Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 80
78
allra fremstu búenda í Norðurhéruðum Nýja ís-
lands, og flestum sínum stéttarbræðrum betur
mentur. Þó var ekki um aðra skólagöngu að ræða
utan barnaskóla, en einn vetur er hann gekk á
gagnfræðaskóla (Business College) í Winnipeg. Á
ungum aldri þótti hann bráðgerr til náms og talinn
líklegur til góðs frama. Og tiltölulega ungur gekk
hann í lögregluliðið í Winnipeg. Þar ávann hann
sér, sem hvarvetna annarstaðar, góðan orðstír. Var
það og virt við liann af yfirstjórn lögreglunnar,
hve mildur og mannúðlegur hann var við þá, sem
villuráfandi urðu á vegi hans og honum bar að
leiða, og hversu mikið far hann gerði sér um það,
að koma þeim til sinna heimkynna, eða þá til ein-
hverra kunningja, ef þeir ekki áttu heimili í bæn-
um. Þótti það gefa honum manndómsgildi meira,
hve vandur hann var að t'öku manna í svarta hús-
ið, sem margir þóttu vera teknir inn í að óþörfu,
af þeim, sem minst vildu hafa fyrir þeim fráviltu
vesalingum. — Er Þorgrímur var nýlega seztur
að á Storð, munu hæfleikar hans hafa komið fljót-
lega í ljós, því að þá var hann strax kosinn í stjórn
smjörgerðarhússins í Árborg, og skrifari var hann
fyrir það á tímabili, en varð að sleppa því vegna
annríkis við búskapinn. Og einn meðal hinna
fremstu stuðningsmanna var hann að stofnun
bændaverzlunarinnar í Árborg, og sat oftast í
stjórnarnefndum beggja þeirra þjóðnytja fyrirtækja
í senn og þótti þar hinn nýtasti starfsmaður. —
Hann var maður einbeittur og ákveðinn í skoðun-
um sínum og áhugamálum, er hann vann að í
framfaraviðleitni héraðsbúa; var þar með sam-
vinnþýður og virtur mikils af starfsbræðrum sín-
um, en ávann sér almennings hylli. “Traust al-
mennings á Þorgrími var örugt og óbrotgjarnt,”
kvað að orði einn merkur maður í Árborg. Slíkar
raddir um hann heyrðust víðar að. En sjálfur
hélt hann sér lítið fram til metnaðar, því að hann
var dulur og fáskiftinn. Og er þeim mönnum vel
farið, sem þann veg er háttað, að vera og reynast