Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 26
Vilborg R. Schram Ungur vinur minn, sjö ára, kom í heimsókn til mín eitt haust, rétt eftir að skólinn byrj- aði. Ég spurði hann hvort hann hefði sama kennara og árið áður. Hann svaraði já og nei. „Sú sem kenndi mér ætlar að fara að eiga barn, en ég hef ann- an kennara á meðan.“ Þá segi ég, án þess þó að vænta svars. „Hvað segirðu, ætlar hún að fara að eiga barn, af hverju er hún að því konan?“ Þá verður þessi ungi vinur minn hugsi og segir síðan: „Ég held ég viti það, hún vill verða rík, börn eru nefnilega dýrmæt.“ Mér verður oft hugsað til þessa svars og oft hef ég óskað þess að fleiri litu þannig á málin. Verðmætamatið í þjóðfélagi okkar er svo rangt. Svo virðist sem börn séu oft fyrir hinum fullorðnu og komi í veg fyrir að foreldrarnir, þá sér í lagi móðir- in, geti notið sín. Við heyrum sjaldnar talað um þau forréttindi sem það eru að eiga barn og mega ala það upp. Öllum foreldrum, sérstaklega hinum kristnu, ætti að vera ljóst hve það er mikil ábyrgð að ala Börn eru dýrmæt barn í jrennan syndum spillta heim. Abyrgð sem Guð hefur falið okkur og vill hjálpa okkur að bera. Við höfum í höndunum ómótaðan leir, sem við eigum að móta úr eitthvað fallegt og gott, en að verkstjóra höfum við okk- ar himneska föður. Margir vilja flytja uppeldis- hlutverkið meira yfir á skólana, láta þá vera ábyrga fyrir uppeldi barnanna og veita öllum börn- um aðgang að barnaheimilum. En sem fóstra og þriggja barna móðir hef ég kynnst því að þótt starfsfólk þessara stofnana sé allt af vilja gert þá getur það ekki sinnt hverju barni eins og þörf er á. Og enginn getur komið í stað móðurinnar og myndað það til- finningasamband sem yfirleitt skapast milli móður og barns. Því er það afar mikilvægt að móðirin geti verið heima hjá börnum sínum á meðan þau eru ung og annast þau. Reyndar tel ég að unglingar þurfi ekki síður á því að halda að mæður þeirra séu heima, þegar þeir koma úr skólanum. Það er svo margt sem vill lokka og laða unglinga til sín í dag. Ef enginn er heima þegar skóla lýkur, þá langar unglinginn ekki að fara heim þar sem enginn er til að tala við, heldur fer hann þangað sem félagsskap er að fá. Ungl- ingar þurfa mikinn félagsskap. Þess vegna er nauðsynlegt að hægt sé að mynda náið og gott samband vináttu — milli for- eldra og barna á ineðan þau eru ung, því það er erfitt að eignast vináttu þeirra á unglingsárun- um, ef hún hefur ekki verið áður til staðar. Fullyrt er að börnum nægi ekki að fá nægan mat og líkam- lega umönnun, þau verða að njóta kærleika, ástar og alúðar til að þrífast. Það er svo oft sem starf móðurinnar er vanmetið og oft finnst mér að þjóðfélagið refsi þeim konum, t.d. með auk- inni skattbyrði, sem vilja vera heima og leggja sig fram um að ala upp heilbrigða og nýta ein- staklinga. Við þurfum að sam- einast um að biðja fyrir því og vinna að því að þetta breytist, að börnin verði álitin dýrmæt. Það þarf að borga sig fyrir þjóðfélag- ið í heild að mæður, eða feður, geti verið með börnum sínum

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.