Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 9
0 F.v. Garðar Ragnarsson, Jóliann Pálsson, Ásmundur Eiríksson, Kristján Reykdal, Guðnuindur Markússon, Tryggvi Eiríksson, Ásgrímur Stefánsson, Þórarinn Magn- ússon. Myndin cr tckin á sumarmóti í Stykkishólmi 1959. Herta og Þórarinn Magnússon til Stykkishólms með það í huga að hefja þar safnaðarstarf. Með þeim í þessari fyrstu ferð voru bræðurnir Guðmundur Markús- son og Pétur Pétursson. Byrjað var með því að fá kirkjuna lán- aða og voru tvær fyrstu samkom- urnar haldnar þar, og síðan í samkomuhúsi bæjarins. Aðsókn var mjög góð. Alls dvöldust þau í tíu daga það sinn. Seinna um veturinn kom Pórarinn einn og hafði þá samkomur í heimahús- um. Um voriö 1947 komu þau hjónin aftur og Guðmundur Markússon með þeim. Þá hitti Guðmundur Sigurð O. Lárus- son afgreiðslumann í kaupfélag- inu. Hann hafði þá eignast frels- ið í Kristi um veturinn, en ekki gefið sig fram við þau. Hann fékk Guðmundi kr. 100,00, sem hann gaf í starfið. Urðu þeir sammála um það Guðmundur og Þórarinn að þetta skyldi verða fyrsti vísirinn að bygging- arsjóði fyrir samkomuhús í Stykkishólmi. Þar með var lagð- ur grundvöllur að því verki sem síðar varð að veruleika. Þá þegar var sótt skriflega um lóð til hreppsnefndarinnar, sem varð við beiðninni og úthlutaði þeirri lóð sem húsið stendur á. I byrjun júlí 1947 var hafist handa við að grafa fyrir húsinu. Voru þá mættir til þess verks Oskar Guðjónsson og Emil Kar- vel frá Vestmannaeyjum, Páll Lúthersson frá Akureyri, Hall- dór Vigfússon frá Brjánslæk, Þórarinn Magnússon og Stefan- ía Sigurðardóttir frá Mjóafirði við Djúp, sem var matráðskona. Búið var og matreitt í tjöldum til að byrja með. Grunnurinn var steyptur 6. ágúst 1947. Eggert Jónsson, Pét- 111' Pétursson og mágur Eggerts, Gestir á sumarmóti 1959. Páll, komu frá Reykjavík til að slá upp fyrir grunninum. Nokkru seinna komu Sigur- mundur Einarsson, Eric Erics- on, Karl Anderson frá Svíþjóð, Harald Kyvik og Ásgrímur Stefánsson frá Akureyri. Kjall- arinn var steyptur um haustið. Marteinn Markússon, smiður frá Görðum, sló upp fyrir efri

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.