Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 115
113
vita af eigin sjón og reynd, hvernig fólki voru hér liði.
Flutti hann við það tækifæri undur vinsamlega ræðu á
Gimli, í samsæti er honum var þar haldið. Mun hann vera
eini landstjórinn, er til Nýja Islands hefir komið. Er það eigi
lítið ánægjuefni fyrir oss Islendinga ,að Dufferin lávarður,
hinn stórmerki atgervismaður og ágætis, hefir gefið oss
hinn bezta og glæsilegasta vitnisburð, sem vér höfum
nokkru sinni hlotið í þessu landi. —
Elzta og söguríkasta stórbygð vor Islendinga hér
vestra er Nýja Island. Einmitt sú bygð, er hinn tigni
landstjóri heimsótti forðum daga. Frumherjar þeirrar
bygðar, þeir menn, er Dufferin lávarður gekk í ábyrgð
fyrir ,og sem sumir eru enn á lífi, voru mennirnir, er lögðu
grundvöllinn að búnaði, lifnaðarháttum og þeirri vel-
gengni, sem segja má að jafnan hafi átt heima í Nýja
Islandi.
Svo er sagt forðum daga, að þegar Hrafna-Flóki vík-
ingur og félagar hans, Herjólfur og Þórólfur, komu heim
til Noregs frá Islandi, eftir nokkra dvöl þar, að þeim hafi
ekki komið sem bezt saman um kosti eða gæði landsins.
Er sagt að Herjólfur hafi sagt bæði frá kostum og göll-
um Islands, en Hrafna-Flóki hafi lastað það mjög. Enda
var hann maðurinn, sem gaf landinu hið kuldalega nafn.
Þórólfur lofaði landið, kvað þar drjúpa smjör af hverju
strái, og fékk fyrir það viðurnefnið, sem hann er þektur
með í sögunni. Svipað var með Nýja Island. Hrafna-Flóki
átti sína eftirkomendur, er löstuðu landið. Sá hópur var
um eitt skeið ærið fjölmennur. Aftur voru þar sumir
sem töluðu í anda Herjólfs, vildu vera sanngjarnir, og
töldu réttast að lofa hvorki landið né lasta. En svo átti
Nýja Island, jafnvel á fyrstu tíð, sína sterku meðhalds-
menn. Það er ekki víst að Sigtryggur Jónasson og félag-
ar hans hafi haft alveg það sama í huga, þegar þeir héldu
fram gæðum Nýja Islands, eins og Þórólfur Smjör var að
hugsa um, þegar hann var að hæla landkostum á Islandi;
en það var þó eitthvað svipað. Og eins og álit Þórólfs,
er ef til vill hefir þótt öfgakent, styðst þó við mikil sann-
indi, eins er og að koma í ljós, því betur er timar líða,
að skoðun Sigtryggs og félaga hans á landgæðum Nýja
Islands var hin rétta og sanna.
Farsæld og velgengni lands, eða bygðar, hvílir á vel-
liðan hinna mörgu. Auðlegð einstakra manna og fátækt
fjöldans, er ásigkomulag, er hvert þjóðfélag þarf að var-
ast. Misskifting eigna og þæginda útilokar alla sanna
farsæld. Þar sem jöfnuðurinn er mestur, þar líður fólk-
inu bezt.
Frá byrjun vega má svo segja, að engin veruleg mis-
skifting auðs eða eigna ,hafi verið Nýja Islandi. Sára fáir
hafa nokkurntíma geta talist ríkir. Sára fáir einnig, sem