Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 3
innfædda og mörg önnur stór og smá hús, alls meira en 50 talsins. Skólinn fyrir innfædda er þannig byggður að hver aldurshópur hefur sitt eigið hús, sem er ein stór stofa, (samtals 6 hús), og auk þess stórt verknámshús, sem Frímann annaðist byggingu á og hefur þrjár stórar kennslu- stofur. Auk þess hefur hann annast byggingu fjögurra kenn- arabústaða. Þótt húsin séu svo mörg er ekki hægt að segja að svæðið sé þéttbyggt, því húsin standa á víð og dreif og milli þeirra eru grasbalar og ýmiss konar tré og skrautrunnar. Þar vaxa appelsínu- og sítrónutré, kókospálmar og ýmis önnur ávaxtatré. Þegar ég kom til Thessalia í byrjun júlí voru sjö kristniboðar starfandi. Auk Aud og Frí- manns eru fimm konur, ein er hjúkrunarfræðingur á sjúkra- stofunni, tværeru bæði hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður og sjá um fæðingarheimilið og svo hafa tvær ábyrgð á barnaheimilinu. Auk þess eru innfæddir starfs- menn á öllum þessum stofnun- um. Aud annast kennslu í norska skólanum auk margra annarra umfangsmikilla starfa og Frímann hefur höfuðábyrgð á andlega starfinu á stóru svæði. Allir hinir starfa að beinu trúboði eftir því sem tækifæri gefast, t.d. meðal sjúklinga og barna og svo á ýmsum stöðum þar í kring. Um miðjan júlí komu ung norsk hjón til starfa í fyrsta sinn og stuttu síðar kom aftur sá kristniboði, sem annast bókadreifingu, eftir nokkurra mánaða frí. Auk hinnar félagslegu aðstoð- ar við fólkið í þessum héruðum, er höfuðtilgangurinn með upp- byggingu þessarar kristniboðs- stöðvar sjálft kristniboðsstarfið, sem hefur borið ríkulegan ávöxt gegnum árin. Skipulag starfsins Norska kristniboðið, sem nefnist „Free Pentecostal Fel- lowship in Kenya“, nær nú yfir stórt svæði sem byggt er mis- munandi þjóðflokkum, sem hver hefur sitt eigið tungumál, en tungumálin eru eins ólík og íslenska og hebreska. Opinbert mál í Kenya og nálægum löndum er swahili, en aðeins brot af fólk- inu skilur það. Sumir tala ensku vel og margir skilja hrafl í henni. Kristniboðarnir nota ensku og swahili og njóta aðstoðar túlka. Með tímanum hefur norska svæðinu verið skipt upp í fimm minni svæði og fer skiptingin eft- ir þjóðflokkum. Auk Thessalia hafa verið byggðar þrjár minni kristniboðsstöðvar og eru skólar og sjúkraþjónusta á tveimur þeirra. A Thessaliasvæðinu býr Luo þjóðflokkurinn og eru nú um 30 söfnuðir á þessu svæði. A Nyanbare svæðinu norð-vestur af Thessalia búa einnig Luo- menn og l'leiri minni þjóðflokk- ar. Þar eru söfnuðirnir um 160, en stöðin var reist fyrir um 20 árum. Á Kipsigis- og Oyogis- svæðinu suður af Thessalia eru einnig allmargir söfnuðir. Nýj- asta svæðið er um 100 km suð- vestur af Thessalia þar sem Kisii þjóðflokkurinn býr á hæðóttu landsvæði í 1600-2000 metra hæð yfir sjó. Þar hófst skipulagt kristniboð fyrir um 12-13 árum og hefur framgangur verið ör, þar eru þegar starfandi 30 söfn- uðir. Einnig er starfað í Nairobi. Á öllum norsku svæðunum eru hátt á þriðja hundrað sjálfstæðir söfnuðir auk fjölmargra út- stöðva. Til þess að söfnuður geti orðið sjálfstæður þarf hann að geta launað eigin forstöðumann. s. Hvert svæði hefur sína stjórn og er kristniboði svæðisins odda- maður hennar. Til hennar geta söfnuðir leitað nteð erfið vanda- mál og hún annast sameiginleg mál safnaðanna á svæðinu. Þess- ar stjórnir koma saman mánað- arlega. Auk þess er yfirstjórn fyrir allt norska svæðið, sem er tengiliður milli svæðanna og sker úr alvarlegri málum, ef upp koma. Þessi yfirstjórn kemur saman til ráðstefnu einu sinni á ári. Eins og áður sagði, reka Norðmenn í samstarfi við Svía biblíuskóla í höfuðborginni. Sænska kristniboðið er byggt upp á svipaðan hátt og það norska, en Svíar starfa annars staðar í landinu. Norðmenn og Svíar hafa eina sameiginlega nefnd sem kemur saman árlega. Einn kristniboði ber ábyrgð á hverju svæði, nema hvað Frí- mann þarf nú um stundarsakir a.m.k. að annast tvö svæði, þar sem tveir kristniboðar fóru heim í vor. Margir álíta sjálfsagt að kristniboðinn sé í því seint og snemma að prédika frelsisboð- skapinn ófrelsuðum heiðingj- um. En verkefnin eru svo marg- vísleg að hann kemst hreinlega ekki yfir það. Kristniboðinn er bæði andlegur leiðtogi á sínu svæði og þarf auk þess að hafa yfirumsjón með fjölmörgum hagnýtum verkefnum. Tvisvar til fjórum sinnum á ári hefur hann leiðtogamót fyrir alla for- stöðumenn, öldunga og trúboða á sínu svæði. Þetta eru upp- byggjandi mót, þar sem tíminn er notaður til bæna og uppbygg- ingar í Guðs orði og til að ræða um tilhögun starfsins. Margir þessara leiðtoga hafa fremur litla biblíuþekkingu og notar kristniboðinn því tímann, eins vel og hægt er, til að uppfræða

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.