Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Side 97
95
Landnemi S. E. 3.
Björn Jóhannsson. — Foreldrar lians voru Jó-
hann Jóhannsson Teitssonar og Þóra Sigmunds-
dóttir, er bjuggu á Ósi á Skógarströnd. Móðir Jó-
hanns föður Björns var Margrét Sigurðardóttir
stúdents í Geitareyjum. Bróðir hennar var Jón
gullsmiður í Geitareyjum, faðir hinna listhæfu
Geiteyjarhræðra. Einn meðal þeirra var Jón Breið-
fjörð hreppstjóri á Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Kona Björns er Sigurbjörg yfirsetukona.
Foreldrar hennar voru Símon og Sigurlaug Einars-
dóttir Snorrasonar, er bjuggu á Sléttu í Aðalvík í
ísafjarðarsýslu. Sigurbjörg er þar fædd 18. apríl
1852. Sama árið lézt faðir hennar. Þegar hún var
tveggja ára var hún tekin til fósturs af séra Þór-
arni Böðvarssyni og konu hans Þórunni Jóndóttur,
er það ár 1854, fluttu að Vatnsfirði frá Melstað. Hjá
þeim merku hjónum ólst hún upp eítir það og með
þeim fór liún suður, er þau fluttu að Görðum á
Álftanesi 1868. Þar var hún hjá þeim tvö ár. En
1870 giftist hún Birni og fluttu þau vestur á
Skarðsströnd. — Árið 1911 tóku þau hjón þetta
land og settust á það. Börn þeirra eru: 1. Jóhanna,
gift Charles Fairbanks búsett í Struan, Sask; 2.
Sigurður, ókvæntur í Phoenix, Arizona; 3. Gísli, er
getið næst; 4. Jónas, giftur Guðfinnu Árnadóttur
ættaðri úr Vopnafirði, búsett í Mozart, Sask., hún
dáin; 5. Davíð, býr í Elfros, Sask., giftur Helen dótt-
ur Helga Jónssonar og Guðrúnar Einarsdóttur, er
bjuggu nálægt Eyford, N. Dakota; 6. Helgi, búsettur
vestur í Alberta. Til Davíðs sonar síns fluttu þau
hjón 1921. Þar iézt Björn 19. maí 1922, 77. ára.
Sigurbjörg er enn á lífi. Hún þótti verið hafa mik-
ilhæf kona, bráðgáfuð og vel verki farin. Hún
hefur verið ljósmóðir mesta fjölda barna. Sagt er,
að þann tíma er hún dvaldi hér, hafi hún tekið á
móti 105 börnum, bæði hjá íslenzkum og annara
])jóða konum. Viðbrugöið var því hve fljót hún
var að búa sig til ferða er hennar var leitað í þeim
erindum — var þó komin um sextugt er hún kom í