Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 102
100
í Mjóafirði, Ámasonar bónda á Skálanesi í Seyðis-
firði. En móðir hennar var Ingibjörg Ögmundsdótt-
ir bónda á Bæjarstæði í Seyðisfirði. Þau Ólafur og
Sólrún bjuggu á Gilsá í Mjóafirði. Þaðan fluttu
þau til Vesturheims 1903, en settust á þetta land
1907. Þar heitir Gilsá. Þau eignuðust átta sonu og
eina dóttur, Ingibjörgu, konu Benedikts Valdimars
í Framnesi í Geysisbygð. Þórður er elztur þeirra
bræðra; næstur honum að aldri, þeirra sem nú
lifa, er Snæbjörn, heima á Islandi. Hinir eru Helgi,
Magnús Ólafur, Sveinbjörn, allir kvæntir. Ingvar og
Björgvin dóu uppkomnir. Sólrún er látin fyrir
nokkru síðan. Hún þótti verið hafa merk kona.
Þórður býr nú á Gilsá; er ókvæntur og barnlaus
og farnast vel. Ekki slær hann sér mikið út, en vel
er hann hygginn og drengur er hann ábyggilegur.
Landnemi S. V. 3.
Gísli Jónasson. — Hann er sonur Jónasar Þor-
steinssonar og Lilju Friðfinnsdóttur, er bjuggu í
Djúpadal, þar sem þau námu land. — Kona Gísla er
Anna Sigríður, dóttir Jóns á Fögruvöllum, Bjarna-
sonar. Þau giftu sig árið 1900. Börn þeirra eru:
1 Guðrún Jónína, kona Andrésar Eiríkssonar mál-
ara í Árborg: dætur þeirra eru tvær: Lovísa Anna
og Sylvia Norma; 2. Una Sigríður, kona Hálfdanar
Ragnars Austmanns; 3. Hreggviður Leó; 4. Lilja
Ruby, kona Gunnlaugs B. Jóhannssonar; 5. María;
6. Guðmundur Normann: 7. Aðalheiður Anna; 8.
Gísli Haraldur; 9. Kapitóla Violet. — Hléskógar
heitir landnámsbýli þeirra hjóna, sem er eitt hið
myndarlegasta heimili: er og dugnaði þeirra og
skörungsskap vðbrugðið.
Landnemi N. V. 3.
Jónas J. Schram. — Hann var einkasonur for-
eldra sinna, Jósefs og Kristínar, sem hér verður
getið næst. Hann varð úti í hríðarbyl á Winnipeg-
vatni 1903, þá rúmlega tvítugur; greindur og góð-
ur piltur.