Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Page 84
82
Hallur Jónsson, sem giftur er Vilhelmínu dóttur
hans, hefir nú lagt drög fyrir kaup á landinu. Og
Vilhelmína er trygglynd sínum æskustöðvum; er
henni því mikið áhugamál, að reist verði úr rúst-
um landnámsbýli foreldra sinna. Og sigursæll er
góður vilji. Þangað fluttu þau hjón 1930. Þau giftu
sig 1916. Börn þeirra eru: 1. Guðrún; 2. Ólöf Hel-
en; 3. Lovísa Ragnheiður: 4. Edward Wilhelm; 5.
Bertha. — Hallur er Skaftfellingur að ætt. Faðir
hans var Jón bóndi í Skálafelli Hallson bónda s. st.,
Pálssonar bónda í Dilksnesi. En móðir hans var
Sigríður Eyvindsdóttir bónda á Litluheiði, Jónsson-
ar. Móðir Sigríðar var Guðrún Benediktsdóttir stú-
dents, Bergssonar prests í Einholti, Jónssonar. Móð-
ir Guðrúnar var Sigríður Bergsdóttir dbrm. og
sýslumanns. Hún var systir Benedikts, föður Lo-
vísu,, móður Guðrúnar móður Vilhelmínu konu
Halls.
Landnemi S. V. 24.
Jakob Björnsson. — Faðir hans var Björn Abra-
hamsson landnemi í Framnesbygð (lot 7). En
móðir hans er Björg Vilhelmína, sem nú (1932) er
86 ára; hefir enn góða heyrn og les gleraugnalaust
á bók; leita má vel til þess að geta séð grátt hár
á höfði hennar; hefir hún enn gott minni og góða
sansa. Svo sagði gamall maður, er þekti hana
unga, að hún hefði þótt með allra fríðustu konum.
Og svo sagði hann um Björn, er hann sá ungan,
að hann verið hefði hið fríðasta ungmenni. Enda
er Jakob með fríðustu mönnum og bezt á sig kom-
inn á vöxt, listfengur smiður og manna prúðmann-
legastur. Hann býr á föðurleifð sinni. Faðir hans
lézt í maímánuði 1923. En móðir hans dvelur lijá
honum og bústýru hans, Stefaníu Stefánsdóttur.
Heimilisréttarlandið hefir Jakob til heyfanga.
Landnemi N. V. 24.
Þorleifur Sveinsson. — Faðir hans var Sveinn
bóndi á Enni í Refasveit, Kristófersson bónda s. st.,
Sveinssonar. Móðir Þorleifs var Helga Þorleifsdótt-
ir bónda í Kambakoti á Skagaströnd. Móðir henn-