Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 11
Auðunn Blöndal: Af hverju frelsi? Ef þú hefur tekið á móti Kristi sem persónulegum frelsara þín- um, kemst þú ekki hjá því að verða fyrir árásum á einhvern hátt. En þessar árásir eru smá- vægilegar þegar þú setur þær á vogarskálar til að meta hvort það hafi nú verið rétt ákvörðun að taka þetta spor sent frelsið í Jesú Kristi er. Jafnvel þar sem líf manna hefur verið í veði, hafa þeir sem þekkt hafa Krist vel, ekki hugsað sig um augnablik að láta heldur lífið en að láta af trúnni. Pá kemur þessi spurning, sem svo margir, sem ekki eiga þessa reynslu, spyrja. Hvað er það, sent þú öðlast við að fara þennan veg, sem gerir þetta þess virði að verða talinn smáskrýt- inn eða jafnvel alvitlaus, ef menn hafa kannski fórnað ein- hverju sjáanlegu fyrir þetta frelsi? Ég lield að svarið sé aðeins eitt og það er að öðlast eilíft líf að loknu þessu lífi hér á jörðinni. Ef við lítum á málið svolítið nánar, sérðu að þú hefur kannski eytt öllum þínum bestu árum í að byggja upp heimili. Þetta á við um þá sem komnir eru yfir miðjan aldur. Hinir yngri eru ef til vill að byrja að byggja upp draumaheimilið og það er svo sannarlega ekkert rangt við það, því fátt er eins dásamlegt og gott heimili. En það gleymist oft við eril og ann- irnar, sem fylgja þessum upp- byggingum, að lífið er ekki nema 70 ár og þegar best lætur 80. Allavega eru fáir til stórræða búnir eftir að hafa náð slíkum aldri. Hvað tekur við þá? Dauð- inn segja menn og eilíf hvíld í gröfinni eftir það. En getur þú, sem þannig hugsar, treyst því að þessu sé svona farið? Þú segir ef til vill: Flestir reyna að hugsa sem minnst um þetta og þeim virðist líða ágætlega. Eru þetta ekki líka aðallega hinir svoköll- uðu „sértrúarflokkar" sem boða það að við þurfum að gera eitt- hvað róttækt til að öðlast það sem þeir kalla eilíft líf? En þá er ég kannski kominn að kjarna málsins og langar að spyrja þig sem þannig hugsar. Hvað er „sértrúarflokkur"? Okkur hættir svo oft til að rugla saman orsök og afleiðingu. Eftir að ég tók við Kristi sem mínum persónulega Frelsara finnst mér að ég skilji þetta. Þessir flokkar náðu að festa rætur af því að fólk fann þessa þörf að frelsast og þegar það svo hitti aðra með samskonar þrá, urðu þessir flokkar til. Ef þjóðkirkjan okkar hefði tekið á þessum málum eins og Biblían boðar, hefði hvorki ég né aðrir þurft að fara annað en í næstu kirkju til að fá fyrir- gefningu syndanna og skírast þeirri skírn sem engan veginn er hægt að ganga framhjá ef maður vill trúa Guðs orði. Kæri lesandi, sem ekki hefur gert upp þín mál við Drottin með því að láta frelsast, gerðu það strax í dag. Þú hefur engu að tapa en allt að vinna, og eins og ég hóf mál mitt með að þú gætir fengið smá árás frá vinum eða vandamönnum, þá er það svo lítilfjörlegt gjald fyrir eilífa lífið og margfalt betra líf hérna meg- in. Lestu 14. kafla Jóhannesar, þar segir frá þessum himneska bústað sem bíður okkar ef við viljum þiggja boðið um dvölina þar. í Jóhannesarguðspjalli 3. kafla segir Jesús: „Enginn getur séð Guðsríki nema hann endur- fæðist" og því máttu trúa að Kristur hefur aldrei sagt ósatt.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.