Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 30
Hvaö þarf til ? Frh. af bls. 21. líka! Þvílík vonbrigði! Héðan. hefðu flestir gengið með tárin í augunum, og hjarta fyllt von- brigðum vegna þessarar afstöðu Jesú. Þessi kona vildi reyna einu sinni enn. Hún var tilbúin til að sætta sig við molana sem af borðunum hrutu. Jesús hafði reynt trú hennar. Hann gerði það ekki við alla. Sumir virtust fá óskir sínar upp- fylltar án mikilla bæna, eða jafn- vel trúar. Hér fór hann aðra leið, en hún hafði nógu mikla trú til að knýja á, og hún fékk bæna- svar. Með þessu svari fylgdi eft- irfarandi umsögn: „Kona, mikil er trú þín. “ Ef við höfum nógu mikla trú til að knýja á, þá höfum við nógu mikla trú til að hnika hendi Guðs. Guð reynir marga á þenn- an hátt. Við þurfum oft að læra leyndardóm þess að knýja á í bæn, áður en kraftaverkið á sér stað. Fyrsta svar Jesú er ekki endilega lokasvar. ÓSIGUR EFANS Að lokum skulum við nefna þátt efans í bænalífi okkar. Ef- inn er andstæða trúarinnar, og þessar andstæður berjast um sig- ur í okkar andlega lífi. Getur ef- inn rænt okkur blessun Guðs, jafnvel þótt við hlýðum, biðjum og knýjum á? Við skulum leita svara við því, og sjá enn eina frásögn Nýja testamentisins þar sem vinur okkar Pétur er í brennidepli. Frásögu þessa finnum við í Matteusarguðspjalli 14:22-32, og fjallar hún um göngu Péturs á vatninu. Enn erum við stödd á Galíleuvatni og enn í sama bátn- um. Það vantar að vísu einn, en hann kemur fljótlega til sögunn- ar. Þegar við stígum í bátinn er langt liðið á nóttu, og stöðugt bætti í vindinn. Skyndilega sáu lærisveinarnir veru á vatninu og urðu eðlilega óttaslegnir við þessa óvanalegu sýn. Jesús var fljótur að hughreysta þá. Nú skipast skjótt veður í lofti. Aður en hinir lærisveinarnir hafa áttað sig á atburðum líðandi stundar, er Pétur staðinn á fætur, kallar til Jesú og spyr hvort hann megi ekki prófa þessa nýju aðferð líka. Að boði Jesú stígur Pétur síðan yfir borðstokkinn og stígur út á vatnið. Við getum rétt ímyndað okkur viðbrögðin í bátnum. „Alltaf fljótur á sér.“ „Hann getur þetta aldrei, þetta hefur aldrei verið gert áður. Hann sekkur bráðum og þá fer úr honum mesta loftið." Pétur áttaði sig líka fljótt á því sem hann var að gera. „Menn ganga ekki á vatni. Hvað í ósköpunum er ég að gera núna?“ Hann gerði sér grein fyrir þeim fáránlegu kringum- stæðum sem hann var staddur í. Á því augnabliki byrjaði Pétur að sökkva. Og nú hrópar hann: „Herra, bjarga þú mér!“ Jesús, sem stendur skammt frá Pétri, réttir út hönd sína og dregur Pétur upp. Hann stóð ekki með hendur í kross eða mælti: „Þú efaðist Pétur! Þérvar nær. Líklega drukknar þú núna.“ Nei, hann reisti Pétur upp, og á leiðinni í bátinn áminnir Jesús hann mildilega og segir: „Þú trúlitli, hví efaðist þú?“ Hvernig getum við útskýrt það fyrir almáttugum, kærleik- sríkum Guði, hvers vegna við ef- umst hið minnsta í okkar and- lega lífi? Eg held að við þurfum ekki að útskýra mjög mikið. Pét- ur sagði ekki margt, en hann gerði þeim mun ineira. Aðal- munur á þeiin kristna einstak- lingi sem lifir í sigri, og þeim sem lifir í vansigri, er sá að annar leyfir trúnni að ráða yfir efan- um, en hinn lætur efann stjórna trúnni. Það er ekki alltaf spurn- ing um að vera laus við efann, það er spurning um að ganga í trú og ýta efa til hliðar. Bænir þínar skipta máli. Við skulum ganga fram í trú, trú til að hlýða, trú til að biðja og trú til að knýja á. Síðan skulum við ganga af stað í þeirri trú, sem Guð hefur gefið okkur og taka til höndunum. Framundan eru mörg verkefni. Hallidi Kristinsson er forstöilumaður Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík NÝ PLATA MEÐ EVIE, „When All Is Said And Done“ Dreifing: l/erslumn Hatun2 105Revk|avik simi 20735/25155

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.