Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 21
vissi hvenær veiði var góð og hvenær ekki. Þetta var einmitt vonlausi tíminn, því Pétur og fé- lagar haris höfðu setið að alla nóttina án árangurs. En nú gerðist nokkuð merki- legt. Þrátt fyrir neikvæðar ytri aðstæður ákvað Pétur að hlýða. Hann hafði enga trú á fyrirtæk- inu, en samt vildi hann hlýða. Þreyttur og vonsvikinn eftir vinnu næturinnar svaraði Pétur: „. . . fyrst þú segir þcid, skal e'g leggja netin. “ Við getum ekki sagt að trú Péturs hafi verið sterk, en hann vildi hlýða. Ef við bíðum þangað til við erum viss um að Guð svari bænum okkar, þá getur verið að við bíðum alla ævi. Okkur er boðið að biðja, við eigum að knýja á, við eigum að leita, við eigum að biðja og við munum öðlast. Það var lúinn fiskimaður, sem lagði rök netin á nýjan leik í vatnið. En hann gleymdi fljótt þreytunni þegar kraftaverkið gerðist fyrir augum hans. Ef við höfum nógu rnikla trú til að hlýða, þá höfum við nógu mikla trú til að hnika hendi Guðs. Eg trúi því að Guð svari bæn, og að hann svari bæn minni, því ég vil hlýða honum. TRÚ TIL AÐ BIÐJA „Ef ég hefði nú hóp í kringum mig, sem væri jafn bænhcitur og frumsöfnuðurinn, þá væri trú mín sterk.“ Margir líta á frum- söfnuðinn sem hóp umvafinn dýrðarljóma alla daga ársins. En einnig þeir áttu sína baráttu í bæn og trú. Skömmu eftir að ofsóknirnar hófust sjáum við söfnuðinn sam- an kominn í bæn fyrir Pétri (Postulasagan 12:5). „söfnuður- inn hað heitt til Guðs fyrir lion- nm. “ Þeir höfðu ástæðu til að biðja heitt, því skömmu áður hafði Jakob, einn lærisveinanna, verið höggvinn. Margir ætluðu að Jesús yrði kominn aftur að sækja hópinn sinn áður en nokk- ur þeirra mætti dauðanum, og þessi atburðir voru því sem reið- arslag fyrir þennan unga söfnuð. Og nú var Pétur í fangelsi, og Lúkas læknir segir okkur í frá- sögn sinni að Heródes ætlaði honum sama endi og Jakob hafði hlotið. Við getum ætlað að söfnuður- inn hafi beðið í mikilli trú. Öll kraftaverkin sem gerst höfðu á undanförnum vikum og mánuð- um voru enn Ijóslifandi í hugum fólksins. En þrátt fyrir augljósa nærveru Drottins í atburðum undanfarinna vikna var nú svo komið að ungi söfnuðurinn vænti ekki þess bænasvars sem kom gangandi út úr dimmri nótt- inni. Pétur. leystur úr haldi af englum, knúði dyra í miðri bæn- astund. En söfnuðurinn, sem bað heitt, neitaði að hleypa hon- um inn. Trú þeirra var ekki full- komin, en nógu sterk til að hnika hendi Guðs. EF við höfum nógu mikla trú til að hiðja, þá höfum við nógu mikla trú til að hnika hendi Guðs. Bænir okkar skipta máli. Við megum aldrei falla í þá gryfju að ætla að það sem gerist, muni gerast hvort sem við biðj- um eða ekki. Jafnvel þótt trú okkar sé ekki fullkomin, þá svarar Guð bæn, ef við höfum nógu mikla trú til að biðja. TRU TIL AÐ KNYJA A Hvað gerist í bænalífi okkar þegar Guð virðist engu svara? Höfum við úthald til að biðja þar til svar fæst, eða reynum við frekar að sætta okkur við hlutina eins og þeir eru? Hér þarf bæði djörfung og visku. I Matteusar- guðspjalli 15:21-23 lesum við frá- sögn sent fjallar um viðskipti konu við Jesú og lærisveina hans. Kona þessi var kanversk. og milli Kanverja og Gyðinga var bæði andleg og telagsleg gjá, óbrúuð. Konan kom samt sem áður með ósk sína til Jesú, og af mikilli og einlægri trú lagði hún dóttur sína fram sem bænarefni. En nú brá svo við að Jesús, sem þekktur var fyrir hjálp sína við lítilmagnann, svaraði henni engu orði. Þegar konan lét sér ekki segjast, komu þessir indælu fylgismenn hans og báðu hana vinsamlegast að trufla ekki meistarann lengur. Hann vildi greinilega ekkert við hana tala. En með djörfung, sem jaðraði við óskammfeilni, ætlaði hún að ganga fram hjá þessum útvöldu þjónum Jesú og knýja fram svar. Þeir leita því á náðir hans og biðja um að konan verði send til síns heima, hún sé nú þegar orð- in leiðinlega ýtin. Og Jesús svar- ar: „Eg er ekki sendur nema til týndra sauða af Israelsœtt. “ Kanverska konan var komin til að fá lausn sinna mála, og eftir tvær neitanir hefðu margir hætt, en ekki hún. Hún laut Jesú og sagði: „Herra hjálpa þú mér.“ En jafnvel eftir þessa einlægu grátbeiðni fær hún enn einn skellinn. Þessi boðskapur, og þau forréttindi, sem honum fylgdu, voru ekki fyrir hennar Frh. á bls. 30.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.