Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 14
Carolyn Kristjánsson: Hlutverk kvenna í söfnuði Krists Carolvn Kristjánsson hefur BA gráðu í gudfræði. Hún hefurstarfað á fslandi síð- an 1984 og er nú húsmóðir á Akureyri. Carolyn ólst upp í Brasilíu. |>ar sem for- eldrar hennar voru kristniboðar. Til er þjóðsaga um ættbálk herskárra kvenna, sem bjó í Skýþíu, nálægt Svarta hafinu. Þessar konur voru sterkar og karlmannlegar og gátu borið sig- urorð af körlum í hverju sem var, ekki síst í hernaði. Sögur herma að þær hafi skorið burt annað brjóst sitt til þess að geta beitt boga og örvum með betri árangri. Þetta var hópur hörku- kvenna, sem hafði lítið við karl- menn að gera og gætti þess vel að þeir héldu sig á mottunni. Og hvar var þeirra staður? í kring- um herbúðirnar voru stór búr, og þar var karlpeningurinn geymdur. Vissulega höfðu þeir hlutverki að gegna; þeir voru notaðir þegar fjölga þurfti fólk- inu. Þegar þeir gátu ekki lengur sinnt skyldu sinni voru þeir ein- faldlega slegnir af. Margar kvenfrelsiskonur nú á tímum mynda sér hliðstæð við- horf og þessar Amasónur — þær hafa lítið við karlmenn að gera! Á hinn bóginn eru einnig til karl- menn, sem bera litla virðingu fyrir konum og finnast þær í að- alatriðum aðeins hæfar til þess að ala og annast afkvæmi. Margir fremstu trúarleiðtoga fornaldar tóku slíka afstöðu. Búdda forðaðist konur allt frá því að hann yfirgaf unga eigin- konu sína og barn til þess að hefja leitina miklu að viskunni. Honum eru eignuð orðtök eins og: „Konur eru illar, afbrýði- samar og heimskar." „Forðist að líta þær augum.“ „Talið ekki við þær.“ Lærimeistarar („Gúr- úar“) hindúa til forna litu á það að fæðast sem kona sönnun þess að einhver mistök hefðu átt sér stað í fyrra lífi. Allt til dagsins í dag er það þó álitið betra en að fæðast sem skordýr eða óheilagt dýr, en ekki nærri eins gott og að fæðast kýr eða karlmaður. Múhameð bar virðingu fyrir fyrstu eiginkonu sinni, auðugri ekkju, sem upphaflega réði hann í vinnu við úlfaldalestirnar sem hún átti. Seinna komst hann samt á þá skoðun að konur væru einungis til að svala kynhvöt karla. Fyrir utan margar moskur múslima mátti til skamms tíma sjá skilti með þessari áletrun: „Konum, hundum og öðrum óhreinum dýrum bannaður að- gangur.“ Hvar er þá hinn gullni meðal- vegur, sem liggur á milli þess- arra öfga? Nánar tiltekið, hvert er eðlilegt jafnvægi á milli kvenna og karla í líkama Krists? Það er óumdeilanleg og viður- kennd staðreynd að karlar hafa venjulega haft völdin. Hitt er álitamál hvaða hlutverk Guð ætlaði konunni. Til hvaða em- bætta hefur Guð kallað konur? Jafnvel minni háttar athugun á Ritningunni sýnir að frá upphafi vega hefur Guð tekið tillit til kvenna og í Nýja testamentinu kemur skýrt fram að í ríki Guðs eru allir jafnir. Guð kallar konur og útvelur þær til þess að þjóna sér samkvæmt hans vilja, jafnt

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.