Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 15
■fl og karlmenn. Þetta kallar á frek- ari rannsókn. I. Á TÍMUM BIBLÍUNNAR Tímabil Gamla testamentisins Á tímum Gamla testamentis- ins lifði fólk í þjóðfélagi þar sem var sterkt ættarveldi. Meðal Gyðinga hafði karlmaðurinn völdin og réði yfir konunni. Ekki var talið æskilegt að konur trönuðu sér fram, en til eru fá- einar undantekningar, þar sem Gamla testamentið segir frá konum, sem sköpuðu sér sess í mannkynsögunni. Mirjam, syst- ir Móse og Arons, var ein þriggja spákvenna sem nefndar eru í Gamla testamentinu. Hún var ásamt bræðrum sínum leið- togi ísraelsmanna þegar þeir fóru út af Egyptalandi (Míka 6:4), og hún stjórnaði lofsöng eftir förina gegnum Rauðahafið (II. Mósebók 15:20). Debóra var önnur spákona og dómari í Israel (Dómarabókin 4:9-15). Þriðja spákonan var Hulda. Jósía konungur ráðfærði sig við hana eftir að hafa fundið lög- bókina, og boðskapurinn sem hún flutti frá Guði varð til þess að konungurinn endurnýjaði sáttmálann og leiddi Israels- menn til iðrunar og dýrkunar á hinum sanna Guði (II. Kon- ungabók 22:1423:25). Annað betur þekkt dæmi er Rut, per- sónugervingur helgunar, elsku og óeigingirni. Hún var lang- amma Davíðs konungs (Rutar- bók 4:21-22) og þar með ein af þeim þremur útlendum for- mæðrum Jesú Krists. Svo er Est- er, fallega unga gyðingastúlkan, sem varð drottning Ahasverus- ar, konungs í Persíu. Hún kom í veg fyrir samsæri af hálfu forsæt- isráðherrans og eyðingu Gyð- inganna (Esterarbók 7:3-9:17). Þrátt fyrir að siðareglur þeirra tíma ætluðu konum almennt mjög lága stöðu, er greinilegt að konur sem þessar og nokkrar aðrar voru verkfæri í hendi Guðs. Tímabilið milli testamenta Á því nokkur hundruð ára tímabili sem leið á milli atburða Gamla testamentisins og at- burða Nýja testamentisins juk- ust yfirráð karlmanna. Sagan segir að menn hafi talið sér það til daglegrar blessunar að hafa ekki fæðst sem konur. Það varð trúarleg hefð að sérhver karl- maður meðal Gyðinga hóf morgunbæn sína hvern dag á því að þakka Guði fyrir það að vera hvorki heiðingi, þræll né kona. I slíkum kringumstæðum fengu konur enga skipulagða mennt- un, sérstaklega ekki trúarlegs eðlis, og nám þeirra var ein- göngu bundið við heimilisstörf. Yfirráð karlmanna voru órofin á öllum sviðum þjóðfélagsins. Tímabil Nýja testamentisins Jesús: Inn í þessa menningu kemur Jesús, sem sýnir konum „hneykslanlega" tillitsemi. Guðspjöllin segja frá mörgum atvikum þar sem Jesús viður- kennir jafnrétti konunnar með framkomu sinni gagnvart þeim. Tökum til dæmis konuna sem hafði blóðlát (Markús 5:25-34). Ekki var nóg með að hún væri kona, heldur var hún samkvæmt siðunum óhrein vegna blæðinga sinna, og þess vegna hafði hún verið óhæf til þjónustu við Guð og menn í tólf ár. Samt dró Jesús athyglina að þessari konu í allri mannþrönginni. Það hefði verið auðvelt fyrir hann að halda áfram leiðar sinnar. Hún hafði hlotið lækningu og eflaust vissi hann það. Það hefði verið meira en nóg, en samt beindi hann at- hygli manna að henni af ásettu ráði. Athugum einnig samskipti hans við Maríu og Mörtu (Lúkas 10:3842). Marta var að undirbúa máltíðina eins og konu bar, en María sat við fætur Jesú á meðan hann kenndi. Þetta var mjög óvenjulegt, því að í gyðingdónri var það að sitja við fætur læri- meistara einungis ætlað karl- mönnuin. Það var hneykslanlegt að hún skyldi í fyrsta lagi voga sér að gera þetta, en jafnvel enn undarlegra var að Jesús skyldi samþykkja það hlýlega. Álykt- unin senr dregin er af þessu er sú að það var allt í lagi og jafnvel æskilegt að konur eignuðust sömu andlegu innsýn og karl- menn. Síðan er frásögnin af konunni við brunninn (Jóhannes 4:3-42). Karlmenn töluðu einfaldlega ekki við konur á almannafæri á dögum Jesú. Samt sem áður, auk þess að vera kvenkyns, liafði þessi kona fleira á móti sér. Hún var ekki aðeins sam- versk, af þjóðflokki sem Gyð- ingar sýndu megnustu fyrirlitn- ingu, heldur var hún einnig í hæsta lagi ósiðsöm. Lærisvein- arnir voru því mjög undrandi á

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.