Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 31
Frh. af bls. 24 Jesús hefur ekki blessað það. Ef ég hefði efast hið minnsta um að það myndi ganga, þá hefði ég aldrei gifst. Hver sem giftist með þessari afstöðu: „Kannski geng- ur þetta, kannski ekki — og ef það gengur ekki, þá fáum við bara skilnað,“ sá býður erfið- leikunum heim. Þetta er ekki eins og Guð ætlaði það. Þá er betra að giftast ekki. Sp: Nú þegar fólk er gift, hvernig á þá að halda sér á réttri leið? Evie: Þetta hljómar kannski gamaldags, en þetta er mikið grundvallaratriði. Ef tveir ein- staklingar sameinast um að leggja stöðugt til hliðar eigin langanir — ef þau sækjast stöð- ugt eftir að þjóna hvort öðru — þá mun Drottinn láta hjónaband þeirra ganga vel. Þú þarft ekki að keppa eftir því að uppfylla þínar þarfir — allt sem þú þarft að gera er að uppfylla þarfir maka þíns. Þá munt þú komast að því að þínar þarfir verða upp- fylltar. Sp: Þetta hljómar allt vel, en gerist þetta svona í raun og veru? Evie: Við erum kirkja á þessu heimili. Þarna (bendir á Pelle) er presturinn minn. Við biðjum til Guðs saman og lesum orð hans daglega. Við reynum að hlýðnast því sem Drottinn vill að við segjum og gerum. Við tölum við börnin. Við biðjum með þeim. Að sjálfsögðu koma upp erfiðleikar og ágreiningsmál, en við erum ákveðin í að leysa úr þeim. Við höldum líka kímni- gáfunni mjög vel við. Ég held að við öll fjögur mundum segja að þessi aðferð gengi vel, Guði sé lof. Sp: Kristófer er fimm ára. Hvernig meðhöndlið þið hugs- anleg áhrif fjölmiðla? Evie: Hann er nógu gamall til að við tölum við hann um suma hluti. En hann hefur lært heil- mikið sjálfur eða með því að fylgja fordæmi okkar. Þegar hann sér suma þessa sjónvarps- þætti sem hneigjast í átt að hinu dulræna, þá grettir hann sig og skiptir um rás. Einu sinni fengum við leik- fang sem ég vissi ekki hvað var. Því fylgdi lítill bæklingur. Þegar ég var að lesa þetta upphátt fyrir Kristófer án nokkurra blæbrigða í röddinni — ég var að reyna að skilja — þá las ég kafla um strák sem var að leika sér með krystal- kúlu og spá. Einmitt þá sagði Kristófer: „Mamma, þessi bók lofar ekki Drottin.“ Ég sagði: „Þú hefur alveg rétt fyrir þér, Kris.“ Svo við höfðum dálitla at- höfn yfir ruslakörfunni. Við vilj- um ekki svona hluti á heimili okkar, vegna þess að þeir gætu hleypt djöflinum inn — þeir gætu gefið honum tækifæri til að leika sér lítið eitt að hugsunum okkar. Þetta gæti hljómað öfgafullt, en þegar maður er að reyna að vera fyllilega helgaður á öllum sviðum lífsins, þá er of mikið að leyfa djöflinum að leika sér lítið eitt. Sp: Hvernig fer þetta fram í raun og veru frá degi til dags? Evie: Á hverjum morgni þegar við vöknum, verðuin við að gera okkur grein fyrir því að við erum hold og blóð og að okk- ar gamli maður vill rísa upp aft- ur. Við verðum fyrir þeirri freistingu að taka hlutina í okkar hendur. Við freistumst til að vilja gera það sem hugur okkar segir, það sem markaðsrann- sóknirnar segja og það sem fjölmiðlarnir segja. Samt geta þessir hlutir verið í algjörri and- stöðu við það sem Drottinn vill. Daglega verðum við að velja það að leggja líf okkar fram, við verðum að velja það að þjóna. Ég hélt að ég vissi hvað þjón- ustulund væri. En þegar fyrsta barnið okkar fæddist fékk ég fyrst að finna fyrir því. Nokkrum klukkustundum eftir að hafa al- ið þennan dásamlega litla dreng, gerði ég mér grein fyrir því að næstu átján til tuttugu árin yrði ég ábyrg fyrir lífi hans. Þarfir lians verða fyrirferðarmeiri en nokkuð annað í lífinu. Þótt und- arlegt megi virðast þá hef ég mikla ánægju af þessu, þrátt fyrir að mestallan tímann sé það langt frá því að vera sveipað dýrðarljóma. En ég veit að ég get ekkert gert, sem er meira skapandi og sem hefur meira ei- lífðargildi en að ala þessi börn upp, með hjálp Drottins og góðs eiginmanns. Stytt og þýtt úr Charisma — GM AFTURELDING 54. árgangur 3. tbl. 1987 Útgefandi: Filadelfia-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason, sími 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast til- kynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunn- ar. Árgjaldið er 850 krónur.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.