Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 67
65
bls. 744, sem Hannes Þorsteinsson hefir síðar fund-
ið að ekki var rétt, og leiðrétt það í nýjum viðauka,
sem liér er farið eftir. — Kona Magnúsar Jónas-
sonar er Guðbjörg Marteinsdóttir bónda á Skriðu-
stekk í Breiðdal, Jónssonar bónda í Skriðu, Gunn-
laugssonar bónda á Streit, Erlendssonar bónda þar.
Móðir Guðbjargar var Sigríður Einarsdóttir bónda
á Stórasteinsvaði, bróður Þorvarðar á Höskulds-
st'öðum. Móðir Sigríðar var Guðlaug Eiríksdóttir
bónda á Stórasteinsvaði, Hallssonar, Einarssonar,
Guðmundssonar, Hallssonar (stórbænda á Aust-
fjörðum), Einarssonar hins digra lögsagnara,
Magnússonar . Systir Guðlaugar Eiríksdóttur var
Vilborg, kona Þorvarðar á Höskuldsstöðum. Voru
því mæður þeirra hjóna Magnúsar og Guðbjargar,
systradætur og einnig bræðradætur. Þau giftu sig
5 júní 1873. Þá var Magnús 24 ára en Guðbjörg
21 árs. Til Vesturheims fluttu þau 1878 og tóku
land í Fljótsbygð. Synir þeirra, Jónas bóndi á Ósi
við Islendingafljót og Marteinn sveitarskrifari í Ár-
borg, sem áður er minst. Þrjú börn mistu þau: Sig-
ríði, tveggja ára; Jóhönnu Guðrúnu, um tvítugt,
og yngsta son sinn, Harald, fárra vikna. Á þetta
land fluttu þau 1905; tóku á því annan rétt. Þau
þóttu verið hafa hin mætustu hjón, og það mun
hafa verið leitun á jafn lífsglöðum og skemtilegum
manni sem Magnús var. Og Guðbjörg var hinn
mesti skörungur og ágætis kona. Magnús lézt 16.
nóvember 1930.
Þorsteinn Ingvar Kristjánsson keypti landið, er
þau Magnús og Guðbjörg hættu búskap. Hann var
áður búsettur í Árnesbygð. Faðir hans var Kristján
bóndi í Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, Bárðarson-
ar bónda á Flesjustöðum, Sigurðssonar. En móðir
hans var Ingveldur Þorsteinsdóttir bónda í Hraun-
dal ytri í Hraunhreppi, Brandssonar bónda s. st.
Móðir^ liennar var Ingveldur Jónsdóttir. Móðir
Kristjáns föður Þorsteins Ingvars var Jóhanna
Guðmundsdóttir bónda á Krossum í Staðarsveit á
Snæfellsnesi. Hún var systir Valdísar móður dr.