Kendi hann
eftir það á skólanum í Árdal nokkra vetur. En þá
lét hann af því starfi er hann gifti sig og var
síðan óskiftur við búskapinn. En árið 1919, selur
Björn landið Jakobi bróður sínum og flytur til Ár-