Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 115

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Síða 115
113 vita af eigin sjón og reynd, hvernig fólki voru hér liði. Flutti hann við það tækifæri undur vinsamlega ræðu á Gimli, í samsæti er honum var þar haldið. Mun hann vera eini landstjórinn, er til Nýja Islands hefir komið. Er það eigi lítið ánægjuefni fyrir oss Islendinga ,að Dufferin lávarður, hinn stórmerki atgervismaður og ágætis, hefir gefið oss hinn bezta og glæsilegasta vitnisburð, sem vér höfum nokkru sinni hlotið í þessu landi. — Elzta og söguríkasta stórbygð vor Islendinga hér vestra er Nýja Island. Einmitt sú bygð, er hinn tigni landstjóri heimsótti forðum daga. Frumherjar þeirrar bygðar, þeir menn, er Dufferin lávarður gekk í ábyrgð fyrir ,og sem sumir eru enn á lífi, voru mennirnir, er lögðu grundvöllinn að búnaði, lifnaðarháttum og þeirri vel- gengni, sem segja má að jafnan hafi átt heima í Nýja Islandi. Svo er sagt forðum daga, að þegar Hrafna-Flóki vík- ingur og félagar hans, Herjólfur og Þórólfur, komu heim til Noregs frá Islandi, eftir nokkra dvöl þar, að þeim hafi ekki komið sem bezt saman um kosti eða gæði landsins. Er sagt að Herjólfur hafi sagt bæði frá kostum og göll- um Islands, en Hrafna-Flóki hafi lastað það mjög. Enda var hann maðurinn, sem gaf landinu hið kuldalega nafn. Þórólfur lofaði landið, kvað þar drjúpa smjör af hverju strái, og fékk fyrir það viðurnefnið, sem hann er þektur með í sögunni. Svipað var með Nýja Island. Hrafna-Flóki átti sína eftirkomendur, er löstuðu landið. Sá hópur var um eitt skeið ærið fjölmennur. Aftur voru þar sumir sem töluðu í anda Herjólfs, vildu vera sanngjarnir, og töldu réttast að lofa hvorki landið né lasta. En svo átti Nýja Island, jafnvel á fyrstu tíð, sína sterku meðhalds- menn. Það er ekki víst að Sigtryggur Jónasson og félag- ar hans hafi haft alveg það sama í huga, þegar þeir héldu fram gæðum Nýja Islands, eins og Þórólfur Smjör var að hugsa um, þegar hann var að hæla landkostum á Islandi; en það var þó eitthvað svipað. Og eins og álit Þórólfs, er ef til vill hefir þótt öfgakent, styðst þó við mikil sann- indi, eins er og að koma í ljós, því betur er timar líða, að skoðun Sigtryggs og félaga hans á landgæðum Nýja Islands var hin rétta og sanna. Farsæld og velgengni lands, eða bygðar, hvílir á vel- liðan hinna mörgu. Auðlegð einstakra manna og fátækt fjöldans, er ásigkomulag, er hvert þjóðfélag þarf að var- ast. Misskifting eigna og þæginda útilokar alla sanna farsæld. Þar sem jöfnuðurinn er mestur, þar líður fólk- inu bezt. Frá byrjun vega má svo segja, að engin veruleg mis- skifting auðs eða eigna ,hafi verið Nýja Islandi. Sára fáir hafa nokkurntíma geta talist ríkir. Sára fáir einnig, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.