Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 7
Bert Christiansson. eru kristnir og við reynum að láta það andrúmsloft ríkja á vinnustaðnum. En við viljum að trú okkar sjáist fyrst og fremst í því að við skilum fyrsta flokks vinnu og góðri framleiðslu. Eitt mesta gleðiefni okkar í sumar var að fá að leiða einn starfs- manna okkar til Krists. Það var mikið þakkarefni. Bert Christiansson starfar fyrir sœnska útflutningsráðið að tnarkaðsmálum. Hann sam- rœmdi þátttöku fjórtán sœnskra fyrirtækja á sjávarútvegssýning- unni í Laugardal. Pau bjóða tœkjabúnað til fiskiðnaðar „allt frá veiði til lokavinnslu. “ Auk starfa að útflutningsmál- tun Svía, m.a. í Bandaríkjunum og Kanada, hefur Bert Christi- ansson tekið þátt í kristilegu starfi, m.a. ferðast um með söng- hópinn „Fishers of Men.“ Við spurðum Christiansson fyrst hvað hann áliti um framtíð fisk- veiða. — Menn áætla að árið 1993 muni fiskneysla hafa þrefaldast í heiminum. Fiskur er heilnæmari en kjöt. Það eru gífurlega auðug fiskimið um allan heirn. En flest þróunarlönd hafa ekki þá tækni sem þarf til að nýta fiskimið sín. Þau skortir bæði tækniþekkingu og stjórnun. Við reynum að mæta þessari þörf og með samvinnu margra fyrirtækja næst betri árangur. Öll kynning og markaðsöflun verður ódýrari og kemur við- skiptunum til góða. Hafa þróunarlönd efni á að kaupa sœnska tœkni? Góð spurning! Alþjóðabank- inn og norræni fjárfestingabank- inn hjálpa til við fjármögnun. Einnig kemur til þróunarhjálp sænska ríkisins. Geta kristniboðar kennt fisk- veiðar? Já, kristniboðar úr söfnuði mínum í Fiskeback hafa t.d. kennt fiskveiðar í Angola jafn- framt kristniboðsstarfinu. Sama hefur gerst í Brasilíu. Vanir fiskimenn hafa verið sendir út og kennt fiskveiðar meðfram trúboðinu. Er þér styrkur af trúnni í dag- legu lífi? Ég hef ferðast í viðskipta- erindum víða um heim og hitt ákaflega margt fólk. Það er ævinlega grunnt á spurningum um Guð hjá mönnum. Aður bar fólk kinnroða fyrir að vera krist- ið. Það er sagt að 48% Svía séu trúaðir í hjarta sínu og um 53% Bandaríkjamanna sækja kirkju. Þar í landi er trú ekkert feimnis- mál. Það eru taldar tvær megin- ástæður þess að um fjórðungur sænsku þjóðarinnar flutti til Bandaríkjanna á sínum tíma. Annars vegar fátækt og hins veg- ar skortur á trúfrelsi heima fyrir. Afhverju nýtur trúin svo mik- illar hylli hjá fiskimönnum? Ég segi ekki að trúin sé vinsæl, heldur er hún nauðsynleg. Sá sem lifir í sífelldri návist við dauðann hefur stöðugt þörf fyrir öryggiskennd. Vonleysið og óvissan hefur aldrei verið jafn útbreidd og á okkar dögum. Aldrei fyrr. Sértu fiskimaður veistu ekki hvort þú átt afturkvæmt. Þú verður að hafa eitthvað að halda í, fullvissu og öryggi. Maður get- ur sagt: „Þótt ég komi aldrei aft- ur heim, þá veit ég að mér er borgið um eilífð.“ Þegar fólk lendir í háska þá biður það gjarnan. Jafnvel þeir sem aldrei annars biðja leita Guðs. Hvað finnst þér um land og þjóð? Mér finnst íslendingar mjög „ekta“, til dæmis það að hver ber sitt eigið nafn. Ég dáist líka að því hve íslendingar þekkja sögu sína vel. íslendingar eru einnig heimspekilega sinnaðir, maður finnur fyrir dýpt þegar maður talar við þá. Ég held að það sé af því að fólk talar enn saman hér. Áður fyrr stundaði ég sjómennsku í Norður-At- lantshafi og þekki því nokkuð til aðstæðna hér. Ég kann vel við Island. Viðtöl: Guðni Einarsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.