Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 60
58
borgar. Þar stundar liann búskapinn í góðu horfi
sem áður. Björn er einn hinn mesti hæfileikamað-
ur og prýðilega mentaður, bráðhyginn og útsjónar-
samur. Hann var einn meðal hinna fremstu hvata-
manna að stofnun smjörgerðarbúsins í Árborg, með
þeim Sigurmundi kaupm. Sigurðssyni og Tómasi
Björnssyni á Sólheimum. Sveitarráðsoddviti í Bif-
röst hefur nú Björn verið undanfarin ár, sem er
vandasöm staða á þeim krepputímum er nú standa
yfir, og sízt af öllum vinsæl. Þó mun flestum bera
saman um það að leitun muni vera að jafnhæfum
manni sem Birni í þá stöðu.
Landnemi N. E. 18.
Jakob Sigvaldason. — Hann er bróðir Björns
Ingvars. Þeir bræður voru fyrstir landnemar Víðir-
bygðar. Jakob er atorkumaður mikill og kapp-
gjarn. Kona hans er Unnur Snorradóttir ’Jónsson-
ar, ágæt kona og umhyggjusöm við heimilið. Þau
giftu sig 27. mars 1907. Börn þeirra eru: 1. Kristj-
ám 2. Guðrún; 3. Árnfríður; 4. Geirþrúður; 5.
Jakob; 6. Erlendur. Þegar Jakob keypti af Birni
bróður sínum, færði hann bústað sinn á það land.
Landnemi S. E. 19.
Björn Erlendsson. — Faðir hans var Erlendur
Erlendsson bónda á Móbergi í Langadal, Erlends-
sonar. Móðir Björns er Ingibjörg Sigurðardóttir
bónda í Gautadal í Laxárdal, Sigurðssonar bónda í
Valdarási í Víðidal. Móðir Ingibjargar var Signý
Sigfúsdóttir Oddssonar. Hennar móðir var Ingibjörg
Björnsdóttir bónda á Auðólfsstööum í Langadal,
Guðmundssonar (Skagakongs) bónda í Höfnum
á Skaga, Björnssonar bónda í Valdarási í Víðidal,
Sveinssonar. Bróðir lngibjargar Björnsdóttur var
Ólafur, er bjó á Auðólfsstöðum, faðir séra Arnljóts
á Bægisá. Kona Björns er Kristín Tómasdóttir
prests á Barði í Fljótum Björnssonar d.br.m. í
Lundi í Fnjóskadal, Kristjánssonar. Bræður voru
þeir Björn í Lundi og Kristján amtmaður. Móðir
Kristínar var Ingibjörg Jafetsdóttir gullsmiðs, Ein-
arssonar stúdents. Einar var bróðir séra Sigurðar á