Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 74
72
urar ekrur af Lárusi Sölvasyni — suðvestur jaðar
af hans landnámi. Paðir Gtuðrúnar var Guðmund-
ur bóndi á Móum í Grindavík, Einarsson bónda í
Nýjabæ, Sæmundssonar. En móðir hennar var Her-
dís Aradóttir. Guðbergur Magnússon var maður
Guðrúnar. Hann var bróðir Aldísar konu Prank-
líns Péturssonar (II, S. V. 36). Þau fluttu til Vest-
urheims 1913, þá gift fyrir tveim árum, settust þá
að hér í Víðirbygð, en tóku hér ekki land, með því
að öll byggileg lönd voru upp tekin í þessu um-
hverfi. Börn þeirra eru: dætur tvær, Hólmfríður
og Vilborg Sigríður, en sonur þeirra er Guðmund-
ur Magnús, sem nú er 12 ára. Heim til íslands
fluttu þau hjón aftur 1919. Guðbergur lézt þar
1922. Sama ár tók Guðrún sig upp og flutti vest-
ur með börnin. Dóttir hennar, er hún eignaðist
eftir það, er Jakobína Guðrún. Á þær ekrur, er
hún keypti flutti hún 1928. Þar hefir hún ofurlít-
ið og vel meðfarið bú, er hún stundar með böm-
um sínum. Guðrún er tápkona, kjarkmikil og úr-
ræðagóð, greind og vel að sér ger.
II.
LANDNEMAR VÍÐIRBYGÐAR, T. 23, R. 1 E.
Landnemi S. E. 1.
Guðmundur Vigfússon. — Faðir hans var Vigfús
bóndi á Felli í Suðursveit í Skaftafellsþingi, Sig-
urðsson hreppstjóri á Reynivöllum í s. sv., Ara-
sonar. Móðir Guðmundar var Margrét Jónsdóttir
bónda í Odda á Mýrum, Jónssonar. En móðir henn-
ar var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móðir Vigfúsr
ar á Felli var Guðný Þorsteinsdóttir bónda á Felli.
Systir Vigfúsar var Ingunn, móðir Ara á Fagur-
hólsmýri, Hálfdanarsonar. — Guðmundur Vigfús-
son er hraustmenni að burðum og þótti víkingur til
verka, kappsfuilur og fylginn sér. — Hann vann
mest á sjó, er hann var heima á Íslandi og lét vel
sjóvolkið (víkingseðlið). Hann er þéttur á velli