Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 29
fréttir ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRÉTTIR Hvítasunnusöfnuður í Riga saknar forstöðumanns síns Einn ai’ hvítasunnusöfnuðunum í Riga finnur nú fyrir miklu tómarúmi eftir að forstöðumaður þeirra var neyddur til að flytja frá Sovétríkjun- um í júlí. Pað er ekki auðvelt að útvega eftirmann eftir svo brenn- andi liirði, segir söfnuðurinn. Séra Schevnuk fékk tilkynningu frá yfir- völdunum þess efnis að hann væri óæskilegur í landinu. Hann var að vinna að mikilli vakningarherferð og hafði ekki óskað eftir leyfi til að flytja úr landi. þrátt fyrir að hann hafi sótt um ferðaleyfi fyrir ári síðan. KS 3887 Söfnuðurinn hefur vaxið úr 60 í 400 Vakningin meðal hvítasunnu- ntanna í Riga hefur vakið óróa með- al sovétrússneskra yfirvalda. Ekki er óalgengt að þúsund manns sæki samkomurnar. í söfnuðunum, sem Nikolai Schevnuk veitti forstöðu áður en hann fékk „reisupassann" var vöxturinn úr 60 í 400 manns á á einu ári. Álíka margir höfðu leitað Guðs og gengið í aðra hvítasunnu- söfnuði í landinu. I júní voru skírðir 42 nýfrelsaðir. KS 3887 Billy Graham í Finnlandi Síðustu vikuna í ágúst hélt Billy Grahant mikla vakningarherferð í Finnlandi, sem nefndist „Mission Helsingfors." Undirbúningur hafði staðið lengi og unnu að honum lút- herskir, hvítasunnumcnn. baptistar, meþódistar o.fl. hlið við hlið. Her- fetðin var haldin á stóra Ólympíu- leikvcllinum í Helsingfors og sóttu hana um 186 000 gestir. Fjögur fyrstu kvöldin komu um 25 000 á hverja samkomu. Á laugardags- kvöld komu 40 000 og á sunnudags- eftirmiðdegi komu 42 500. Margir leituðu Krists og hófu nýtt líf. Boðskapur Grahams var einfald- ur og skýr og náði til allra aldurs- hópa. „Það er hægt að vera trúræk- inn án þess að þekkja Krist," sagði hann. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka persónulega á móti Kristi. „Nikódemus var guð- fræðingur, en Jesús sagði að hann þyrfti að endurfæðast." „Allir þurfa að endurfæðast. Við höfum kannski verið skírð og fermd, en hver og einn þarf að fá tækifæri til að kynnast náð Guðs persónulega," sagði hann. Fjöldi fólks í söfnuðunum á staðn- unt leitast nú við að taka höndum urn þá sem leituðu fyrirbænar, veita þeim félagsskap og fræðslu í orði Guðs. Það er mjög mikilvægur þátt- ur í starfinu. Billy Graham talaði einnig á nám- skeiði fyrir prédikara og trúboða og uppörvaði þá. Hann gaf þeim m.a. eftirfarandi ráðleggingar: — Boðunin skal vera byggð á orði Guðs. — Boðskapurinn skal vera ein- faldur. Ef þú skýtur yfir höfuðið á áheyrendunum sýnir það aðeins að þú ert léleg skytta. — Megininntak ræðunnar skal endurtekið aftur og aftur. Pegar þú segir eitthvað í þriðja skiptið hafa þeir sem aftast sitja heyrt það og þeir sem fremst sitja skilið það. — Við verðurn að vera knúin af þeirri tilfinningu að verkefnið er brýnt. Við megum ekki gleyma því að fólk glatast án Krists. „Gefist aldrei upp,“ sagði liann. „Aldrei, aldrei, aldrei . . .“ HV 36-3787 Hvítasunnuhreyfíngin í Astralíu hefur vaxiö um 800%! Á síðastliðnum tíu árum hefur hvítasunnuhreyfingin í Ástralíu vax- ið um 800%. Hvítasunnumenn voru 9000 árið 1977, en eru nú 72000. Þegar Söfnuðir Guðs (Assemblies of God) héldu ársfund í Brisbane var sagt frá miklurn framgangi á mörg- um stöðum í landinu. Sjötta hvern dag er stofnaður nýr hvítasunnu- söfnuður. Fyrir næsta ársfund hafa menn sett sér djarfleg markmið: Menn vona að þá muni hreyfingin telja 100 000 meðlimi og að safnaða- fjöldi aukist úr 500 í 700. Yonggi Cho veitti mikla uppörvun á árs- fundinum. Hann sagði frá því að ekki mundi líða á löngu áður en söfnuðurinn í Seoul yrði ein milljón. KS 3687

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.