Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 2
öldungar og forstöðumenn í Nyamira. Frímann Ásmundsson og Daníel Jónasson, greinarhöfundur í aftari röð, lengst til hægri. Daníel Jónasson: Kynnisferð til Kenya Þann 16. júní 1987 lagði ég upp í ferð til Kenya. Fyrst var haldið til Noregs og dvalist þar í 6 daga. 22. júní flaug ég svo til London og eftir nokkurra klukkustunda bið þar á flugvellinum var stigið um borð í Boeing 747 og hóf hún sig til flugs kl. 20:40. Flogið var alla nóttina, snæddur kvöld- verður og morgunverður. Eftir átta tíma flug var lent í Nairobi kl. 6:40 að staðartíma. Frímann Asmundsson og fjöl- skylda tóku á móti okkur, en samferða mér frá Noregi voru tengdaforeldrar hans, ung syst- urdóttir Aud, konu Frímanns, og vinkona hennar. Fyrstu nótt- ina var sofið í Karen Bible School í útjaðri Nairobi. Sá biblíuskóli er rekinn sameigin- lega af sænskum og norskum Hvítasunnumönnum og fá þar innfæddir forstöðumenn og trúboðar uppfræðslu í Guðs orði. Þaðan var haldið til hafnar- borgarinnar Mombasa við Ind- landshaf og stefna tekin á Tunglskinsströndina 20 km sunnan við borgina. Aud og Frí- mann reyna að taka sér frí eina til tvær vikur tvisvar á ári þegar frí er í skólanum og verða þá að fara að heiman til að fá frið og næði til hvíldar. Eftir sex daga á ströndinni var ekið sem leið lá um Nairobi til Thessalia kristni- boðsstöðvarinnar, um 900 kíló- metra leið. Kristniboðsstöðin Thessalia Thessalia er elsta kristniboðs- stöð norskra Hvítasunnumanna í Kenya og stendur á hæð um 60 km austur af borginni Kisumu, sem stendur við Viktoríuvatn. Hún er í um 1350 metra hæð yfir sjó og rétt sunnan við miðbaug. Það var árið 1955 sem norski kristniboðinn Arvid Bustgárd kom þangað í leit að heppilegu svæði, sem gæti orðið vettvang- ur norsks kristniboðs. Hann keypti þetta ágæta land undir stöðina af bandarískri ekkju, en hún og maður hennar höfðu haf- ið þar starf 1950. Frá stöðinni er fagurt útsýni til allra átta, gróð- ursælar sveitir og aflíðandi hæðir og fjöll í fjarska. í 32 ár hefur kristniboðsstöðin verið í stöðugri uppbyggingu. * Reist hafa verið 8 íbúðarhús fyrir kristniboða og mörg önnur fyrir innfædda, forstöðumann, trúboða, kennara o.fl. Pá hefur verið byggð kirkja, sjúkrastofa, fæðingarheimili, barnaheimili, skóli fyrir börn kristniboðanna og heimavist fyrir þau, skóli fyrir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.