Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Qupperneq 81
79
þeim mun trúrri sínum verkahring, sem þeir gefa
sig minna fram. Átti þar og kona hans það sam-
eiginlegt við hann, sem og í fleiri greinum. —
Landnámsjörð sína seldi Þorgrímur, en keypti aftur
hálft landnám Halldórs Abrahamssonar, er hornar
við ábýlisjörðina Storð. — Guðný Magnea heldur
áfram búskapnum með börnunum. Eru drengirnir
áhugasamir og kappgjarnir, vinna sem einn mað-
ur; má því góðs af þeim vænta í framtíðinni.
Bitur er öxin, sem reidd er að rótunum gildu;
ranimur er sá, sem að vegur að eikunum stinnu.
Hart er þeim fallið, sem hlúa að nýgræðing vildu,
hér er hinn starfandi máttur að eyðingarvinnu.
Felt hefir Dauði að Framnesi eikina háu,
foldu að geyma er stórvaxni meiðurinn falinn.
Það var oss kveðið sem þruma úr loftinu bláu.
Þorgrímur bóndinn á Storð er nú fallinn í valinn.
Bygðin er hnýpin og horfir í skuggana niður.
Hann sem að var hennar prýði og sómi og styrkur,
horfinn er burt frá þeim hóp sem að mörkina ryður.
Heiðríkur dagurinn orðinn af sorginni myi’kur.
Svift eru vörninni, ekkjan og börnin hans ungu
og aldraður faðir, þau sárasta harm eru lostin.
Erfitt að halda er áfram í stríðinu þungu,
öllum þá brynjan er rofin og skjöldurinn brostinn.
Þó munu vera hér bætur við sérhverju böli;
bara menn dugi að leita, þá munu þeir finna.
Gróður um stund þó að tefjist af frosti og föli
fær til þess máttinn að vaxa og þrautirnar vinna.
Þörf er oss mikil að reyna að læra aö lifa,
láta ei fjötrast hér niður við úrelta siði,
Þökk vor og heiður sé þeim, sem að rúnirnar skrifa,
þær, sem oss hjálpa að verða því göfuga að liði.