Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 17
w jafnrétti þegar hann fyrirskipar að konur skulu þegja í kirkj- unni? Er um mótsögn að ræða þegar postulinn annars vegar viðurkennir þátttöku kvenna í þjónustunni en hins vegar bann- ar þeim að tala þegar söfnuður Krists er saman kominn til lof- gjörðar? Til þess að svara þessu er nauðsynlegt að byrja á að lesa í samhengi I. Korintubréf 14:26- 40. Hér er Páll að ræða um reglu á lofgjörðarsamkomum og í framhaldi af því setur hann fram reglur um notkun á gáfum and- ans. í versum 27 og 28, til dæmis, segir að hver sem er megi tala tungum, en aðeins tveir eða þrír í röð, og þá aðeins að einhver sé til að útlista, annars þegi þeir í kirkjunni. Á sama hátt segir í versum 29 og 32 að allir megi spá (aftur enginn greinarmunur á kynjum), en aðeins tveir eða þrír geti með góðum árangri spáð á hverri samkomu. Stund- um verður jafnvel smurður spá- maður að þegja til þess að allt geti farið fram með reglu (v.30). I þessu sambandi talar Páll um það að konur eigi að þegja. Þetta er auðskilið þegar litið er aftur á siði og venjur þeirra t.'ma. Sumir fræðimenn minna okkur á það að konur höfðu ekki hlotið formlega menntun í Ritn- ingunum á sama hátt og karl- menn og gætu þess vegna hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að skilja þegar Gamla testa- mentið var lesið og rætt. I ákafa sínum að læra og skilja áttu þær það til að spyrja menn sína um skýringar á meðan á guðsþjón- ustunni stóð. Þar sem karlmenn sátu í aðalhelgidóminum, en konur á svölum eða á bak við grindverk, samkvæmt venju þeirra tíma, þá höfðu slíkar spurningar truflandi áhrif á guðsþjónustuna. Þess vegna, til þess að allt fari fram með reglu, skipar Páll konum að þegja í kirkjunni, og spyrja menn sína heima (v.35). I þessu samhengi geta vers 14 og 15 ekki verið skil- in sem almennt bann við þjón- ustu kvenna í kirkjunni nema vera mjög afbökuð. Þess í stað er Páll að hvetja söfnuðinn í Korintu til þess að viðhafa reglu í guðsþjónustum sínum, og af því getur kirkja Krists nú á dög- um rnikið lært. En hvað um I. Tímóteusar- bréf 2:12? Ef ekki er hægt að nota I. Korintubréf 14:34-35 sem rök gegn þjónustu kvenna í kirkjunni þá er örugglega hægt að nota til þess athugasemdir Páls í I. Tímóteusarbréfi, og það hafa margir gert. Samt sem áður er einnig notadrjúgt að skoða samhengi þessa kafla. Gordon Fee og Marcus Barth, vel þekkt- ir fræðimenn, benda á að á dög- um Tímóteusar var Efesus mikið „kvenréttindabæli.“ Þessi mikla heimsborg var miðstöð átrúnað- ar hinnar margbrjósta frjósemis- gyðju Artemisar, öðru nafni Díönu. Til forna var musteri hennar eitt af sjö undrum heims, og hundruð kvenna þjónuðu þar sem prestar og stjórnuðu trúar- athöfnum með vændi, opinber- um samförum, til þess að heiðra gyðjuna. Þetta kynti undir kven- veldinu, og konur í Efesus voru að seilast eftir drottnunarstöð- um í þjóðfélaginu, svo að virð- ingu og friði var ógnað. Gott dæmi er Cara Afrania, lögmað- ur og eiginkona rómversks þing- manns. Hún var svo áköf í rétt- arhöldum að þingið ákvað að útiloka alla kvenlögfræðinga frá réttarsölum að eilífu vegna hegðunar hennar. Með hliðsjón af slíkri ómenningu virðist ólík- legt að margir myndu aðhyllast kristni ef konur væru í röðum leiðtoganna, og framar öllu beindist áhugi Páls að því að fagnaðarerindið yrði á engan hátt hindrað. Fræðimenn halda því fram að af þessum ástæðum hafi Páll ekki leyft konum í Efes- us að skipa leiðtogastöður. Jafn- vel þótt vers 13 til 15 séu ekki rannsökuð í þessari umræðu, sést þegar þau eru skoðuð í ljósi annarra ritningarstaða að þau geta ekki skilist sem sönnun á því að konur séu óæðri eða van- hæfari til þjónustu, þarsem ann- ars staðar minnir postulinn les- endur sína á jöfnuðinn sem fagn- aðarerindið boðar (t.d. Galatabréfið 3:28). Þar sem fagnaðarerindið gerir ekki greinarmun á kynjum og ljóst er af öðrum ritum að Páll ber mikla virðingu fyrir kvenkyns sam- starfsmönnum má draga þá ályktun að þessi kafli innihaldi tímabundnar reglur til þess að mæta ákveðnum aðstæðum og megi því ekki túlka sem almennt bann við þjónustu kvenna í söfn- uði Krists. Frh. í næsta blaði

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.