Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 111
109
stríðinu mikla og leiutenant í kvennadeildinni, vinn-
ur nú í þjónustu stjórnarinnar; 3. Oddný, gift Hrólfi
Þorsteinssyni smiðs að Sauðárkróki, Sigurðssonar,
eiga fimrn börn; 4. Áróra Herdís, gift Trausta ís-
feld, eiga eitt barn. Seinni maður Margrétar var
Þorsteinn Sigurðsson, smiður af Sauðárkróki, þjóð-
hagi mikill og víða kunnur. Séra Magnús J. Skafta-
son gaf þau saman.
Margréti er létt um að yrkja. Þegar hún var á
níunda ári gerði hún vísu, er svo er vel gerð af barni
— ekki eldra en á níunda ári að vert er að setja
hana hér.
Dauðans frost þig hefur hitt;
— hér að slíku gáið. —
Litla blómið ljúfa mitt
liggur þarna dáið.
Tilefni vísunnar var blóm er spratt upp fyrir utan
glugga yfir rúminu er hún svaf í og hún hafði miklar
mætur á, en fölnaði og dó við harða frostnótt. Það
þykir mikið í Margréti spunnið.
VIÐBÆTIR.
Að Asgeir Friðgeirsson var ekki ættfærður í sínum
landtökuþætti (lot. V. V. 20, bls. 67), kom til af þvi, að
samskrifari var ekki nægilega kunnugur allri afstöðu
ættarinnar, en Asgeir gaf aldrei fram neinar upplýsingar
viðvíkjandi landnámi sínu, sem þó var i bréfi til hans
mælst til að hann gerði, fyrir landnámssöguna. Og með
því að vissa var fengin fyrir þvi, að bréfið barst honum
i hendur, mátti ætla að hann ekki vildi sinna þeim tilmæl-
um — máske af þvi að hann vill sem minst láta á sér
bera. En eftir að landnámssagan kom út, gaf hann þær
upplýsingar um ætt sína, sem hér greinir:
Ásgeir Tryggvi er fæddur 17. október 1860. Faðir
hans var söðlasmiður og bóndi í Garði í Fnjóskadal, Ol-
geirsson. En móðir hans var Anna Asmundsdóttir hrepp-
stjóra að Þverá í Dalsmynni, Gíslasonar ættfræðings og
bónda í Nesi í Höfðahverfi, Ásmundssonar. Móðir Önnu
var Guðrún Rjömsdóttir dbrm. í Lundi í Fnjóskadal, Jóns-