Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 8
Asgrímur Stefánsson 40 ára starf í Stykkishólmi Nokkur sem la^>t hafa lið í Stykkishólmi. Talið frá vinstri: Daníel Glad. Guðný R. Jónasdóttir, Gunnar Lindblom, Margareta Lindhlom, Hinrik borsteinsson. Bergþóra Kristinsdóttir, Benjamín Þóröarson, Sigurlaug Kristinsdóttir, Ásgrímur Stefánsson, Sigríður Hendriksdóttir, Ingimar Vigfússon. Dagana 16.-19. júlí 1987 var haldið mót í Stykkishólmi, til að minnast 40 ára starfs Hvíta- sunnumanna þar. Aðkomnir gestir voru 30-40 manns. Mótið setti Benjamín Þórðarson, fimmtudagskvöldið 16. júlí. Samkomur voru þrjár á dag, bænasamkoma fyrir há- degi, biblíulesturkl. 14:00 og op- inber samkoma kl. 20:30 á kvöldin. Mótið endaði með sam- komu á sunnudegi kl. 15:30. Á fyrstu samkomunni afhenti Einar J. Gíslason Amtbókasafni Stykkishólms að gjöf 200 ára gamla bók, Krosssálma eftir Valintíni Vudriani. Bókin er handrit, skrifuð í Fagurey á Breiðafirði 1787, af Ólafi Sveins- syni. Bæjarstjórinn tók á móti gjöf- inni fyrir hönd Amtbókasafns- ins. Um leið og hann þakkaði hana tilkynnti hann fyrir hönd bæjarstjórnar að samþykkt hefði verið á bæjarstjórnarfundi að sýna Hvítasunnusöfnuðinum viðurkenningu og þakkir fyrir gott starf í þágu bæjarfélagsins á þessum 40 árum með því að fella niður fasteignagjöld af húseign þeirra hér eftir. Benjamín Þórð- arson þakkaði þessa vinsamlegu viðurkenningu bæjarstjórnar. Á samkomunni var rakin í stórum dráttum saga starfsins, og er hér útdráttur úr því. 17. janúar 1947 komu hjónin

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.