Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 19
PEF (Pentecostal European Fellowship) nefndin saman komin fyrir framan rádstefnuhöllina. sunnumanna. Ræðuefni hans var: Hvítasunnuhreyfingin í Evrópu. Þarna voru saman komnir margir af fremstu ræðumönnum Hvítasunnumanna í Evrópu. Margir söngkraftar voru þar einnig og má meðal annars nefna kósakkasöngvarann frá Finnlandi, Viktor Klimenko, sem söng sig inn í hjörtu við- staddra. A föstudagskvöldinu var sér- stök bænasamkoma, þar sem beðið var fyrir sölnuðunum fyrir austan járntjald, og einkum þeim trúsystkinum, sem eru í fangelsi vegna trúar sinnar. Var ótrúlegt að heyra greint frá því hversu mörg þau eru. Þessi bænasamkoma stóð til klukkan þrju um nóttina. A laugardagskvöldinu prédik- aði portúgalskur prédikari að nafni David Santos. Margvísleg kraftaverk hafa átt sér stað á samkomum þar sem hann hefur talað og beðið fyrir sjúkum. Svo var einnig nú. I lok samkomunnar, sem haldin var á sunnudagsmorgnin- um, var boðið upp á fyrirbæn fyrir þeim sem vildu skírast í Heilögum anda og fyrir þeim er þörfnuðust lækningar. Á sam- komunni voru á milli 11 og 12 þúsund manns. Fram að ræðu- pallinum komu á milli 600 og 800 manns til að leita fyrirbænar. Fjöldi fólks skírðist í Heilögum anda og fór að tala nýjum tung- um. Mikill bænarandi var yfir þessum hóp og mátti finna fyrir nærveru Jesú Krists. Einnig gerðust margvísleg kraftaverk, fólk læknaðist af alls kyns sjúk- dómum og krankleika. Fljótlega sást maður veifa hækju sem hann hafði gengið við og henti hann henni síðan frá sér. Skömmu síðar spratt upp kona sem hafði setið í hjólastól og gekk hún um og lofaði Guð. Undrunarsvipurinn á andlitum sumra leyndi sér ekki, en fólkið lofaði Guð fyrir þá hluti sem liann var að gera. Guð var sann- arlega með í verki. Það var ekki bara á tímum Biblíunnar sem undur og tákn áttu sér stað, heldur er það eins og Jesús sagði að þetta mundi fylgja þar sem við boðum fagn- aðarerindið. Lokasamkoma mótsins var síðar þennan dag og komust færri að en vildu, en hátalarar voru utan dyra fyrir þá er ekki komust inn. Mótinu var síðan slitið með hefðbundnum hætti og menn þökkuðu Guði fyrir gott mót.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.